Færslur: Byrlun

Bragðaði á drykk sem mögulega hafði verið átt við
Lögregla og sjúkralið voru kölluð að Stúdentakjallaranum í gærkvöld eftir að kona sem var gestkomandi á staðnum lognaðist út af. Grunur lék á að konunni hefði verið byrlað og til að sannreyna það ákvað rekstrarstjóri staðarins að bragða sjálfur á drykknum.
25.11.2021 - 10:57
Viðtal
Fannst meðvitundarlaus á skemmtistað á Akureyri
Lögreglan á Akureyri rannsakar nú hvort fjórum hafi verið byrluð ólyfjan á skemmtistöðum bæjarins undanfarnar tvær helgar. Ung kona sem var flutt meðvitundarlaus á sjúkrahús um helgina hvetur ungt fólk til að vera meira vakandi úti á lífinu.
02.11.2021 - 10:50
Viðtal
Lögregla í samstarf við bráðamóttöku varðandi byrlanir
Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir tilkynningum um byrlun ólyfjanar á skemmtistöðum ekki hafa fjölgað undanfarið. Aukin umfjöllun í fjölmiðlum geti þó leitt til þess að fleiri tilkynningar berist, sem sé hið besta mál að hennar sögn. Lögreglan hóf í síðustu viku samstarf við bráðamóttökuna um hvernig best sé að bregðast við þessum málum.
„Ekki tekið blóðsýni nema rannsókn sé hafin“
Það er ekki tekið blóðsýni, þegar grunur er um byrlun nema rannsókn sé hafin segir Hrönn Stefánsdóttir verkefnastjóri neyðarmótttöku kynferðisbrota. Hún segir þurfa samfélagslegt átak til þess að uppræta þessi brot og þurfi að beina sjónum að gerendum.
Telur aldrei hafa verið sakfellt fyrir að byrla ólyfjan
Umræða á samfélagsmiðlum um byrlun svokallaðra nauðgunarlyfja getur bent til þess að slíkt sé að færast í aukana, að sögn Ævars Pálma Pálmasonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns á kynferðisbrotadeild lögreglunnar. Hann segist ekki vita til þess að nokkurn tímann hafi verið sakfellt fyrir að fólki sé byrluð ólyfjan á Íslandi.