Færslur: CCP

Einn starfsmaður CCP smitaður, var á Irishman pub
Einn starfsmaður CCP á Íslandi greindist með virkt COVID-19 smit í gær og hafa átta aðrir starfsmenn verið skimaðir og sendir í sóttkví. Sigurður Stefánsson, fjármálastjóri CCP, staðfestir þetta við fréttastofu. Fyrir liggur að viðkomandi starfsmaður fór á Irishman pub síðstliðinn föstudag.
18.09.2020 - 10:54
„Vísindamennirnir eru í losti yfir þessu“
Leikmenn tölvuleiksins EVE-online leggja vísindamönnum lið í baráttunni gegn kórónuveirunni. Íslenski leikjaframleiðandinn CCP vinnur í samstarfi við vísindamenn í Kanada, Bandaríkjunum og Ítalíu og leikmenn hjálpa til við að flokka gögn sem nýtast til þess að skilja hvernig veiran leggst á líkamann. Í framhaldi stefna þeir svo á að taka þátt í að rannsaka hvernig mótefni líkamans berst gegn veirunni.  
02.07.2020 - 21:31
Leikjafyrirtæki ekki krútt heldur alvöru virði
Suðurkóreskt leikjafyrirtæki hefur keypt tölvuleikjaframleiðandann CCP fyrir 46 milljarða króna. Íslensk leikjafyrirtæki eru ekki bara eitthvert krútt, segir sérfræðingur, heldur alvöru virði fyrir þjóðfélagið. Það sem af er ári hefur verið fjárfest fyrir tvo milljarða króna í leikjafyrirtækjum hér. 
06.09.2018 - 18:47
Innlent · CCP
Fékk nammi í reðurlíki frá reiðum EVE-spilara
Þeir sem lifa og hrærast í tölvuleik íslenska fyrirtækisins CCP, EVE Online, eru íhaldssamir og ekki par hrifnir af því þegar gerðar eru breytingar á leiknum. Þeir hika þá ekki við að láta stjórnendur leiksins fá það óþvegið. Því fékk leikjahönnuður fyrirtækisins að kynnast í vikunni þegar reiður spilari leiksins sendi honum tvo poka af nammi-gúmmíi og innibombu sem áttu það eitt sameiginlegt að líta út eins og karlmannslimur.
29.06.2017 - 14:16