Færslur: Charlottesville

Fjarlægðu styttu af suðurríkjahermanni í beinni
Borgaryfirvöld í Charlottesville í Virginíu-ríki Bandaríkjanna létu í dag taka niður styttu af suðurríkjahermanni sem stendur fyrir utan dómshús borgarinnar. Styttan var reist árið 1909, 44 árum eftir að borgarastríðinu lauk í landinu.
12.09.2020 - 14:41
Hlýtur annan dóminn fyrir Charlottesville-árás
Dómari í bænum Charlottesville í Virginíu hefur dæmt 22 ára gamlan nýnasista, James Fields, í ævilangt fangelsi, og 419 ár að auki, fyrir að aka bíl inn í hóp mótmælenda í bænum í ágúst 2017. Alríkisdómstóll hafði áður dæmt Fields í ævilangt fangelsi fyrir hatursglæp.
15.07.2019 - 21:00
Fréttaskýring
Tók yfir nýnasistahóp til að leysa hann upp
Það kom mörgum á óvart þegar það kvisaðist út á dögunum að James Hart Stern, 54 ára svartur Bandaríkjamaður, væri orðinn formaður einn­ar stærstu nýnas­ista­hreyf­ing­ar þar í landi. Markmið Stern er að leysa hreyfinguna upp innan frá en hann segist hafa komist til valda með því að leika á fyrrverandi formann.
05.03.2019 - 10:52
Dæmdur fyrir morð í Charlottesville
21 árs gamall maður, James Alex Fields yngri, var í kvöld dæmdur fyrir morð í Charlottesville í Bandaríkjunum. Hann ók bíl sínum inn í hóp mótmælenda í ágúst í fyrra með þeim afleiðingum að 32 ára kona lét lífið. Fields var einnig dæmdur sekur fyrir grófar árásir og fyrir að aka af slysavettvangi. 
Nefnd SÞ varar við málflutningi kynþáttahatara
Sameinuðu þjóðirnar vöruðu í dag við málflutningi kynþáttahatara í Bandaríkjunum. Stjórnvöld í Bandaríkjunum, hátt settir stjórnmálamenn og embættismenn eru hvattir til að hafna málflutningi kynþáttahatara, skýrt og afdráttarlaust.
23.08.2017 - 12:15
Styttum skákað til eftir tíðaranda
Deilur um minnismerki, eins og átökin um styttur manna úr Þrælastríðinu í Bandaríkjunum, má túlka sem mótmæli gegn ákveðnum persónum, eða þeim hugmyndum sem þær stóðu fyrir. Þetta segir bókmenntafræðingur sem fjallað hefur um merkingu táknmynda af þessu tagi. Hér á landi hefur styttum verið skákað til, eftir því sem tíðarandinn breytist.
22.08.2017 - 19:24
Fjarlægja tónlist nýnasista af Spotify
Steymisveitan Spotify er byrjuð að fjarlæga tónlist sem tengist nýnasisma. Eftir samkomu nýnasista og annarra kynþáttahatara í Charlottesville um síðustu helgi þar sem ung kona var myrt og 20 særðir fundust að minnsta kosti 37 hljómsveitir sem dreifa nasistaáróðri hjá streymisveitunni Spotify á Netinu.
17.08.2017 - 08:24
Trump kennir báðum hópum um óeirðir
Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í dag að báðir hópar þeirra sem tókust á í Charlottesville í Virgínu um helgina bæru sök á afleiðingum óeirðanna. Forsetinn varði blendin ummæli sín frá því á laugardag, þegar hann forðaðist að nefna samtök öfgaþjóðernissinna á nafn.
15.08.2017 - 21:53