Færslur: Byggðastofnun

Glæðum hleypt í Grímsey
Rúmum sextán milljónum hefur verið úthlutað til tólf verkefna í Grímsey, með það fyrir augum að efla byggð í eyjunni. Verkefnisstjóri segir vaxandi áhuga vera á eynni.
30.03.2022 - 13:28
Búast við góðum hlutum úr Brothættum byggðum
Dalamenn vilja snúa við neikvæðri byggðaþróun og auka við atvinnutækifæri í sveitarfélaginu. Með það fyrir augum undirbýr Dalabyggð nú þátttöku í Brothættum byggðum hjá Byggðastofnun
11.01.2022 - 09:51
Ánægðustu íbúarnir í Þorlákshöfn og Hveragerði
Mikill meirihluti íbúa á höfuðborgarsvæðinu og í sextán stærri þéttbýliskjörnum landsins er frekar eða mjög ánægður með búsetuna í sínu bæjarfélagi. Mest ánægja virðist vera í Þorlákshöfn og Hveragerði
17.08.2021 - 15:36
Konur ánægðari í sveitinni en karlar
Áttatíu prósent fólks sem býr í sveitum landsins er ánægt með búsetu sína. Karlar eru þó ekki eins sáttir og konur.
Myndskeið
Vantar ekki hug í Dýrfirðinga
Nauðsynlegt er að sýna þolinmæði þegar rétta á við neikvæða byggðaþróun. Þetta segir verkefnisstjóri Brothættra byggða í Dýrafirði hvers markmið er að efla og styrkja byggð í firðinum.
Eyjamenn ánægðastir með búsetuskilyrði sín
Vestmannaeyjar, Akureyri og Eyjafjörður koma best út hvað varðar búsetuskilyrði, hamingju og viðhorfi til síns sveitarfélags. Verst koma Dalir og Sunnanverðir Vestfirðir út. Þetta segja niðurstöður skoðanakönnunar sem var gerð af landshlutasamtökum sveitarfélaga og Byggðastofnun. Þetta er í fyrsta skipti sem könnun sem þessi nær til landsins alls en hér eftir á að endurtaka hana á tveggja til þriggja ára fresti.
Lagt til að flytja stjórnsýslu póstmála á Sauðárkrók
Drög að frumvarpi um tilfærslu póstmála frá Póst- og fjarskiptastofnun til Byggðastofnunar voru birt í samráðsgátt stjórnvalda í dag. Með því á að leitast við að tryggja jafnan rétt landsmanna til alþjónustu póstsins.
Vilja sértækan byggðakvóta fyrir Kópasker
Byggðastofnun getur ekki orðið við ósk byggðarráðs Norðurþings um að sértækum byggðakvóta verði úthlutað til Kópaskers. Mikilvægt þykir að auka aflaheimildir á Kópaskeri, en almennur byggðakvóti þar fari minnkandi.
12.10.2020 - 11:57
Samið um stuðning vegna hruns í ferðaþjónustu
Í gær var undirritaður fyrsti samninguirnn um stuðning ríkisins við sveitarfélög vegna hruns í ferðaþjónustu. Fimm samningar til viðbótar verða undirritaðir á næstu dögum og vikum.
24.09.2020 - 11:36
Morgunvaktin
Starfsfólk gæti farið að hugsa sér til hreyfings
Óvissa blasir við byggðalögum hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins. Aðalsteinn Þorsteinsson forstjóri Byggðastofnunar segir óhjákvæmilegt að fyrirtæki fari í þrot og störf tapist vegna faraldursins. Stór hluti lántakenda Byggðastofnunar eru fyrirtæki í ferðaþjónustu að sögn Aðalsteins.
24.08.2020 - 09:39
Brugðist við samdrætti í sex sveitarfélögum
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur falið Byggðastofnun að skoða stöðu mála í sex sveitarfélögum sem hafa orðið hart úti vegna niðursveiflu í ferðaiðnaði vegna kórónuveirufaraldursins.
Allt verði gert til að endurreisa reksturinn í Hrísey
Bæjarstjórinn á Akureyri vonast til þess að eigendur fiskvinnslunnar í Hrísey endurreisi reksturinn þar eftir eldsvoðann í síðustu viku. Akureyrarbær aðstoði við það eftir bestu getu. Rætt verði meðal annars við Byggðastofnun og ráðuneyti. 
03.06.2020 - 12:47
Umhverfisþáttur minkaræktarinnar verði metinn
Starfshópur um framtíðarhorfur í minkarækt leggur til að gerður verði umhverfissamningur við greinina og ríkið styðji leiðir til að minnka kolefnisspor og spara innflutning á tilbúnum áburði. Talsmaður minkabænda segir að um leið komi þetta til móts við rekstrarvanda minkaræktarinnar. 
04.02.2020 - 13:43
Strandabyggð í Brothættum byggðum
Strandabyggð hóf nýverið þátttöku í verkefninu Brothættum byggðum hjá Byggðastofnun. Umsókn sveitarfélagsins um þátttöku hefur legið fyrir frá 2014.
27.01.2020 - 07:22
Byggðastofnun ráðstafar aflamarki Flateyrar
Stjórn Byggðastofnunar hefur ákveðið að úthluta sérstöku aflamarki sem er eyrnamerkt Flateyri til Íslandssögu ehf. og nokkurra samstarfsaðila.
19.12.2019 - 18:15
Framvinda byggðaáætlunar kynnt Alþingi
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur lagt fram skýrslu á Alþingi um framvindu stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2018–2024, sem samþykkt var í júní 2018. Flest verkefni eru hafin. Áætlunin leggur sérstaka áherslu á svæði þar sem er langvarandi fólksfækkun, atvinnuleysi og einhæft atvinnulíf.
17.12.2019 - 13:17
24 tillögur að byggðaverkefnum á Bakkafirði
Verkefnisáætlun um uppbyggingu samfélagsins á Bakkafirði var samþykkt á íbúafundi þar í gær. Þar voru kynntar 24 tillögur að byggðaverkefnum. Verkefnisstjóri verkefnisins „Betri Bakkafjörður“ segir íbúa áhugasama um að taka þátt í þessu starfi, en staðan sé erfið.
06.11.2019 - 18:32
85% íbúa í minni byggðarkjörnum aðfluttir
85% íbúa í byggðarkjörnum sem telja 2.000 eða færri eru aðfluttir. Þá er helsta ástæða fyrir brottflutningi fjölskylda skortur á menntunartækifærum og fjölbreyttu tómstunda og íþróttastafi fyrir börn. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn á vegum Byggðastofnunar um byggðafestu og búferlaflutningar í minni byggðarkjörnum.
24.09.2019 - 07:47
Ný fyrirtæki stofnuð á Borgarfirði eystra
Þrjú ný fyrirtæki hafa verið stofnuð á Borgarfirði eystra aðeins um einu og hálfu ári eftir sveitarfélagið var tekið inn í Brotthættar byggðir. 25 verkefni á Borgarfirði hafa nú hlotið styrki undir merkjum verkefnisins.
Styrkja verslun í Norðurfirði um 7,2 milljónir
Byggðastofnun ætlar að styrkja verslunarverkefni á sex strjálbýlum svæðum. Alls eru gefin fyrirheit um styrki að upphæð 25,7 milljónum króna á árunum 2018-2021.
28.02.2019 - 06:58
Fólksfækkun í Grímsey þrátt fyrir aðgerðir
Þótt Grímseyingar hafi tekið þátt í verkefninu „Brothættar byggðir“ síðan sumarið 2015, hefur ekki tekist að snúa við íbúaþróun í eyjunni. Verkefnastjórinn segir þó að vel hafi tekist til í mörgum verkefnum og ýmislegt hafi breyst til batnaðar.
05.02.2019 - 15:57
14.305 tonna byggðakvóti til úthlutunar
Sjávarútvegsráðherra, hefur úthlutað alls 14.305 tonnum í sértækan- og almennan byggðakvóta fyrir yfirstandandi fiskveiðiár. Samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða eru 5,3 prósent af heildarafla í hverri fisktegund dregin af leyfilegum heildarafla og þeim varið til ýmissa tímabundinna ráðstafana til að auka byggðafestu.
28.11.2018 - 11:52
Hefði viljað sjá aðgerðir frekar en nýja nefnd
Oddviti Langanesbyggðar segist hefði viljað sá beinar aðgerðir til bjargar byggðinni á Bakkafirði í stað þess að stofna enn einn starfshópinn. Mikill vandi steðjar að Bakkafirði og ný nefnd á vegum ríkisstjórnarinnar skoðar aðferðir til lausnar.
30.07.2018 - 20:04
Langanesbyggð keypti „vandræðahús“ á Þórshöfn
Sveitarstjórn Langanesbyggðar hefur samþykkt að kaupa hús á Þórshöfn sem lengi hefur verið þyrnir í augum íbúa þar. Húsið stendur við Langanesveg 2 og hefur drabbast niður, enda staðið ónotað í tæp átta ár.
22.02.2018 - 15:21
Kortleggja aðgengi að opinberri þjónustu
Byggðastofnun og Sambandi íslenskra sveitarfélaga hefur verið falið að útbúa þjónustukort þar sem sýna á aðgengi landsmanna að þjónustu hins opinbera og einkaaðila. Um er að ræða gagnagrunn með upplýsingum um aðgengi að þessarri þjónustu og gagnvirka framsetningu á þeim upplýsingum.
05.02.2018 - 14:30