Færslur: CLN-málið

Niðurstaða Landsréttar í síðasta hrunmálinu stendur
Hæstiréttur hefur hafnað beiðni Magnúsar Guðmundssonar, fyrrverandi bankastjóra Kaupþings í Lúxemborg, um leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar í CLN-málinu svokallaða.
Myndskeið
Deildu hart á ákæruvaldið
Hreiðar Már Sigurðsson og Magnús Guðmundsson deildu hart á Björn Þorvaldsson saksóknara í lok síðustu hrunréttarhaldanna, sem lauk í Landsrétti í dag. Þeir sögðu að ákæruvaldið hefði haldið mikilvægum gögnum leyndum fyrir sér og verjendum sínum lengi framan af. Þetta töldu þeir alvarlegt mál og báðu dómarana þrjá að taka það sérstaklega fyrir í dómsniðurstöðu sinni ef þeir væru sammála sér um það.
19.02.2021 - 18:15
Krefjast sýknudóms í síðasta hrunsmálinu
Verjendur þriggja æðstu stjórnenda Kaupþings fyrir hrun kröfðust í morgun sýknudóms yfir þeim í síðasta hrunsmálinu.
Líkti síðasta hrunmálinu við Al Thani-málið
Lánveitingar Kaupþings til vildarviðskiptavina rétt fyrir hrun eru sambærilegar Al Thani málinu og markaðsmisnotkunarmáli bankans, sagði Björn Þorvaldsson saksóknari í Landsrétti í dag. Hann krafðist sakfellingar yfir fyrrverandi stjórnendum Kaupþings. Björn sagði að við ákvörðun refsingar yrði að taka mið af því að meiri fjármunir væru undir í þessu máli heldur en nokkru öðru refsimáli sem tengist hruninu.
18.02.2021 - 18:47
CLN-málið í sjötta sinn til kasta dómstóla
Fyrsti dagur réttarhalda yfir helstu stjórnendum Kaupþings fyrir hrun fór fram í Landsrétti í dag. Ákært er fyrir umboðssvik en sakborningar voru sýknaðir í héraði. Dómsmálið hefur flakkað milli dómstiga í rúmlega hálfan áratug með sýknudómum, frávísun og ómerkingum.
CLN-málið: „Ég held að þetta sé komið nóg“
Hörður Felix Harðarson, lögmaður Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, segir ánægjulegt að sjá að héraðsdómur meti sem svo að enginn ásetningur hafi verið hjá þremenningunum í CLN-málinu svokallaða.
04.07.2019 - 12:57
Myndskeið
Hreiðar Már neitaði sök í CLN-málinu
Hreiðar Már Sigurðsson fyrrverandi forstjóri Kaupþings neitaði sök við upphafi aðalmeðferðar í svokölluðu CLN-máli í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Hann gerir jafnframt athugasemd við það að ákæran standi eftir óbreytt eftir að nýjar upplýsingar komu fram í málinu.
03.06.2019 - 12:30
Hringlið heldur áfram: CLN-málið aftur í hérað
Héraðsdómi Reykjavíkur ber að taka eitt stærsta hrunsakamálið, svokallað CLN-mál, til efnismeðferðar, þvert á fyrri niðurstöðu dómsins, sem vísaði því frá. Landsréttur hefur fellt frávísunina úr gildi og segir að ákveði saksóknari að mál sé nægilega rannsakað til útgáfu ákæru og efnismeðferðar fyrir dómi sé það ekki dómstóla að endurmeta.
06.11.2018 - 11:55
Fréttaskýring
Erlend tengsl við CLN-málið
Ferill svokallaðast CLN-máls er orðinn langur. Þrír fyrrum yfirmenn Kaupþings eru ákærðir fyrir umboðssvik eða hlutdeild í þeim. Íslenska sakamálið snýst um lánveitingar Kaupþings. En það hafa einnig spunnist erlend málaferli og málarekstur tengdur ráðgjöf Deutsche Bank í viðskiptunum sem lánin fóru í.
13.09.2018 - 08:36
Mál Kaupþingsmanna vanrannsakað og vísað frá
Fjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í dag frá dómi svokölluðu CLN-máli þriggja fyrrverandi yfirmanna Kaupþings. Dómurinn segir að saksóknari hafi ekki rannsakað málið nægilega vel þrátt fyrir að Hæstiréttur hafi gert kröfu þar um og því sé óhjákvæmilegt að vísa því frá.
11.09.2018 - 13:30
Leggur fram gögn um leynisamning Deutsche Bank
Saksóknari í svokölluðu CLN-máli Kaupþingsmanna leggur eftir hádegi í dag fram fyrir héraðsdómi gögn um tugmilljarða samning Deutsche Bank við Kaupþing ehf. og tvö eignarhaldsfélög sem gerður var í desember 2016. Hæstiréttur ómerkti í október sýknudóm yfir Kaupþingsmönnunum og vísaði heim í hérað vegna þess að margt væri á huldu um samninginn sem gæti haft mikla þýðingu fyrir úrlausn málsins. Því þyrfti saksóknari að rannsaka samninginn og hvað bjó að baki honum.
14.05.2018 - 12:03
Leynd um ástæðu tugmilljarða samkomulags
Leynd hvílir yfir ástæðu þess að Deutsche Bank greiddi Kaupþingi ehf. og þrotabúum tveggja eignarhaldsfélaga samtals 425 milljónir evra, jafnvirði 51 milljarðs króna, í desember í fyrra, vegna viðskipta sem tengjast svokölluðu CLN-máli Kaupþingsmanna. Kaupþingsmenn fóru fram á rannsókn á samkomulaginu eftir umfjöllun fréttastofu Ríkisútvarpsins í mars. Tekist var á um þetta í Hæstarétti í dag. Þar var ýjað að markaðsmisnotkun og tvöfeldni Deutsche Bank.
11.10.2017 - 15:27
Deutsche Bank vill ekki rifja upp CLN söguna
Kaupþing og Deutsche Bank hafa samið um kröfu Kaupþings upp á 500 milljónir evra sem tengist svokölluðu CLN máli. Þýski bankinn er ófús að upplýsa um viðskiptin þarna að baki og vildi ekki svara spurningum Spegilsins um málið.
07.03.2017 - 16:55
Sýknaðir af ákæru um stórfelld umboðssvik
Hreiðar Már Sigurðusson, fyrrverandi bankastjóri Kaupþings, Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi bankastjóri Kaupþings í Lúxemborg, voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun sýknaðir fyrir stórfelld umboðssvik.