Færslur: Byggingalist

Byggingu skrifstofuhúss Alþingis miðar vel áfram
Ný skrifstofubygging Alþingis er farin að taka á sig mynd við Tjarnargötu 9. Byggingin er tekin að rísa uppfyrir girðinguna sem umlykur framkvæmdasvæðið og því geta vegfarendur áttað sig á hvernig húsið lítur út.
Botnplata þykk og þung svo húsið lyftist ekki upp
Alls fara um 380 rúmmetrar af steypu og 46 tonn af járni í fyrsta áfanga botnplötu nýbyggingar Alþingis. Efnt var til samkeppni um hönnun hússins og það voru Arkitektar Studio Granda sem áttu verðlaunatillöguna sem kynnt var 17. desember 2016.
Bæjarstjórn samþykkti niðurrif sundhallar
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti að heimila niðurrif á Sundhöll Keflavíkur á fundi sínum í síðustu viku. Byggingin er í eigu verktakafyrirtækis sem hyggst byggja fjölbýlishús á lóðinni, sem er við Framnesveg.
11.09.2018 - 11:13
Niðurstaða Minjastofnunar mikil vonbrigði
Minjastofnun ætlar ekki að mæla með því að Sundhöllin í Keflavík verði friðuð. Þessari niðurstöðu komst húsafriðunarnefnd að á þriðjudag. Íbúasamtök gegn niðurrifi Sundhallarinnar hafa óskað eftir fundi með Minjastofnun vegna málsins.
17.08.2018 - 09:52
Vanabindandi að búa við sjóinn
Í Sörla- og Faxaskjóli er gott að hlusta á hafið og fylgjast með veðri og vindum. Fæstir flytja burt nema nauðbeygðir og börn og barnabörn erfa húsin.
17.03.2018 - 12:56