Færslur: Byggðastofnun

Brugðist við samdrætti í sex sveitarfélögum
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur falið Byggðastofnun að skoða stöðu mála í sex sveitarfélögum sem hafa orðið hart úti vegna niðursveiflu í ferðaiðnaði vegna kórónuveirufaraldursins.
Allt verði gert til að endurreisa reksturinn í Hrísey
Bæjarstjórinn á Akureyri vonast til þess að eigendur fiskvinnslunnar í Hrísey endurreisi reksturinn þar eftir eldsvoðann í síðustu viku. Akureyrarbær aðstoði við það eftir bestu getu. Rætt verði meðal annars við Byggðastofnun og ráðuneyti. 
03.06.2020 - 12:47
Umhverfisþáttur minkaræktarinnar verði metinn
Starfshópur um framtíðarhorfur í minkarækt leggur til að gerður verði umhverfissamningur við greinina og ríkið styðji leiðir til að minnka kolefnisspor og spara innflutning á tilbúnum áburði. Talsmaður minkabænda segir að um leið komi þetta til móts við rekstrarvanda minkaræktarinnar. 
04.02.2020 - 13:43
Strandabyggð í Brothættum byggðum
Strandabyggð hóf nýverið þátttöku í verkefninu Brothættum byggðum hjá Byggðastofnun. Umsókn sveitarfélagsins um þátttöku hefur legið fyrir frá 2014.
27.01.2020 - 07:22
Byggðastofnun ráðstafar aflamarki Flateyrar
Stjórn Byggðastofnunar hefur ákveðið að úthluta sérstöku aflamarki sem er eyrnamerkt Flateyri til Íslandssögu ehf. og nokkurra samstarfsaðila.
19.12.2019 - 18:15
Framvinda byggðaáætlunar kynnt Alþingi
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur lagt fram skýrslu á Alþingi um framvindu stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2018–2024, sem samþykkt var í júní 2018. Flest verkefni eru hafin. Áætlunin leggur sérstaka áherslu á svæði þar sem er langvarandi fólksfækkun, atvinnuleysi og einhæft atvinnulíf.
17.12.2019 - 13:17
24 tillögur að byggðaverkefnum á Bakkafirði
Verkefnisáætlun um uppbyggingu samfélagsins á Bakkafirði var samþykkt á íbúafundi þar í gær. Þar voru kynntar 24 tillögur að byggðaverkefnum. Verkefnisstjóri verkefnisins „Betri Bakkafjörður“ segir íbúa áhugasama um að taka þátt í þessu starfi, en staðan sé erfið.
06.11.2019 - 18:32
85% íbúa í minni byggðarkjörnum aðfluttir
85% íbúa í byggðarkjörnum sem telja 2.000 eða færri eru aðfluttir. Þá er helsta ástæða fyrir brottflutningi fjölskylda skortur á menntunartækifærum og fjölbreyttu tómstunda og íþróttastafi fyrir börn. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn á vegum Byggðastofnunar um byggðafestu og búferlaflutningar í minni byggðarkjörnum.
24.09.2019 - 07:47
Ný fyrirtæki stofnuð á Borgarfirði eystra
Þrjú ný fyrirtæki hafa verið stofnuð á Borgarfirði eystra aðeins um einu og hálfu ári eftir sveitarfélagið var tekið inn í Brotthættar byggðir. 25 verkefni á Borgarfirði hafa nú hlotið styrki undir merkjum verkefnisins.
Styrkja verslun í Norðurfirði um 7,2 milljónir
Byggðastofnun ætlar að styrkja verslunarverkefni á sex strjálbýlum svæðum. Alls eru gefin fyrirheit um styrki að upphæð 25,7 milljónum króna á árunum 2018-2021.
28.02.2019 - 06:58
Fólksfækkun í Grímsey þrátt fyrir aðgerðir
Þótt Grímseyingar hafi tekið þátt í verkefninu „Brothættar byggðir“ síðan sumarið 2015, hefur ekki tekist að snúa við íbúaþróun í eyjunni. Verkefnastjórinn segir þó að vel hafi tekist til í mörgum verkefnum og ýmislegt hafi breyst til batnaðar.
05.02.2019 - 15:57
14.305 tonna byggðakvóti til úthlutunar
Sjávarútvegsráðherra, hefur úthlutað alls 14.305 tonnum í sértækan- og almennan byggðakvóta fyrir yfirstandandi fiskveiðiár. Samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða eru 5,3 prósent af heildarafla í hverri fisktegund dregin af leyfilegum heildarafla og þeim varið til ýmissa tímabundinna ráðstafana til að auka byggðafestu.
28.11.2018 - 11:52
Hefði viljað sjá aðgerðir frekar en nýja nefnd
Oddviti Langanesbyggðar segist hefði viljað sá beinar aðgerðir til bjargar byggðinni á Bakkafirði í stað þess að stofna enn einn starfshópinn. Mikill vandi steðjar að Bakkafirði og ný nefnd á vegum ríkisstjórnarinnar skoðar aðferðir til lausnar.
30.07.2018 - 20:04
Langanesbyggð keypti „vandræðahús“ á Þórshöfn
Sveitarstjórn Langanesbyggðar hefur samþykkt að kaupa hús á Þórshöfn sem lengi hefur verið þyrnir í augum íbúa þar. Húsið stendur við Langanesveg 2 og hefur drabbast niður, enda staðið ónotað í tæp átta ár.
22.02.2018 - 15:21
Kortleggja aðgengi að opinberri þjónustu
Byggðastofnun og Sambandi íslenskra sveitarfélaga hefur verið falið að útbúa þjónustukort þar sem sýna á aðgengi landsmanna að þjónustu hins opinbera og einkaaðila. Um er að ræða gagnagrunn með upplýsingum um aðgengi að þessarri þjónustu og gagnvirka framsetningu á þeim upplýsingum.
05.02.2018 - 14:30
Nýir samningar við atvinnuþróunarfélögin
Byggðastofnun hefur gert nýja samstarfssamninga við átta atvinnuþróunarfélög til næstu fimm ára. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir mikilvægt að efla byggðamál og tryggja búsetu vítt og breitt um landið.
31.01.2018 - 15:58
Verkefni Byggðastofnunar lokið á Raufarhöfn
Um áramót lýkur verkefninu um brothættar byggðir á Raufarhöfn. Verkefnastjóri hjá Byggðastofnun segir æskilegt að heimamenn viðhaldi verkefninu, en forsvarsmenn Norðurþings vilja fyrst sjá hvernig Byggðastofnun skilar af sér.
28.12.2017 - 18:00
Funda um brothætta byggð á Borgarfirði eystra
Fyrsti fundur nýskipaðrar verkefnisstjórnar í byggðaþróunarverkefninu Brothættar byggðir á Borgarfirði eystra var haldinn 1. nóvember. Rætt var um stöðuna í byggðarlaginu og hvernig verkefnið geti nýst samfélaginu á Borgarfirði.
09.11.2017 - 10:57
„Brothættar byggðir“ gerðu gæfumuninn
Eigandi stærsta vinnustaðar í Hrísey segir að byggðafestuverkefni Byggðastofnunar hafi gerbreytt forsendum fyrir rekstrinum. Um fjórðungur íbúanna starfar hjá fyrirækinu við útgerð og fiskvinnslu.
03.05.2016 - 16:54
„Bíðum eftir lokasvari SASS“
„Við bíðum eftir lokasvari frá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga. Berist það ekki, segir sig sjálft að við leitum til annarra um samstarf í atvinnuþróun á Suðurlandi“, segir Aðalsteinn Þorsteinsson forstjóri Byggðastofnunar. Bjarni Guðmundsson framkvæmdastjóri SASS segir að fyrirspurn Byggðastofnunar hafi verið svarað í janúar og verði fullsvarað þegar samningsdrög liggi fyrir.
15.02.2016 - 18:47
Of litlir fjármunir í „Brothættar byggðir"
Byggðastofnun fær 50 milljóna króna fjárframlag á ári til verkefnisins „Brothættar byggðir“. Þörfin er mun meiri, segir sérfræðingur hjá Byggðastofnun. Sveitarfélagið Skagafjörður gagnrýnir að Hofsós hafi ekki fengið inngöngu í verkefnið.
31.08.2015 - 14:49
Fleiri „brothættar byggðir“
Byggðastofnun hefur tekið Kópasker, Hrísey og Grímsey inn í verkefnið um framtíð brothættra byggða. Fyrir eru í verkefninu Raufarhöfn, Breiðdalshreppur, Skaftárhreppur og Bíldudalur.
10.07.2015 - 18:02
„Á ekki von á róttækum breytingum“
Herdís Sæmundardóttir hefur verið útnefnd sem nýr stjórnarformaður Byggðastofnunar, en hún gegndi þeirri stöðu einnig frá 2003 til 2008. Hún segist ekki eiga von á neinum róttækum breytingum í starfi stofnunarinnar.
10.04.2015 - 15:12