Færslur: capacent

Lítið fékkst upp í kröfur hjá Capacent
Skiptum á þrotabúi Capacent er lokið og lítið fékkst upp í lýstar kröfur í búið. Einungis 5,42 prósent fengust upp í forgangskröfur en ekkert upp í almennar kröfur.
03.06.2021 - 10:25
Spegillinn
„Engin raunveruleg stjórnsýsla í loftslagsmálum“
Það háir öllum aðgerðum stjórnvalda, fyrirtækja og heimila í loftslagsmálum að ekki liggur fyrir skýr sýn um hvernig Ísland hyggst standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar. Þetta kemur fram í drögum að skýrslu sem Capacent vinnur fyrir Loftslagsráð stjórnvalda. Fram kemur að stjórnsýslan sé um margt veik og óskilvirk og að eins og er bendi fátt til þess að Ísland eigi eftir að standa við markmið Parísarsamkomulagsins árið 2030 og markmið um kolefnishlutleysi fyrir árið 2040. 
Spegillinn
Nær ekki fyrri tekjum fyrr en 2024
Samkvæmt verðmati Capacent á Icelandair á félagið ekki eftir að ná sömu tekjum og það var með 2019 fyrr en 2024. Niðurstaða kjarasamninga skipti miklu máli fyrir framtíð félagsins og virði þess.
14.05.2020 - 10:30
 · Innlent · Icelandair · capacent · kjaramál
Stefna á jákvætt eigið fé í lok næsta árs
Framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs segir að stefnan sé að eigið fé þjóðgarðsins verði orðið jákvætt í lok næsta árs.