Færslur: Cannes

Rauða dreglinum velt fram á ný í Cannes
Stærsta og virtasta kvikmyndahátíð heims fer nú fram í Cannes í Frakklandi eftir meira en tveggja ára hlé. Vonir eru bundnar við að hátíðin gefi fyrirheit um bjartari tíma í kvikmyndabransanum eftir þrengingar í heimsfaraldri.
07.07.2021 - 14:52
Konur í meirihluta í Cannes - Spike Lee forseti
Búið er að tilkynna hverjir skipa dómnefnd alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Cannes árið 2021. Bandaríski leikstjórinn Spike Lee er formaður að þessu sinni en athygli vekur að konur eru þar í meirihluta.
24.06.2021 - 11:43
Kvikmynd Valdimars Jóhannssonar á aðaldagskrá í Cannes
Dýrið eftir Valdimar Jóhannsson hefur verið valin til þátttöku í Un Certain Regard keppni, sem er hluti af aðaldagskrá alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Cannes, sem fer fram dagana 6. - 17. júlí.
03.06.2021 - 11:17
Kvikmyndahátíðinni í Cannes frestað fram á sumar
Kvikmyndahátíðinni í Cannes í Frakklandi hefur verið frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Ætlunin er að halda hátíðina 6. til 17. júlí í sumar í stað daganna 11. til 22. maí í vor eins og til stóð.
Ingvar E. Sigurðsson verðlaunaður á Cannes
Ingvar E. Sigurðsson var í dag valinn besti leikarinn á Critics' Week hátíðinni í Frakklandi. Verðlaunin hlaut Ingvar fyrir hlutverk sitt í myndinni Hvítur, hvítur dagur.
22.05.2019 - 18:13
Viðtal
Hlynur frumsýnir á Cannes í dag
Kvikmyndahátíðin í Cannes stendur sem hæst um þessar mundir en á meðal þeirra mynda sem frumsýndar eru á hátíðinni í dag er myndin Hvítur, hvítur dagur í leikstjórn Hlyns Pálmasonar.
Stjörnum prýdd uppvakningamynd opnar Cannes
Kvikmynd Jims Jarmusch The Dead Don't Die, með Bill Murray, Chloë Sevigny, Adam Driver og Tildu Swinton í hlutverkum, verður opnunarmynd kvikmyndahátíðarinnar í Cannes í ár.
10.04.2019 - 16:17
Pólitísk spenna og sadistar á Cannes
Kvikmyndahátíðinni í Cannes lýkur í dag. Mikið hefur verið rætt um endurkomu danska leikstjórans Lars Von Trier sem sendur var í útlegð frá Cannes árið 2011, auk þess sem tveir leikstjórar, sem eiga myndir sem eru tilnefndar til Gullpálmans, fá ekki að fylgja myndum sínum á hátíðina og eru í farbanni frá heimalöndum sínum.
19.05.2018 - 12:48
Í kapphlaupi við móður náttúru
María Thelma Smáradóttir hefur vakið mikla athygli undanfarið en hún leikur eitt aðalhlutverkanna í kvikmyndinni Artic sem að var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes í síðustu viku.
Verk Von Triers vekur viðbjóð á Cannes
Nýjasta mynd danska leikstjórans Lars Von Triers hefur vakið hörð viðbrögð og, ef marka má lýsingar frumsýningargesta, viðbjóð. The House that Jack Built er spennumynd með kolsvörtum húmor og var hún frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes í Frakklandi um helgina.
Myndskeið
Daginn eftir frumsýningu í Cannes
Mynd Benedikts Erlingssonar, Kona fer í stríð, var heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes um helgina. Benedikt og félagar héldu dagbók dagana í kringum frumsýninguna og leyfa Íslendingum að skyggnast í hana.
15.05.2018 - 10:05
Talið niður í frumsýningu í Cannes
Mynd Benedikts Erlingssonar, Kona fer í stríð, var heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes um helgina. Benedikt og félagar héldu dagbók dagana í kringum frumsýninguna og leyfa Íslendingum að skyggnast í hana.
13.05.2018 - 16:15
Sjö sjóðheitar myndir í Cannes
Kvikmyndahátíðin í Cannes hófst í vikunni og stendur yfir til 18. maí. Ástralska leikkonan Cate Blanchett er formaður dómnefndar að þessu sinni og 19 kvikmyndir keppa um Gullpálmann. Hér eru sjö spennandi myndir sem frumsýndar verða innan og utan keppni á hátíðinni.
12.05.2018 - 17:26
Gagnrýni
Æðislega hræðileg draugasaga um frelsið
Personal Shopper hlaut tilnefningu til Gullpálmans í Cannes, og fékk verðlaun fyrir bestu leikstjórn á sömu hátíð. Þrátt fyrir það var púað á myndina þegar hún var frumsýnd, gagnrýnendur hlógu og gengu jafnvel út, á meðan aðrir sátu sem negldir ofan í sætin, agndofa yfir meintri snilli franska leikstjórans Oliviers Assayas og leikkonunnar Kirsten Stewart.
Kvikmyndahátíðin í Cannes í hart við Netflix
Kvikmyndahátíðin í Cannes hefur nú brugðist við kvörtunum franskra kvikmyndahúseiganda og sett það sem skilyrði fyrir þátttökurétt í keppninni að myndir séu fyrst sýndar í frönskum kvikmyndahúsum.
15.05.2017 - 15:21
 · Netflix · Cannes
Á trúnó með Isabellu Rosselini í Cannes
Grímur Hákonarson fór á trúnó með formanni Dómnefndar í Cannes eftir að Hrútar fengu 1. verðlaunin.
25.05.2015 - 12:14