Færslur: Capitol Hill

Trump: „Líklega væri réttast að hengja Pence“
Donald Trump fyrrum Bandaríkjaforseti er talinn hafa sagt að „líklega væri réttast að hengja Pence,“ við þáverandi starfsmannastjóra Hvíta hússins, Mark Meadows.
05.06.2022 - 18:04
Rannsaka hvort sprengja leynist í bíl við Capitol-hæð
Lögreglan á Þinghúshæð í Washington rannsakar nú hvort sprengja kunni að leynast í mannlausri bifreið sem stendur nærri byggingu sem hýsir bókasafn þingsins.
19.08.2021 - 14:58
New Yorker birtir lygilegt myndband innan úr þinghúsinu
Fréttavefur New Yorker birti í dag 12 mínútna langt myndskeið sem var tekið innan úr þinghúsinu í Washington 6. janúar. Fyrrverandi hermaður og fréttaritari New Yorker, Luke Mogelson, var viðstaddur ræðu Bandaríkjaforseta við National Mall þann dag, og var búinn undir það að óeirðir mundu brjótast út.
17.01.2021 - 18:47
Bandaríkin vígbúast gegn eigin borgurum
Öll 50 ríki Bandaríkjanna eru á viðbúnaðarstigi vegna boðaðra mótmæla og átaka um helgina og næstu daga í tengslum við vígsluathöfn Joe Bidens, verðandi forseta. Athöfnin verður á miðvikudag og biðlar borgarstjóri Washington DC til landsmanna að mæta ekki á staðinn, heldur fylgjast með að heiman. Mestur viðbúnaður er í höfuðborginni, en alríkislögreglan (FBI) hefur látið vita af mögulegum vopnuðum mótmælum í höfuðborgum allra ríkja landsins. 20.000 hermenn hafa verið sendir til Washington.
17.01.2021 - 10:04