Færslur: Byssulöggjöf

Hæstiréttur Bandaríkjanna
Bannað að banna fólki að bera byssur á almannafæri
Hæstiréttur Bandaríkjanna komst í gær að þeirri niðurstöðu að rúmlega aldargömul löggjöf í New York-ríki, sem takmarkar heimildir fólks til að bera skotvopn á almannafæri, stangist á við annan viðauka stjórnarskrárinnar. Úrskurðurinn setur svipaða löggjöf í öðrum ríkjum Bandaríkjanna í uppnám og er mikið högg fyrir þau öfl sem vinna að því að draga úr byssuofbeldi þar í landi.
Báðir flokkar sammælst um drög að hertri byssulöggjöf
Hópur öldungadeildarþingmanna úr báðum flokkum hefur sammælst um frumvarpsdrög um herta byssulöggjöf í Bandaríkjunum. Verði frumvarpið samþykkt verður það viðamesta frumvarp tengt harðri byssulöggjöf til að fara í gegnum öldungadeildina í áratugi.
12.06.2022 - 18:00
Aldur til kaupa á AR-15 hækkaður í 21 ár í New-York
Kathy Hochul, ríkisstjóri New York ríkis, skrifaði í dag undir lagafrumvarp sem kveður á um hert aðgengi að skotvopnum í ríkinu. Frumvarpið gekk greiðlega í gegnum báðar deildir þings New York ríkis í liðinni viku.
Þrír létu lífið í skotárás í Iowa
Þrír létust í skotárás í Iowa í Bandaríkjunum í dag. Ódæðismaðurinn skaut tvær konur til bana á bílastæði við kirkju og svipti sig svo lífi, að sögn lögreglunnar í Iowa.
Biden ávarpar þjóð sína vegna skotárása – „Nóg komið!“
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, ávarpaði bandarísku þjóðina í dag í tilfinningaþrunginni ræðu. Hann ítrekaði ákall til löggjafans um að herða skotvopnalög í landinu og minnti á fórnarlömb mannskæðra skotárása á síðustu vikum.
Fjórir látnir eftir skotárás á sjúkrahúsi í Oklahoma
Fjórir létust eftir skotárás í Oklahoma-ríki í Bandaríkjunum í gærkvöld, miðvikudag. Maður vopnaður hríðskotabyssu og skammbyssu er sagður hafa hafið skothríð inni í Sankti Francis sjúkrahúsinu í borginni Tulsa og skotið þrjá til bana.
02.06.2022 - 00:34
Mikil umfjöllun um skotárásir leiði til fleiri árása
Stjórnmálafræðingur segir að mikil fjölmiðlaumfjöllun um skotárásir virðist oft leiða af sér fleiri skotárásir. Átján ára piltur myrti minnst nítján börn og tvo kennara í grunnskóla í Texas í Bandaríkjunum á þriðjudag, viku eftir mannskæða skotárás í Buffalo.
Þingmaður vill gera aðgengi að skotvopnum erfiðara
Þingmaður vill herða vopnalöggjöf í Grænlandi til verndar börnum og þeim sem eiga við andlega erfiðleika að stríða. Lögreglan í landinu viðurkennir vandann en allmörg dæmi eru um að börn hafi orðið fyrir voðaskoti og látið lífið. Tíðni sjálfsvíga er jafnframt einhvers sú mesta í heimi.
Lögregla má sækja vopn þeirra sem sviptir eru leyfi
Mjög strangar reglur um gilda um vopnaeign á Íslandi. Lögreglustjóri afturkallar leyfi þeirra sem af einhverjum ástæðum uppfylla ekki lengur lagaskilyrði til skotvopnaleyfis. Lögregla hefur þá heimild til að sækja vopn inn á heimili án dómsúrskurðar.
Spegillinn
Mexíkóstjórn í mál við bandaríska byssuframleiðendur
Stjórnvöld í Mexíkó hafa höfðað mál á hendur nokkrum bandarískum byssuframleiðendum fyrir dómstóli í Bandaríkjunum. Þau saka framleiðendurna um að auðvelda sölu á vopnum til eiturlyfjagengja í Mexíkó. Hryllileg ofbeldis- og morðalda hefur gengið yfir landið undanfarin 15 ár. 
01.09.2021 - 14:12
Hærri aldurstakmörk byssukaupa dæmd ólögleg
Áfrýjunardómstóll í Bandaríkjunum hefur komist að þeirri niðurstöðu að 21 árs aldurstakmark á sölu skotvopna í landinu brjóti gegn stjórnarskránni. Allir fullorðnir eigi að hafa rétt til að kaupa skotvopn.
14.07.2021 - 13:56