Færslur: CERT-IS

Innbrotið í gagnakerfi Strætó enn til rannsóknar
Rannsókn sérfræðinga Syndis og Advania stendur enn yfir á innbroti tölvuþrjóta í netkerfi Strætó. Framkvæmdastjóri Strætó segir ekkert tjón hafa orðið en segir vont að hafa misst persónulegar upplýsingar í hendur óprútttinna manna.
Morgunútvarpið
Aukin pressa á að fylgjast með grunsamlegri hegðun
Aukin pressa er á alla rekstraaðila að fylgjast með allri grunsamlegri hegðun á innri kerfum vefþjónum og netkerfum. Þetta er mat sviðsstjóra netöryggissveitarinnar CERT-IS. Nú eru tvær vikur síðan óvissustigi almannavarna var aflétt vegna LOG4j öryggisgallans.
Fjöldi árásartilrauna sem tengjast log4j á hverjum degi
Tölvuþrjótar gera enn fjölda tilrauna til árása á íslenska rekstraraðila á hverjum degi þar sem veikleiki í kóðasafninu log4j er nýttur. Þetta segir Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstöðumaður netöryggissveitarinnar CERT-IS.
05.01.2022 - 13:17
Þrír nýir veikleikar viðhalda óvissustigi
Óvissustig vegna Log4j tölvukóðas er áfram í gildi eftir að nýir veikleikar uppgötvuðust í kóðasafninu. Enn er mikið um tilraunir til árása sem byggja á veikleikanum, kemur fram í fréttatilkynningu frá almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra. Guðmundur Arnar Sigmundsson, sviðsstjóri netöryggissveitarinnar CERT-IS segir mikilvægt að stofnanir og rekstraraðilar uppfæri kerfi sín sem fyrst.
Spegillinn
Hættuleg glufa inn í tölvukerfi enn opin
Um helgina varaði netöryggissveitin CERT-IS við því að herjað væri á íslenska innviði erlendis frá; reynt að finna þjóna og kerfi sem væru mögulega berskjölduð fyrir árásum tölvuþrjóta vegna galla í kóðasafni.  Svipað mál kom upp í haust, fjöldi fyrirtækja lenti þá í hremmingum þegar hrappar nýttu sér veikleika til að taka gögn í gíslingu. Guðmundur Arnar Sigmundsson forstöðumaður CERT-IS segir að gallinn hafi uppgötvast í kóðasafni sem margir þeirra sem bjóða þjónustu á netinu nýta. 
13.12.2021 - 16:48
Spegillinn
Siðprúðir hakkarar brjótist inn í tölvukerfi
Íslendingar eru aftarlega á merinni í tölvuöryggismálum og siðprúðir hakkarar ættu að vera fengnir til að finna öryggisgalla í kerfum hins opinbera. Þetta segir Theódór R. Gíslason, tæknistjóri hjá tölvuöryggisfyrirtækinu Syndis. Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstöðumaður netöryggissveitarinnar CERT-IS segir að tölvuárásum hafi fjölgað og afleiðingar þeirra séu orðnar afdrifaríkari.