Færslur: byssueign

Einn fallinn og tólf særð eftir skotárásir í Arizona
Einn liggur í valnum og á annan tug særðust í skotárásum víða í nágrenni Phoenix-borgar í Arizona í gær. AFP fréttaveitan greinir frá því að lögregla hafi mann í haldi sem grunaður er um að hafa ekið um og hafið skothríð á minnst átta stöðum með framangreindum afleiðingum.
18.06.2021 - 00:43
Aflétti 30 ára banni á árásarvopnum
Alríkisdómstóll í Bandaríkjunum felldi í gær úr gildi bann við árásarvopnum sem hafði verið í gildi í Kaliforníu í þrjá áratugi. Gavin Newsom ríkisstjóri Kaliforníu fordæmir ákvörðun dómarans og segir að málinu verði áfrýjað.
05.06.2021 - 11:10
Myndskeið
Nærri 4.000 skammbyssur í einkaeigu á Íslandi
Nærri 4.000 skammbyssur eru skráðar í einkaeigu á Íslandi. Alls eiga Íslendingar um 70.000 lögleg skotvopn og þar eru haglabyssur langvinsælastar. Sjö byssur voru tilkynntar stolnar í fyrra, sem er töluvert minna en undanfarin ár.
22.02.2021 - 22:15
Innlent · byssueign · Skotvopn · Vopn
Fjöldamorðingi bíður dóms í Christchurch
Dómsuppkvaðning yfir Brenton Tarrant sem varð 51 múslima að bana í tveimur moskum á Nýja Sjálandi á síðasta ári, er hafin í Christchurch.
Stjórnmálamenn styðja vopnaburð leikskólabarna
Breski grínistinn Sacha Baron Cohen sem þekktur er fyrir að bregða sér í alls konar gervi og blekkja fólk, einkum sem klaufalegi Kasakinn Borat, frumsýndi í gær nýjan þátt. Sá nefnist Who is America? eða Hver er Ameríka? Brot úr þættinum, sem birt var á Youtube, sýnir fjölmarga áhrifamenn í bandarískum stjórnmálum samsinna nýju hliðarsjálfi Cohens, ísraelska ofurstanum Erran Morad, um ágæti þess að þjálfa leikskólabörn í vopnaburði.
16.07.2018 - 16:49
Styður endurbætur á reglum um byssukaup
Vaxandi þrýstingur er á bandaríska stjórnmálamenn að þeir herði reglur um byssukaup, eftir fjöldamorðin í skóla í Flórída í síðustu viku. Bandaríkjaforseti gaf í dag til kynna að hann styddi endurbætur sem þingmenn Repúblikana og Demókrata hafa lagt til um að herða eftirlit með skráningu afbrota sem geta leitt til þess að viðkomandi fái ekki að festa kaup á skotvopni.
19.02.2018 - 18:40