Færslur: Byggingariðnaður

Umsvif að aukast á byggingarmarkaði
Velta á byggingarmarkaði hefur færst í aukana á síðustu mánuðum en á fyrstu tveimur mánuðum ársins nam hún 55 milljörðum króna. Hún hefur aukist smám saman frá því í júní á síðasta ári þegar hún var um 52 milljarðar króna. Um þetta fjallar hagdeild Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar í nýjustu mánaðarskýrslunni.
17.06.2021 - 14:35
Vilja byggja grænni framtíð en vantar upplýsingar
Nýr samstarfsvettvangur stjórnvalda og fyrirtækja ætlar að kortleggja kolefnisspor byggingariðnaðar á Íslandi og setja tímasett markmið um samdrátt í losun.  Fátt er vitað um sporið í dag, annað en að það er stórt. 
Þurfa að komast í hefilbekk, sög og suðu til að læra
Hertar sóttvarnareglur í skólum hafa áhrif á viðveru nemenda í iðnnámi sem ekki eiga gott með að stunda nám sitt í fjarnámi. Færri mega koma saman í hverjum áfanga. Þó útsjónarsemi nemenda og kennara sé mikil þá þurfa þeir að komast í góða aðstöðu og viðeigandi verkfæri.
Rannsaka enn tildrög vinnuslyss að Sunnukrika
Rannsókn stendur enn yfir á vinnuslysi sem varð á byggingarsvæði við Sunnukrika í Mosfellsbæ 3. mars. Einn starfsmaður lést og annar slasaðist alvarlega þegar gólfplata í byggingunni féll og lenti á þeim. 
Myndskeið
Óttast uppsagnir vegna verkefnaskorts
Formaður Sambands iðnfélaga hefur áhyggjur af verkefnaskorti og uppsögnum með vorinu. Ríki og sveitarfélög þurfi að fara í auknar framkvæmdir til að koma í veg fyrir frekari niðursveiflu.
09.10.2019 - 19:09
Viðtal
Loftslagsvæn steypuuppskrift nær ekkert notuð
Hægt væri að minnka kolefnisspor steypu í íslenskum byggingariðnaði um meira en helming. Þetta segir sérfræðingur. Loftslagsvæn steypa sem hann þróaði hefur vakið lukku víða um heim en hefur lítið sem ekkert verið notuð hér. 
Telja aðstæður við húsbyggingu lífshættulegar
Vinnueftirlitið hefur bannað alla vinnu fyrirtækisins U2-bygg við Hraungötu 2 til 6 í Garðabæ. Eftirlitið mat aðstæður á vettvangi á þann veg að þær væru lífi og heilbrigði starfsmanna verulega hættulegar. Fyrirtækið má ekki hefja vinnu á ný fyrr en ýmsar úrbætur hafa verið gerðar.
27.02.2019 - 15:06
Myndskeið
Offramboð af íbúðum í miðborginni
Offramboð er á íbúðum í miðborg Reykjavíkur, segir einn eigandi nýbyggingar, sem ekki hefur tekist að selja íbúðir á almennum markaði. Borgin hafnaði skammtímaleigu þar því gististaðakvóti í Kvosinni er fullnýttur. Tímabundið ástand, segir formaður skipulagsráðs.
31.01.2019 - 19:26
Útlit fyrir að starfsmenn svæfu á verkstað
Vinnueftirlitið bannaði fyrir helgi vinnu á byggingarsvæði við Vesturberg 195 í Breiðholti þar sem fyrirtækið Fylkir ehf er með framkvæmd. Ákvörðunin var birt á vef eftirlitsins í dag. Í skýrslu þess segir að merki hafi verið um að starfsmenn svæfu og hefðust við á verkstað, þá hafi veigamikil atriði varðandi aðbúnað og öryggi starfsmanna verið í ólagi.
17.12.2018 - 13:16
Fréttaskýring
Dæmigert að öryggismál séu í ólagi
Ófrágengnir vinnupallar, lausir stigar og teinar fyrir neðan sem gætu rekið menn á hol, falli þeir af pöllunum. Þetta er sýn sem blasir oft við eftirlitsmönnum vinnueftirlitsins. Stofnunin stöðvaði nýlega vinnu á tveimur byggingarsvæðum í Reykjavík vegna skorts á fallvörnum. Spegillinn fékk að slást í för með starfsmönnum Vinnueftirlitsins og skoða með þeim aðstæður á framkvæmdasvæðum í Úlfarsárdal.
12.09.2018 - 16:30