Færslur: Byggingaframkvæmdir

Sjónvarpsfrétt
Full endurgreiðsla virðisaukaskatts hættir
Ekki er hægt að fá fulla endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu við íbúðarhúsnæði eftir mánaðamótin. Endurgreiðslur í ár eru margfalt minni en í fyrra þegar þær námu nærri ellefu milljörðum.
Verkefnið var ein allsherjar hörmung fyrir íbúa
Íbúi í Borgarbyggð hafði betur gegn sveitarfélaginu þegar úrskurðarnefnd um upplýsingamál úrskurðaði honum í vil í máli sem snýst um 200 milljóna króna framúrkeyrslu á endurbótum við grunnskólann. Hann verkefnið hafa verið eina allsherjar hörmung fyrir íbúa það að þeir hafi þurft að borga brúsann.
19.07.2022 - 12:13
Sjónvarpsfrétt
Ráðuneyti setur áform um Nýjan Skerjafjörð á ís
Innviðaráðuneytið telur að ný byggð í Skerjafirði ógni rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar og krefst þess að framkvæmdum verði frestað.
Engin útisundlaug opin í Fjallabyggð
Skortur á efni til byggingaframkvæmda veldur töfum á ýmsum verkefnum. Eina útisundlaugin í Fjallabyggð hefur verið lokuð í tæpa tvo mánuði þar sem bið eftir efni til endurbóta hefur dregist á langinn.
21.06.2022 - 11:58
Sjónvarpsfrétt
Ekki víst að meiri byggingakostnaður þýði dýrari íbúðir
Þó svo að mikil hækkun hafi orðið á byggingaefnum er ekki sjálfgefið að það leiði til hækkunar á íbúðaverði. Forstöðumaður hagfræðideildar Landsbanka telur að íbúðaverð hafi náð einhvers konar þolmörkum og að það hægi á verðhækkunum á íbúðum.  
Sjónvarpsfrétt
Ákvæði um birtuskilyrði hornreka í regluverki bygginga
Allt er opið fyrir hræðileg skilyrði birtu og skugga á nýbyggingasvæðum, segir sérfræðingur í lýsingu, því að hvorki sé kveðið á um slíkt í skipulagi eða byggingareglugerð. Hann hefur áhyggjur af hæð húsa og þéttri byggð. Sjálfstæðismenn gagnrýndu skuggavarp þegar deiliskipulag Heklureits í Reykjavík var samþykkt í liðinni viku.
Sjónvarpsfrétt
Byggja á stærsta óbyggða svæði höfuðborgarsvæðisins
Byggja á hátt í 4.000 íbúðir, auk atvinnuhúsnæðis, á Blikastaðalandi í Mosfellsbæ, sem er nú stærsta óbyggða landsvæði höfuðborgarsvæðisins. Byggðin verður vistvæn og vonast er til að uppbygging geti hafist eftir um tvö ár. Áætlað er að þar muni búa um 9.000 manns, en nú eru íbúar sveitarfélagsins rúmlega 13.000.
05.05.2022 - 12:30
Stefna að íbúðabyggingu á Skagaströnd
Sveitarfélagið Skagaströnd og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hafa undirritað viljayfirlýsingu um samstarf til að fjölga íbúðum á Skagaströnd. Sveitarstjóri segir húsnæðisskort standa íbúafjölgun fyrir þrifum.
Meiri framkvæmdir á Akureyri
Á Akureyri er nú mikil uppbygging enda hefur íbúum sjaldan fjölgað jafn hratt þar í bæ. Framkvæmdamagn nálgast það sem var árið 2007 en vonast sviðsstjóri skipulagssviðs bæjarins að tímabilið nú verði lífseigara en síðasta uppgangstímabil.
19.01.2022 - 13:29
„Íbúum svarað með þegjandi þögninni“
Mikil óánægja ríkir meðal íbúa í innbænum á Akureyri vegna fyrirhugaðra byggingaframkvæmda í svokallaðri Spítalabrekku. Bæjaryfirvöld eru meðal annars gagnrýnd fyrir að huga ekki að menningargildi svæðisins né aurskriðuhættu.
04.01.2022 - 08:52
Ný flugstöð verður byggð
Nú hefur verið skrifað undir samning vegna byggingar flugstöðvar á Akureyrarflugvelli. Útboðsferlið tók talsvert lengri tíma en lagt var upp með en seinkar þó lítið fyrri áætlunum um að opna stöðina sumarið 2023.
29.12.2021 - 11:37
Ný kirkja rís í Grímsey næsta sumar
Undirbúningur fyrir byggingu nýrrar kirkju í Grímsey er vel á veg kominn. Enn vantar þó töluvert fjármagn til enduruppbyggingarinnar og er ósk Grímseyinga að fleiri fyrirtæki leggi söfnuninni lið.
16.12.2021 - 15:57
Sjónvarpsfrétt
Lóðir fyrir um 4.000 íbúðir í boði í Hafnarfirði
Þónokkur eftirspurn virðist vera eftir lóðum á höfuðborgarsvæðinu. Í Garðabæ er stefnt að því að úthluta um 280 lóðum af ýmsum stærðum og gerðum fyrir sveitarstjórnarkosningar sem fara fram í vor. Þá eru áform um lóðaúthlutanir í Hafnarfirði fyrir um 4.000 íbúðir á næstu mánuðum.
Sjónvarpsfrétt
Skortur á raforku gæti verið hamlandi
Mikil uppbygging hefur verið á Blönduósi síðustu ár og er nú verið að byggja ríflega 4000 fermetra af iðnaðarhúsnæði í bænum auk íbúðarhúsnæðis. Sveitarstjóri óttast þó að skortur á raforku geti haft hamlandi áhrif á uppbygginguna.
06.12.2021 - 17:30
Sjónvarpsfrétt
Um 450 lóðir í boði í Reykjavík á þessu ári
Færri lóðir verða boðnar út í Reykjavík á þessu ári heldur en undanfarin ár. Engar íbúðalóðir eru í boði á Seltjarnarnesi þar sem byggingarland er uppurið. Ný hverfi á höfuðborgarsvæðinu eru að taka á sig mynd og byggð að þéttast.
Mikil uppbygging íbúðahúsnæðis á Grenivík
Sveitarstjórnin í Grýtubakkahreppi stefnir á mikla uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á Grenivík á næstu árum. Sveitarstjóri segir að vegna atvinnuuppbyggingar sé mikill  húsnæðisskortur í þorpinu.
04.12.2021 - 11:22
Sjónvarpsfrétt
Raki og plast í vistvæna þorpinu í Gufunesi
Of mikill raki mældist undir plasti í gólfi þriggja íbúða sem mældar voru í vistvænu byggðinni í Gufunesi. Það er ekkert vistvænt við að hafa plast undir öllu gólfinu í vistvæna þorpinu í Gufunesi, segir Heiða Mjöll Stefánsdóttir sem býr í einni íbúðinni og þurfti að skipta um gólfefni vegna raka. Runólfur Ágústsson forsvarsmaður seljandans segir að brugðist verði við íbúum að kostnaðarlausu. Í einni íbúðanna mælist 41 stigs hiti við gólf barnaherbergis. 
05.11.2021 - 17:42
Aldrei minna fasteignaúrval á höfuðborgarsvæðinu
Mjög hefur dregið úr framboði íbúða til sölu á öllu höfuðborgarsvæðinu en nú eru um fjögur til fimmhundruð íbúðir til sölu. Formaður Félags fasteignasala segir brýnt að stytta þann tíma sem líður frá upphafi skipulags til byggingarleyfis.
Vikulokin
Segir uppbyggingu íbúða anna eftirspurn
Pawel Bartoszek forseti borgarstjórnar segir að síðustu ár í höfuðborginni hafi verið metár uppbyggingar og ekki þurfi að hafa áhyggjur af húsnæðisskorti. Hann segir uppbyggingin muni duga til að brúa bilið milli framboðs og eftirspurnar. Samtök iðnaðarins hafa þó bent á að uppbygging hafi oft verið meiri í borginni og aðrir borgarfulltrúar segja íbúðaskort greinilegan.
Sjónvarpsfrétt
Ásýnd Orkuveituhússins gjörbreytist
Ásýnd Orkuveituhússins breytist til muna þegar viðgerðum vegna mygluskemmda verður lokið árið 2023. Búið er að hola vesturhúsið að innan og útveggir þess hafa verið fjarlægðir.
Ekki færri íbúðir í byggingu í fjögur og hálft ár
Ekki hafa færri íbúðir verið í byggingu á höfuðborgarsvæðinu síðan í febrúar 2017. Haldi þessi þróun áfram mun íbúðaverð halda áfram að hækka. Þetta segir hagfræðingur Samtaka iðnaðarins sem segir ástæðuna fyrst og fremst lóðaskort.
Mikil eftirspurn eftir lóðum í Varmahlíð
Gripið var til þess ráðs að hraða gerð deiliskipulags í Varmahlíð til að koma til móts við aukinn áhuga á lóðum í þorpinu. Til stendur að bjóða upp á um 30 nýjar lóðir en sveitarstjóri í Skagafirði segir að með þessum fjölda lóða sé horft til framtíðar.
31.07.2021 - 17:11
Félagsstarf Ásatrúarmanna hefst í Öskjuhlíð undir haust
Jóhanna G. Harðardóttir starfandi allsherjargoði segir hægt en vel miða við byggingu hofs Ásatrúarfélagsins í Öskjuhlíð. Nú styttist í að hluti starfseminnar flytji þangað inn.
Kórónuveirukreppan hætt að bíta á Nýja Sjálandi
Hagvöxtur á Nýja Sjálandi á fyrsta fjórðungi ársins nemur um 1,6% sem er betra en búist hafði verið við. Upphafleg spá gerði ráð fyrir um hálfs prósents vexti mánuðina janúar til mars en samdráttur var um 1% á síðasta fjórðungi ársins 2020.
Niðurrif á húsi Íslandsbanka tefst fram á haust
Vinna stendur enn yfir við deiliskipulag reitsins þar sem fyrrum höfuðstöðvar Íslandsbanka við Kirkjusand standa. Sótt hefur verið um leyfi til að rífa húsið en líklegast verður ekki af því fyrr en í haust.