Færslur: Byggingarlist

Arkitektinn Richard Rogers er látinn
Breski arkitektinn Richard Rogers er látinn áttatíu og átta ára að aldri. Hann lést í svefni í gærkvöldi að því er fram kemur í tilkynningu frá almannatengslafyrirtækinu Matthew Freud.
19.12.2021 - 07:12
„Ég ætlaði að verða smiður“
Í þættinum „Ég ætlaði að verða smiður“ er fjallað um byggingarlist Manfreðs Vilhjálmssonar.
25.12.2019 - 13:00
Víðsjá
Hvernig komst einn maður yfir þetta allt?
„Það þekkja allir þessar byggingar, þær eru margar orðnar tákn fyrir stofnanir og staði; Háskóli Íslands, Hallgrímskirkja er eitt helsta tákn Reykjavíkur og Akureyrarkirkja fyrir Akureyri. En það eru kannski færri sem gera sér grein fyrir því að sami maðurinn hafi skapað öll þessi form,“ segir Pétur Ármannsson arkitekt og fræðimaður um gríðarlegt lífsstarf Guðjóns Samúelssonar, húsameistara ríkisins.
07.11.2019 - 09:21
Lokatakmarkið er byggingin
Hundrað ár eru liðin frá því að Bauhausskólinn var stofnaður í Weimar í Þýskalandi. Hjálmar Sveinsson segir frá skólanum, sem hafði mikil áhrif og skapaði grundvöll nútíma hönnunar og arkitektúrs.
Myndir
Keisari japansks arkitektúrs verðlaunaður
Arata Isozaki hlaut í gær Pritzker-verðlaunin, ein þau virtustu sem veitt eru arkitektum í heimi.
06.03.2019 - 11:22
Einræði eða lýðveldi í borginni?
Í pistli sínum í Víðsjá um borgarmál og arkitektúr velti Guja Dögg Hauksdóttir arkitekt fyrir sér hvort einræði eða lýðveldi virkaði betur þegar kæmi að borgarmyndun. Hugleiðingarnar má heyra og lesa hér.
17.05.2018 - 15:50
Pistill
Ný íslensk menningarhús
Tvö menningarhús (eitt risið en annað sem enn er draumsýn) munu móta umhverfið á Melunum í vesturbæ Reykjavíkur á næstu árum. Í fimmta pistli sínum um staði og staðleysu í borgarlandslaginu í aðdraganda sveitastjórnarkosninga fjallaði Guja Dögg Hauksdóttir um Veröld og Hús íslenskra fræða. Pistilinn má heyra hér.
19.04.2018 - 08:00
Bygging er ekki bara bygging
„Við getum haft áhrif á byggingar og þær geta haft áhrif á okkur.“ Aðalheiður Atladóttir arkitekt sagði Víðsjá frá verkunum sem breyttu lífi hennar.
02.02.2018 - 12:34
Ljóðrænt rými stórborgarinnar
Í fimm pistlum fjallar Sigrún Alba Sigurðardóttir, menningarfræðingur og lektor við Listaháskóla Íslands, um Kaupmannahöfn sem góðan íverustað og leitar svara við því hvers vegna Kaupmannahöfn sé vel heppnuð borg. Útgangspunkturinn eru gönguferðir hennar og 8 ára barns um stórborgina – í bland við kenningar borgarfræðinnar.
Fegurð og ljótleiki í borgarskipulagi
Gunnar Ólafur Haraldsson hagfræðingur færir fyrir því rök í bók Bjarna Reynarssonar, Reykjavík á tímamótum, að í hagfræðilegum skilningi sé ljótleiki mengun af manna völdum.
15.09.2017 - 15:00
Tekur við kyndlinum sem tenging við umheiminn
Hús sem gert er í nafni Vigdísar Finnbogadóttur verður að vera góður granni, segir Kristján Garðarsson, hönnunarstjóri vinningstillögunnar að húsi stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur, sem opnað verður við hátíðlega athöfn á sumardaginn fyrsta. 
Hús sem fólk elskar að hata
Það stóð löngum styr um Ráðhús Reykjavíkur í aðdraganda byggingar þess á 9. áratugnum og eftir að það var tekið í notkun 1994. Deilurnar um ráðhúsið byrjuðu raunar mun fyrr segir Hildigunnur Sverrisdóttir, arkitekt, en upphaflega var gert ráð fyrir mun stórtækari breytingum á umhverfinu í kringum Reykjavíkurtjörn.
26.03.2017 - 15:43
Arkitektar vilja opnari þingstörf í nýju húsi
Alþingismenn eiga að vera sýnilegir vegfarendum utan frá og hver öðrum, segja hjónin og arkitektarnir Margrét Harðardóttir og Steve Christer hjá Studio Granda. Þau eru höfundar vinningstillögu í hönnunarsamkeppni um nýbyggingu á Alþingisreit milli Kirkju- og Vonarstrætis.
27.01.2017 - 10:51
Sigvaldahúsin í bænum
Arkitektinn Sigvaldi Thordarson var bæði afkastamikill og listfengur á sinni stuttu starfsævi og hús hans setja mikinn svip á mörg hverfi borgarinnar.
10.12.2016 - 15:56