Færslur: Byggðamál

Eyjamenn ánægðastir með búsetuskilyrði sín
Vestmannaeyjar, Akureyri og Eyjafjörður koma best út hvað varðar búsetuskilyrði, hamingju og viðhorfi til síns sveitarfélags. Verst koma Dalir og Sunnanverðir Vestfirðir út. Þetta segja niðurstöður skoðanakönnunar sem var gerð af landshlutasamtökum sveitarfélaga og Byggðastofnun. Þetta er í fyrsta skipti sem könnun sem þessi nær til landsins alls en hér eftir á að endurtaka hana á tveggja til þriggja ára fresti.
Vestlendingar taka Sundabraut fagnandi
Framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi segir Sundabraut langþráða samgöngubót sem muni gera fólki auðveldara að setjast að í landshlutanum.
12 milljónir til verslunar í strjálbýli
Tólf milljónum króna hefur verið úthlutað úr ríkissjóði til þriggja verslana í strjálbýli. Markmiðið er að styðja verslun fjarri stórum þjónustukjörnum. Fimm verslanir sóttu um styrki.
Viðtal
Akureyrarborg nú þegar til
Hilda Jana Gísladóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Akureyri og formaður samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, segir að nú sé kominn tími til að skilgreina Akureyri sem borg, enda sé borgin nú þegar til.
14.10.2020 - 10:03
Landinn
Fjölþættar náttúrurannsóknir á Raufarhöfn
„Melrakkasléttan, sem er okkar rannsóknarsvæði, hún er skilgreind sem heimskautasvæði og sem slík er hún kannski aðgengilegasta heimskautasvæði Íslands,“ segir Hrönn G. Guðmundsdóttir, forstöðumaður rannsóknarstöðvarinnar Rifs á Raufarhöfn.
13.10.2020 - 15:15
Stjórnsýsla sameinaðs sveitarfélags verði á Skagaströnd
Fulltrúar Sveitarfélagsins Skagastrandar, í nefnd um sameningu sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu, telja að stjórnsýslan eigi að vera á Skagaströnd komi til sameiningar. Sameiningarnefndin hefur lagt til að hafnar verði formlegar sameiningarviðræður.
09.10.2020 - 14:10
Loftbrú hleypt af stokkunum
Frá og með deginum í dag eiga íbúar með lögheimili fjarri höfuðborginni kost á því að fá flugfargjöld á hagstæðari kjörum til borgarinnar. Ríkið niðurgreiðir flugfargjöldin. Sigurður Ingi Jóhannsson,samgönguráðherra kynnti verkefnið sem nefnist Loftbrú í flugstöðinni á Egilsstöðum í dag.
Myndskeið
Demantshringurinn formlega opnaður
Demantshringurinn svokallaði á Norðurlandi var opnaður í dag með formlegum hætti í Jökulsárgljúfrum. Þó um nýja ferðamannaleið sé að ræða segir samgönguráðherra að á sama tíma sé þessi leið almennt mikil samgöngubót.
Viðtal
Fjölgun í Skagafirði: „Ætlum að gera þetta að okkar“
Hvergi á landinu fjölgar fólki hlutfallslega meira en á Norðurlandi vestra. Frá í desember hafa bæst við tæplega hundrað íbúar. Sumir eiga engar rætur svæðinu aðrir eru að snúa heim eftir áralanga dvöl í höfuðborginni. Fjölskylda sem elti atvinnutækifæri á Sauðárkrók segist komin til að vera. 
19.07.2020 - 19:34
Frekari aðgerða þörf til að treysta byggð í Grímsey
Lægri skattbyrði, aukinn byggðakvóti og hlutverk Grímseyjar varðandi öryggi sjófarenda, eru dæmi um leiðir sem Akureyrarbær vill fara til að treysta byggð í eyjunni. Íbúarnir segja búsetuskilyrði hafa batnað undanfarin ár.
30.06.2020 - 20:50
Strandabyggð í Brothættum byggðum
Strandabyggð hóf nýverið þátttöku í verkefninu Brothættum byggðum hjá Byggðastofnun. Umsókn sveitarfélagsins um þátttöku hefur legið fyrir frá 2014.
27.01.2020 - 07:22
Akureyri verði viðurkennd sem borgarsvæði
Akureyrabær vill að stjórnvöld viðurkenni það svæðisbundna hlutverk sem bærinn hafi sem stærsta sveitarfélag utan höfuðborgarsvæðisins. Bæjarstjórinn segir að Akureyri gegni að mörgu leiti sama hlutverki og Reykjavíkurborg á suðvesturhorninu.
23.01.2020 - 10:27
Blokkin á Raufarhöfn í endurnýjun lífdaga
Blokkin á Raufarhöfn, sem hingað til hefur verð einna þekktust fyrir hvað hún er ljót, er nú að fá rækilega andlitslyftingu. Þetta hús sem verið hefur í mikilli niðurníðslu árum saman verður því jafnvel hin mesta bæjarprýði.
27.12.2019 - 17:10
Framvinda byggðaáætlunar kynnt Alþingi
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur lagt fram skýrslu á Alþingi um framvindu stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2018–2024, sem samþykkt var í júní 2018. Flest verkefni eru hafin. Áætlunin leggur sérstaka áherslu á svæði þar sem er langvarandi fólksfækkun, atvinnuleysi og einhæft atvinnulíf.
17.12.2019 - 13:17
Myndband
Ný búð á Drangsnesi fimm dögum eftir að sú gamla lokaði
Verslun Kaupfélags Steingrímsfjarðar á Drangsnesi á Ströndum var lokað í byrjun desember eftir tæplega 70 ára rekstur. Íbúar brugðust við í snatri og opnuðu nýja verslun fimm dögum síðar.
09.12.2019 - 22:25
Styrkja verslanir í strjábýli um 15 milljónir
Samgöngu og sveitarstjórnarráðherra hefur staðfest tillögur valnefndar þess efnis að veita skuli styrki til verslanna í stjálbýli. Tæpum 15 milljónum var úthlutað úr sjóði á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2018-2024.
13.11.2019 - 15:52
Viðtal
„Það er ofboðslegur kraftur í fólkinu þarna“
Forseti bæjarstjórnar Akureyrar segir mikinn hug í íbúum Grímseyjar þrátt fyrir erfiða stöðu. Hún hefur undanfarnar vikur átt fundi með öllum fjölskyldum Grímseyjar um stöðu byggðarinnar.
13.11.2019 - 14:08
Myndskeið
Leikskólinn á Patreksfirði of lítill
Leikskólinn Araklettur á Patreksfirði er of lítill fyrir börn bæjarins að öðru sinni á síðustu árum. Elsti árgangurinn hefur verið fluttur í grunnskólann svo börnin komist fyrir. Börnunum hefur fjölgað mikið frá 2008. Árið 2013 var ljóst að skólinn var yfirfullur.
05.11.2019 - 10:49
Vill nýjar leiðir í markaðssetningu Grímseyjar
Forseti bæjarstjórnar á Akureyri vill skoða hvort rétt væri að markaðssetja Grímsey sem dvalarstað fyrir barnlaust, miðaldra fólk sem gerir ekki miklar kröfur um þjónustu. Barnafólki fækkar stöðugt í Grímsey og að óbreyttu verða þar aðeins tvö börn á skólaaldri næsta vetur.
11.02.2019 - 14:30
Vilja ekki dragnótaveiðar inni á Skagafirði
Formaður byggðarráðs Skagafjarðar vill að ríflega ársgömul heimild til dragnótaveiða í Skagafirði verði felld úr gildi. Mikilvægt sé að finna leið til að sætta bæði skagfirska smábátasjómenn og þá sem veiða með dragnót.
21.01.2019 - 13:47
Viðtöl
Víkurskarðið kvatt: „Ég borga bara og brosi“
Sérfræðingur í samfélagslegum áhrifum samgangna telur að Vaðlaheiðargöngin komi til með að efla Norðurland eystra og leiða til aukinnar samvinnu milli sveitarfélaga, jafnvel sameiningar. Íbúi í Mývatnssveit segist orðlaus yfir ágæti ganganna og skólastjóri á Laugum vonar að þau verði til þess að nemendum við skólann fjölgi. 
04.01.2019 - 09:51
Fréttaskýring
Það munar um milljónirnar frá útgerðinni
Útgerðarfyrirtæki verja hundruðum milljóna, ef ekki milljörðum, í styrki til samfélagsmála á ári hverju. Erfitt er að segja til um nákvæmar upphæðir. Án framlaga félaganna væri menningar- og íþróttalíf í sjávarþorpum líklega fátæklegra og heilbrigðisstofnanir verr tækjum búnar. Vopnfirðingar færu ekki frítt í ræktina og flugvöllurinn á Norðfirði væri kannski ekki með spánnýtt slitlag. Sums staðar gleðja styrkirnir, annars staðar veldur meintur skortur á þeim gremju.
05.09.2018 - 17:46
Fréttaskýring
Færeyjar: „Lífið er orðið meira spennandi“
„Fyrir nokkrum árum fannst okkur mörgum svolítið eins og við værum ekki nógu góð og landið ekki nógu stórt en nú erum við stolt af því að vera Færeyingar.“ Þetta segir forstjóri Hugskotsins, frumkvöðlaseturs í Þórshöfn. Íbúar Færeyja hafa aldrei verið fleiri. Fæðingartíðnin hækkar og fleiri flytja heim. Það er uppgangur í efnahagslífinu og stjórnvöld hafa gripið tækifærið, ráðist í aðgerðir til að halda í unga fólkið og lokka brottflutta aftur til eyjanna. 
30.08.2018 - 17:53
 · Færeyjar · Byggðamál · Hagtölur · Erlent · Evrópa
Samþjöppun á eignarhaldi í sveitum óæskileg
Formaður Landssambands veiðifélaga telur mikilvægt að áfram sé búið á jörðum sem keyptar eru af innlendum eða erlendum auðmönnum. Samþjöppun á eignarhaldi í sveitum sé ekki jákvæð. Erfitt geti þó verið, fyrir þá sem vilja stunda búskap, að keppa við þá sem eiga mikinn auð.
17.07.2018 - 12:07
Byggingaverktökum úti á landi gengur betur
Hækkandi íbúðaverð á landsbyggðinni og aukin sala hafa orðið til þess að byggingaverktakar þar geta í fyrsta sinn í mörg ár selt eignir vel fyrir kostnaði. Um leið hafa þeir getað endurnýjað tækjabúnað og eru betur útbúnir en áður.
30.04.2018 - 10:01