Færslur: Búvörusamningar

Þingmenn hvetja til aukins framboðs grænkerafæðis
Þingsályktunartillaga nokkurra þingmanna um aukningu framboðs og neyslu grænkærafæðis var lögð fyrir Alþingi í morgun undir forystu Samfylkingarþingmannanna fráfarandi, Ágústs Ólafs Ágústssonar og Albertínu Friðbjargar Elíasdóttur.
Allur landbúnaður kolefnisjafnaður fyrir 2040
Íslenskur landbúnaður verður að fullu kolefnisjafnaður innan nítján ára. Þetta kemur fram í samkomulagi sem lanbúnaðaráðherra og Bændasamtökin undirrituðu í morgun. Með þessu lauk jafnframt endurskoðun á öllum fjórum búvörusamningum sem tóku gildi fyrir fjórum árum. Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segir þetta engu breyta um matvælaverð.
Morgunútvarpið
Vill fjórfalda grænmetisframleiðslu á Íslandi
Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir mikilvægt að hugsa stórt á erfiðum tímum í hagkerfinu. Hann vill fjórfalda grænmetisframleiðslu á Íslandi. Ágúst Ólafur var gestur í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun.
Sprenging í einkaneyslu á blómum
Axel Sæland blómabóndi segir blóm hafa breyst í nauðsynjavöru í Covid. Það sé ánægjuleg breyta í annars undarlegu árferði. Hann er ekki jafn sáttur við nýja búvörusamninga.
05.06.2020 - 14:07
Myndskeið
Miklir hagsmunir í húfi fyrir bændur
Kúabændur samþykktu í dag endurskoðun nautgripahluta búvörusamnings. Töluverð ólga hefur verið meðal bænda vegna málsins enda miklir hagsmunir í húfi.
04.12.2019 - 20:28
Vilja að ráðherra rökstyðji skipan í starfshóp
Bændasamtök Íslands hafa sent Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, landbúnaðarráðherra, bréf og farið fram á rökstuðning fyrir breytingum á skipan fulltrúa í samráðshóp um endurskoðun búvörusamninga. Þar kemur fram að samtökin telji að lagalega rétt hafi verið staðið að fyrri nefndarskipan og að hún hafi verið í samræmi við áður samþykkta samninga ríkis og bænda.
03.02.2017 - 16:27
Segist hafa gert nauðsynlegar breytingar
Landbúnaðarráðherra segir að nauðsynlegt hafi verið að fá fleiri sjónarmið inn í hóp um endurskoðun búvörusamninga. Hún vísar á bug gagnrýni úr röðum bænda á aðferðir við val á nýjum fulltrúum. Þá sé nauðsynlegt að breyta búvörulögum til að bregðast við auknum tollkvótum í sumar.
01.02.2017 - 18:16
Segir ráðherra rjúfa sátt um búvörusamning
Formaður Landssambands kúabænda gagnrýnir vinnubrögð nýs landbúnaðarráðherra við breytingar á samráðshópi um endurskoðun búvörusamninga. Þá virðist eiga að taka veigamikil málefni úr umfjöllun hópsins. Ráðherrann sé með þessu að rjúfa sáttaferli sem komið var af stað.
31.01.2017 - 10:11
„Í fullu samræmi við vilja þingsins“
Sú ákvörðun að fjölga fulltrúum bænda í starfshópi um endurskoðun búvörulaga er ekki óeðlileg að mati ráðherra og fyllilega í samræmi við vilja meirihluta atvinnuveganefndar sem lagði skipan starfshópsins til. Það væri óeðlilegt annað en að í starfshópi sem ynni að starfsskilyrðum bænda væru fulltrúar flestra greina landbúnaðar. Félag atvinnurekenda hafi ekki neina lögbundna aðkomu að landbúnaðarmálum og því sé ekkert óeðlilegt við að það eigi ekki fulltrúa í nefndinni.
18.11.2016 - 18:01
Jón Gunnarsson hnýtir í nefndarskipan ráðherra
Jón Gunnarsson, formaður Atvinnuveganefndar Alþingis, segir skipan ráðherra í starfshóp um endurskoðun búvörusamninga ekki í anda þess sem lagt var upp með. Meira jafnvægi hefði hefði þurft. Landbúnaðarráðherra skipaði í dag tvo fulltrúa bænda til viðbótar við þá þrjá sem fyrir voru í hópnum. Jón segir hlutverk starfshópsins mikilvægt og ekki síst þess vegna sé nauðsynlegt að meiri breidd sé í hópnum. Hann segir ástæðu til að skoða hvort ekki sé hægt að mæta betur gagnrýni á skipanina.
18.11.2016 - 17:31
Segja Gunnar Braga stilla upp í óbreytt ástand
Félag atvinnurekenda andmælir skipan Gunnars Braga Sveinssonar landbúnaðarráðherra í starfshóp sem á að endurskoða búvörusamninga. Þetta er í annað sinn sem félagið gerir athugasemd við skipun í hópinn. Það segir fjölgun ráðherrans á fulltrúum í hópnum, ávísun á óbreytt ástand í landbúnaðarmálum. Fulltrúum verður fjölgað úr átta í tólf. Tveir þeirra eru bændur og einn fyrrum þingmaður sem stutt hefur gildandi búvörusamninga. Félag atvinnurekenda fékk ekki fulltrúa, þrátt fyrir óskir þar um.
18.11.2016 - 16:36
FA hunsað við endurskoðun búvörusamninga
Félag atvinnurekenda andmælir því að eiga ekki fulltrúa í samráðshóp sem Gunnar Bragi Sveinsson, landbúnaðarráðherra hefur skipað um endurskoðun búvörusamninga. Á vef atvinnuvegaráðuneytisins í dag kom fram að Gunnar Bragi hefði skipað Guðrúnu Rósu Þorsteinsdóttur, forstöðumann rannsóknamiðstöðvar Háskólans á Akureyri, formann hópsins og óskað þess að ASÍ, SA, BSRB, Neytendasamtökin, Samtök afurðastöðva og Bændasamtökin skipi menn í hópinn.
21.10.2016 - 17:16
Viðamesta endurskoðun í áratugi
Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að í nýsamþykktum búvörusamningum felist mesta endurskoðun á íslensku landbúnaðarkerfi í áratugi. Jón segir að íslenskt landbúnaðarkerfi sé að mörgu leyti meingallað. Búvörusamningar voru samþykktir í síðustu viku með 19 atkvæðum stjórnarþingamanna en 16 sátu hjá.
19.09.2016 - 08:58
Vilja breytingar á tollkvótum í búvörusamingum
Varaformaður og framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu skora á stjórnvöld að taka til endurskoðunar núverandi framkvæmd við úthlutun á tollkvótum fyrir lansbúnaðarvöru. Þeir harma það að atvinnuveganefnd Alþingis hafi ekki tekið tillögur samtakanna um breytingar á úthlutun á tollkvótum til skoðunar.
30.08.2016 - 10:33
Fella út ákvæði um verðlag og kosið á ný
Meirihluti atvinnuveganefndar hefur afgreitt búvörulög með róttækum breytingum. Lagt er til að fella burt ákvæði um verðlag á landbúnaðarvörum og heildaratkvæðagreiðsla um samningana verður meðal bænda árið 2019 og afgreiðsla Alþingis í framhaldi af því. Skýrt er kveðið á um endurskoðunarákvæði innan þriggja ára. 
29.08.2016 - 12:07
Beðið álits um hvort breyta megi gildistíma
Kristján Möller fulltrúi Samfylkingarinnar í atvinnuveganefnd segir drög að nefndaráliti meirihlutans um búvörulögin ekki ganga nógu langt. Framhaldið ráðist af áliti sérfræðinga um hvort Alþingi geti gert breytingar á gildistíma samningsins. 
19.08.2016 - 19:47
Félag atvinnurekenda heldur dómsmáli áfram
Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir að boðaðar breytingartillögur meirihluta atvinnuveganefndar á frumvarpi til búvörulaga sé viðurkenning á gagnrýni sem þeir hafi viðhaft. Þó sé ekki nógu langt gengið. Félagið hyggst halda dómsmáli vegna ákvæða í búvörusamningnum til streitu. Fulltrúi Vinstri grænna í atvinnuveganefnd styður tillögu meirihlutans um tíu ára ramma með endurskoðunarákvæðum.
19.08.2016 - 12:10
Vilja vísa búvörusamningi frá
Björt Ólafsdóttir og allur þingflokkur Bjartrar framtíðar hafa lagt fram tillögu á Alþingi um að frumvarpi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um búvörusamning verði vísað til ríkisstjórnarinnar og að henni verði falið að framlengja gildandi samninga og hefja vinnu við nýja samninga í samvinnu við hagsmunaaðila og stofnanir ríkisins með hagsmuni neytenda, landgæða, lífrænnar framleiðslu og dýraverndar að leiðarsljósi. Frumvarp ráðherra er enn til umfjöllunar í atvinnuveganefnd Alþingis.
Fallast ekki á styttingu búvörusamninga
Miklar breytingar á búvörusamningum munu kalla á nýjar samningaviðræður, segir formaður Bændasamtakanna í Fréttablaðinu í dag. Hann gagnrýnir landbúnaðarráðuneytið fyrir að hafa ekki unnið málið nánar með þinginu.
12.07.2016 - 06:57
Hætta með kúabú vegna búvörusamnings
Nokkrir bændur í Hörgárdal ætla að hætta mjólkurframleiðslu og reyna að selja mjólkurkvóta sinn á markaði, því þeir treysta sér ekki í endurbætur á fjósum sem verða nauðsynlegar á næstu árum. Ekki er þó víst að þeir geti selt kvótann á markaði vegna nýs búvörusamnings.
Búvörusamningar ekki afgreiddir
Búvörusamningarnir sem undirritaður voru í vetur voru ekki afgreiddir á Alþingi áður en þingfundum var frestað í gærkvöldi. Framkvæmdastjóri Bændasamtakanna segir í samtali við Bændablaðið að þetta setji greinina í óvissu.
03.06.2016 - 18:00
Vilja tollasamninga samhliða búvörusamningi
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins gerðu margir hverjir athugasemd við búvörusamninginn á þingflokksfundi í fyrrakvöld. Þar var frumvarp landbúnaðarráðherra um lagabreytingar í tengslum við samninginn til umræðu ásamt um þrjátíu öðrum lagafrumvörpum og þingsályktunartillögum ríkisstjórnarinnar.
01.04.2016 - 09:03
Bændur samþykkja búvörusamninga
Kúabændur og sauðfjárbændur hafa samþykkt nýja búvörusamninga. 60% sauðfjárbænda samþykktu samninginn; 37% höfnuðu honum. Tæp 75% kúabænda samþykktu samninginn en tæp 24% höfnuðu honum.
29.03.2016 - 19:16
Hagsmuna neytenda ekki gætt nægilega vel
Hagsmuna neytenda er ekki gætt nema að litlu leyti í nýgerðum búvörusamningum, að mati dósents í hagfræði. Varaformaður Neytendasamtakanna er ósáttur við samningana.
01.03.2016 - 11:47
Samningarnir tryggja framtíð fjölskyldubúsins
Með nýjum búvörusamningum er staðinn vörður um framtíð fjölskyldubúsins og spornað gegn fækkun í bændastétt. Með afnámi kvótakerfisins er skilvirkni aukin og nýliðum gert auðveldara fyrir að hefja búskap. Þetta segir Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands. Hann telur mikilvægt að matvæli séu framleidd hér á landi og horfir þar meðal annars til loftslagssjónarmiða. Hann telur að þeim tugmilljörðum sem verja á til að styðja við landbúnað næstu ár verði vel varið.