Færslur: Chernobyl

Hildur Guðnadóttir hlaut sjónvarpsverðlaun BAFTA
Hildur Guðnadóttir tónskáld hlaut í gærkvöld sjónvarpsverðlaun BAFTA fyrir tónlistina í þáttunum Chernobyl. Verðlaunahátíðin var haldin með stafrænum hætti vegna kórónuveirufaraldursins.
Myndskeið
Búningarnir úr Chernobyl nýtast heilbrigðisstarfsfólki
Geislavarnarbúningarnir úr sjónvarpsþáttunum Chernobyl hafa nú fengið nýtt hlutverk. Framleiðendur búninganna gáfu þá til heilbrigðisstarfsfólks í Evrópu sem nota þá til varnar kórónuveirunni.
07.04.2020 - 22:33
Menningin
„Líður eins og landsliðinu“
Hildur Guðnadóttir tónskáld segir „æðislegt að finna hvað það kemur mikill stuðningur og ást að heiman.“ Hún segist alltaf hafa látið hjartað ráða för í verkefnavali og býst ekki við að Óskarsverðlaunin breyti því.
Hildur vann Grammy-verðlaunin
Hildur Guðnadóttir vann í kvöld Grammy-verðlaun í flokknum besta tónlist fyrir sjónrænan miðil fyrir hljóðrás sína við þættina Chernobyl. 
26.01.2020 - 21:15
Hildur líklegust til að vinna Grammy og Óskar
Hildur Guðnadóttir er af bandarískum veðbönkum talin líklegust til að vinna Grammy-verðun annað kvöld í flokknum besta tónlist fyrir sjónrænan miðil fyrir hljóðrás sína við þættina Chernobyl.
25.01.2020 - 16:13
Myndskeið
Renndu risavöxnu „grafhýsi“ yfir Chernobyl-kljúfinn
Kjarnorkuslysið sem varð í Chernobyl fyrir rúmlega þremur áratugum er hvergi nærri hætt að vera hættulegt. Hundruð manna unnu að því í áratug að byggja eins konar grafhýsi utan um kjarnorkuverið til að halda geisluninni í skefjum næstu 100 árin.
27.11.2019 - 14:25
Viðtal
„Það er satt að ég fór hættulegu leiðina“
Hildur Guðnadóttir er rétt að komast niður á jörðina eftir læti gærdagsins þegar tilkynnt var að hún væri tilnefnd til Emmy-verðlauna í ár. Tilnefninguna hlýtur hún fyrir bestu tónlist í sjónvarpsmynd eða þætti fyrir tónlistina í Chernobyl-seríunni sem HBO framleiddi.
18.07.2019 - 14:00
Hildur tilnefnd til Emmy fyrir Chernobyl
Tónskáldið Hildur Guðnadóttir hefur verið tilnefnd til Emmy-verðlauna fyrir bestu tónlist í sjónvarpsmynd eða þætti í stuttseríu fyrir vinnu sína við þættina Chernobyl.
16.07.2019 - 17:07
Viðtal
Geislarykið hefði getað náð hingað
Chernobyl-þættirnir sem framleiddir voru af HBO bregða upp mynd af atburðarrásinni í kjarnorkuverinu nóttina örlagaríku og segja frá björgunaraðgerðum slökkviliðsmanna stuttu eftir slysið. Fjölmargra beið kvalarfullur dauðdagi af völdum eitrunar. Yfirlæknir á röntgendeild Landspítalans segir frá eðli og áhrifum geislaeitrunar.
25.06.2019 - 15:40
Myndskeið
Fylgdust með geislavirka skýinu frá Tsjernobyl
Líkt og fjallað er um í hinni geysivinsælu sjónvarpsþáttaröð Chernobyl óttuðust íbúar Evrópu hið geislavirka ský sem myndaðist eftir sprenginguna í kjarnorkuverinu í Tsjernobyl í Sovétríkjunum í lok apríl 1986. Ísland var þar ekki undanskilið.
22.06.2019 - 19:43
Myndskeið
Dreymir um að búa í Sovétríkjunum í gamla daga
„Ég er núna haldinn svokallaðri ostalgíu eða Sovét-þrá,“ segir Adolf Smári Unnarsson rithöfundur eftir að hafa horft á þættina um hörmungarnar í Tsjernobyl kjarnorkuverinu 1986. Þættirnir hafa vakið mikla athygli og hlotið einróma lof gagnrýnenda en þrátt fyrir að vera tormeltara en flest afþreygingarefni hafa þeir náð afar útbreiddum vinsældum.
22.06.2019 - 12:55
Lestarklefinn – Chernobyl, synir, Og hvað svo?
Í lestarklefanum sem hefst 17:03 verður rætt um sjónvarpsþáttaröðina Chernobyl, myndlistarsýninga Og hvað svo? í Nýlistarsafninu og dönsku kvikmyndina Danmarks sønner.
21.06.2019 - 16:45
Gagnrýni
Stríð við óstöðvandi eyðandi afl í Chernobyl
Sjónvarpsrýnir Lestarinnar segir Chernobyl-þætti HBO vera stúdíu í andrúmslofti og mettaða af spennu. Þeir eigi líka mikið erindi við samtímann, og afneitun sovéskra stjórnvalda á vísindalegri þekkingu minni á viðbrögð margra þjóðarleiðtoga við loftslagsbreytingum.
21.06.2019 - 11:04
Viðtal
Leikur þjóðhetju í þáttunum um Tsjernobyl
„Ég prufaði fyrst fyrir töluvert stærra hlutverk og valið stóð að lokum á milli mín og mannsins sem fékk það. Þá fékk ég að lesa handritið og áttaði mig strax á því að þetta yrði eitthvað. Mig óraði þó aldrei fyrir því að þetta yrði jafn vinsælt og raun ber vitni,“ segir Baltasar Breki Samper leikari sem leikur í hinum geysivinsælu þáttum Chernobyl sem sjónvarpsrisinn HBO framleiðir.
14.06.2019 - 16:53
Nóbelshöfundur gagnrýnir Chernobyl-þættina
Svetlana Alexievich, sem hlaut Nóbelsverðlaunin árið 2015, hefur gagnrýnt framleiðendur hinna geysivinsælu þátta Chernobyl fyrir að geta þess ekki að bók hennar Raddir frá Chernobyl hafi verið nýtt við gerð þeirra.
08.06.2019 - 14:24
Rússar gera sína útgáfu af Tsjernobyl
Vegna vinsælda sjónvarpsþáttaraðar bandaríska framleiðandans HBO um kjarnorkuslysið í Tsjernobyl ætlar rússneska ríkissjónvarpið NTV að gera eigin þáttaröð um sama efni. Þar verður þó áherslum að einhverju leyti breytt, en í rússnesku útgáfuni verður njósnari úr bandarísku leyniþjónustunni CIA á staðnum þegar slysið verður.
08.06.2019 - 07:55
Viðtal
„Þessa atburði þarf ekkert að dramatísera“
Leikarinn Arnmundur Ernst hefur nýtt síðustu sólardagana í maí í að háma í sig þættina Chernobyl með gluggatjöldin dregin fyrir. Þættirnir eru sannsögulegir og byggja þeir á kjarnorkuslysinu sem skók heimsbyggðina árið 1986. Þættirnir hafa hlotið einróma lof áhorfenda og gagnrýnenda.
02.06.2019 - 13:49