Færslur: Christine Lagarde

Evrópski seðlabankinn hækkar stýrivexti
Evrópski seðlabankinn hækkaði í dag stýrivexti bankans um 0,5 prósentustig. Þetta er í fyrsta skipti síðan árið 2011 sem bankinn hækkar vexti. Aðgerðin er hugsuð til að sporna gegn frekari verðhækkunum og verðbólgu á evrusvæðinu, sem var 8,6% í síðasta mánuði.
Ólíkar leiðir seðlabanka
Evrópski seðlabankinn hyggst ekki bregðast við verðbólguskoti í álfunni með því að hækka stýrivexti. Það er öfugt við nálgun Seðlabanka Íslands.
Minni hagvexti spáð í Bretlandi
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáir minni hagvexti í Bretlandi og segir ákvörðunina um að ganga úr Evrópusambandinu, Brexit, hamla vexti. Christine Lagarde, forstjóri AGS, sagði í Lundúnum í dag að óvissu vegna Brexit væri um að kenna. Sjóðurinn hafði reiknað með 1,7% hagvexti í ár, en býst nú við að vöxturinn verði 1,6 og 1,5 prósent á næsta ári.
20.12.2017 - 18:13