Færslur: Charles Michel

Gagnrýnir eldflaugaskot N-Kóreumanna harðlega
Charles Michel, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins gagnrýnir harðlega eldflaugaskot Norður-Kóreumanna yfir Japan í nótt. Hann segir að skotið hafi verið viljandi tilraun til að ógna öryggi í Japan.
04.10.2022 - 07:52
G7-fjölskyldan ræðir um Rússa og loftslagsmál
Í morgun stilltu leiðtogar G7-ríkjanna - Japans, Þýskalands, Bretlands, Bandaríkjanna, Frakklands, Kanada og Ítalíu - sér upp á lítinn pall í Þýskalandi, fyrir hina svokölluðu G7-fjölskyldumynd. Með þeim stóðu leiðtogar Evrópusambandsins.
26.06.2022 - 16:33
Sendifulltrúi Rússa gekk út af fundi öryggisráðsins
Sendifulltrúi Rússa hjá Sameinuðu þjóðunum, Vassily Nebenzia, gekk út af fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í dag. Þá var innrásin í Úkraínu til umræðu og fast var skotið að Rússum vegna yfirvofandi fæðuskorts.
Draga úr olíuinnflutningi frá Rússlandi um 90%
Evrópusambandið mun draga úr olíuinnflutningi til Evrópu frá Rússlandi um 90% fyrir árslok. Frá þessu greinir Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins tilkynnti á Twitter.
Utanríkisráðherra Bretlands vill tryggja Moldóvu vopn
Utanríkisráðherra Bretlands segir afar brýnt að tryggja Moldóvu, einum næsta nágranna Úkraínu nútímavopn. Hún óttast yfirgang Rússa á svæðinu. Leiðtogi Bosníu-Serba vill ekki taka þátt í þvingunaraðgerðum vesturlanda.
Talsverður efnahagssamdráttur í Úkraínu
Endurreisnar- og þróunarbanki Evrópu spáir að efnahagur Úkraínu skreppi saman um næstum þriðjung á þessu ári vegna innrásar Rússa í landið. Bankinn gerir þó ráð fyrir að efnahagurinn styrkist að nýju um 25 af hundraði á næsta ári.
Enn eru hertar þvinganir boðaðar í garð Rússa
Úkraínuforseti segir að Rússar eigi eftir að finna harkalega fyrir þeim viðskiptaþvingunum sem nú eru í bígerð af hálfu Evrópusambandsins. Þar með verður til sjötti liður í aðgerðum sambandsins vegna innrásarinnar í Úkraínu. Forsætisráðherra Bretlands segir erfitt að treysta Rússlandsforseta.
„Úkraína á heima í þessarri evrópsku fjölskyldu“
Charles Michel forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins segir að skref verði stigin án tafar til að tryggja vinabönd og stuðning við vegferð Úkraínu inn í Evrópu. Umsókn Úkraínu um aðild að sambandinu fær þó ekki sérstaka hraðmeðferð líkt og farið var fram á.
Aserbaísjan
Sleppa armenskum föngum til að liðka fyrir viðræðum
Yfirvöld í Aserbaísjan leystu átta armenska fanga úr haldi á mánudag og leyfðu þeim að halda til síns heima, eftir fund forseta landsins með Frakklandsforseta og forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins. Í frétt AFP segir að frelsun fanganna hafi verið liður í því að greiða fyrir áframhaldandi viðræðum Asera við Frakka og Evrópusambandið um lausn á landamæradeilum þeirra við nágranna sína í Armeníu.
08.02.2022 - 03:42
Segir sófaklúðrið til marks um kynjamisrétti
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, segir að sér hafi sárnað það þegar henni var ekki ætlaður sérstakur stóll á fundi með Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, fyrr í apríl. Hún segir atburðinn augljóst dæmi um kynjamisrétti.
Svefnlausar nætur eftir fund með Tyrklandsforseta
Forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins segist hafa átt margar svefnlausar nætur síðan hann sat fund með Tyrklandsforseta fyrr í vikunni. Hann segist sjá eftir því að hafa ekki eftirlátið Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB, eina stólinn sem í boði var á fundinum.
Tyrkir kenna ESB um stólaklúðrið
Utanríkisráðherra Tyrklands lýsti því yfir í dag að uppröðun sæta á fundi Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Charles Michel, forseta leiðtogaráðs sambandsins með Erdogan Tyrklandsforseta á þriðjudag hafi verið samkvæmt tilmælum frá sambandinu.
Hart lagt að Rússum að láta Navalny lausan
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir sér mjög brugðið yfir handtöku rússneska andófsmannsins Alexei Navalnys í dag. Guðlaugur hvetur rússnesk yfirvöld til að láta hann umsvifalaust lausan og láta allt uppi sem þau vita um eiturárásina á andófsmanninn.
Breska þingið samþykkir lög um framtíðarsamskipti
Breska þingið samþykkti í gær, miðvikudag, löggjöf sem lýtur að framtíðarsamskiptum við Evrópusambandið. Þingið var kallað til starfa úr jólafríi til að ræða og greiða atkvæði um lögin sem voru afgreidd á mettíma.
Viðskiptasamningur undirritaður í dag
Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og Charles Michel forseti leiðtogaráðs sambandsins undirrita 1246 blaðsíðna viðskipta- og samvinnusamning við Bretland klukkan hálf níu í dag.
Glæparannsókn í Hvíta-Rússlandi vegna andófshóps
Glæparannsókn er hafin í Hvíta-Rússlandi vegna þess sem stjórnvöld kalla tilraunir stjórnarandstöðunnar til að hrifsa völdin. Alexander Lukasjenkó gerir enn allt hvað hann getur til að treysta völd sín eftir umdeildar forsetakosningar fyrr í mánuðinum.
Sögulegt samkomulag í Brussel
Leiðtogar Evrópusambandsins hafa komist að samkomulagi um fjárhagslegan stuðning við þau ríki sambandsins sem illa hafa orðið úti í kórónuveirufaraldrinum.
Myndskeið
Höfðar til samvisku leiðtoganna
Forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins lagði síðdegis fram nýja miðlunartillögu í tilraun til að leysa ágreining á leiðtogafundi sambandsins.
20.07.2020 - 19:24
Ekkert samkomulag í Brussel
Enn hefur ekki náðst samkomulag meðal leiðtoga Evrópusambandsríkja um fyrirkomulag bjargráðasjóðs vegna COVID-19 farsóttarinnar.