Færslur: Charlie Hebdo

Fimm ár liðin frá hryðjuverkaárásinni í Nice
Frakkar minnast þess í dag að fimm ár eru liðin frá hryðjuverkaárás í borginni Nice sem varð 86 manns að bana. Hryðjuverkaógnin er enn viðvarandi í landinu.
Franskir hermenn féllu í Malí
Tveir franskir hermenn fórust þegar bifreið þeirra var ekið yfir sprengju í norðausturhluta Malí í gær. Einn særðist en er ekki í lífshættu.
03.01.2021 - 03:01
Fjórir ákærðir vegna árásar með kjötexi
Lögregluyfirvöld í Frakklandi hafa fjóra Pakistani í haldi grunaða um aðild að árás skammt frá skrifstofum skoptímaritsins Charlie Hebdo í september. Landi þeirra réðist þá á fólk með kjötexi, að eigin sögn vegna endurbirtingar umdeildra skopmynda tímaritsins. Tvennt særðist í árásinni.
19.12.2020 - 02:55
Fangelsisdómar vegna Charlie Hebdo-árásarinnar
Tveir einstaklingar voru í dag dæmdir til 30 ára fangelsisvistar í Frakklandi fyrir hlutdeild sína í árásinni á skrifstofur tímaritsins Charlie Hebdo í París og árás á verslun í eigu gyðinga í borginni í janúar 2015.
16.12.2020 - 21:33
Smit í hópi ákærðra seinka Charlie Hebdo-réttarhöldum
Réttarhöldum í tengslum við árásina á ritstjórn franska tímaritsins Charlie Hebdo hefur verið frestað um minnst eina viku vegna COVID-19 smita í hópi hinna ákærðu. Fjórtán eru ákærð fyrir að hafa verið í vitorði með illvirkjunum þremur sem myrtu samtals 17 manns í og eftir árásina á Charlie Hebdo í París í janúar 2015.
Fjórir handteknir vegna morðsins á franska kennaranum
Fjórir voru handteknir í Frakklandi í nótt, grunaðir um tengsl við mann sem myrti kennara í París í dag. Kennarinn, sem hafði sýnt skopmyndir af Múhammeð spámanni í kennslustund, var hálshöggvinn við skólann sem hann starfaði í.
16.10.2020 - 23:55
Segir árásina augljóslega hryðjuverk
Franski innanríkisráðherrann Gerald Darmanin segir hnífaárásina í París í gær augljóslega hafa verið framda af íslömskum hryðjuverkamönnum. Átján ára maður af pakistönskum uppruna var handtekinn, grunaður um að hafa stungið konu og karl fyrir utan skrifstofuhúsnæði í borginni. Sex til viðbótar eru í varðhaldi að sögn fréttastofu BBC og verða yfirheyrðir vegna málsins. 
26.09.2020 - 03:30
Al-Kaída hafa í hótunum við Charlie Hebdo á ný
Al-Kaída-hryðjuverkanetið hótar ritstjórn franska skopmyndablaðsins Charlie Hebdo að láta aftur til skarar skríða gegn starfsfólki þess líkt og gert var árið 2015.
11.09.2020 - 19:22
Réttarhöld hafin vegna árásar á Charlie Hebdo
Í morgun hófust í París réttarhöld yfir mönnum sem sakaðir eru um aðild að árásinni á skrifstofur tímaritsins Charlie Hebdo og verslun í eigu gyðinga í austurhluta borgarinnar í janúar 2015. Sautján létu lífið í árásunum tveimur.
02.09.2020 - 08:32
Skopmyndir af Múhameð birtar í Charlie Hebdo á ný
Á morgun hefjast í París réttarhöld yfir fjórtán mönnum sem grunaðir eru um aðild að árásinni á skrifstofur tímaritis Charlie Hebdo fyrir rúmum fimm árum, þar sem tólf létu lífið. Af því tilefni birtir tímaritið á ný umdeildar myndir af spámanninum Múhameð sem urðu kveikjan að ódæðisverkunum.
01.09.2020 - 12:03
Réttað yfir sökunautum Charlie Hebdo-árásarmanna
Réttað verður yfir fjórtán einstaklingum sem grunaðir eru um aðild að Charlie Hebdo-árásunum í París 2015 á miðvikudaginn í næstu viku. Reuters greinir frá þessu.
28.08.2020 - 15:24
Ákærður fyrir aðild að Charlie Hebdo árás
Maður sem grunaður er um að hafa tekið þátt í að skipuleggja árásina á skrifstofur franska skopmyndablaðsins Charlie Hebdo var ákærður í Frakklandi í dag. Hann var handtekinn í Djibouti fyrr í mánuðinum og framseldur þaðan til Frakklands. Þangað kom hann í morgun í hendur franskra yfirvalda.
24.12.2018 - 01:51
Tíu í haldi vegna árásar í París 2015
Tíu eru í haldi í tengslum við rannsókn á árás á verslun í eigu gyðinga í París í janúar 2015. Fréttastofan AFP hefur eftir heimildarmönnum tengdum rannsókninni. 
26.04.2017 - 13:55
Þeir sem sleppa lífs
Sigurbjörg Þrastardóttir fór út í heim og þegar hún kom heim aftur sátu tvær ólíkar bækur eftir í huga hennar. Í pistli í Víðsjá sagði Sigurbjörg frá bókunum en um þær má lesa hér eða hlusta á pistilinn í spilaranum.
Hollande heimsækir helstu mosku Parísar
Francois Hollande, forseti Frakklands, heimsótti í dag helstu mosku Parísarborgar. Þess er minnst í dag að ár er liðið frá árásunum á ritstjórnarskrifstofur Charlie Hebdo og verslun í eigu gyðinga í París. 17 féllu í árásunum. Ekki var tilkynnt um heimsókn Hollande í moskuna fyrir fram. Fyrr um daginn hafði hann tekið þátt í athöfn vegna þess að ár er liðið frá samstöðufundi einnar og hálfrar milljónar manna, sem efnt var til eftir árásirnar.
10.01.2016 - 12:05
Ár frá árásum á Charlie Hebdo
Frakkar minnast þess í dag að ár er síðan tveir vopnaðir menn réðust inn í skrifstofur tímaritsins Charlie Hebdo í París og skutu ellefu til bana og særðu ellefu.
07.01.2016 - 09:13
Frakkar minnast fórnarlamba árása fyrir ári
Francois Hollande, forseti Frakklands, afhjúpaði í morgun veggskjöld til minningar um þá sem létust í árásinni á skrifstofur tímaritsins Charlie Hebdo í París fyrir ári.
05.01.2016 - 09:52
Norðmenn mega lasta guð
Norðmenn geta frá og með deginum í dag lastað hverja þá guði og gyðjur sem þeim sýnist án þess að eiga yfir höfði sér ákærur eða refsingar af hálfu hins opinbera. Í gær samþykkti norska stórþingið endanlega breytingar á refsilöggjöfinni sem fólu í sér að grein 142 var felld úr lögunum.
06.05.2015 - 05:31