Færslur: Búsetumál fatlaðra

Fólk sem bíður eftir félagshúsnæði gæti kært úthlutun
Fólk á biðlista sveitarfélags eftir húsnæði getur átt rétt á að kæra ákvörðun um úthlutun. Þetta kemur fram í áliti umboðsmanns Alþingis á máli fatlaðrar konu sem hafði kært ákvörðun úrskurðarnefndar velferðarmála um að vísa frá kæru hennar um að annar en hún fékk úthlutað sértæku húsnæðisúrræði í Reykjavík. Í álitinu er lagt til að borgin meti hvort endurskoða þurfi verklag í þessum málaflokki.
Myndskeið
Langþráður draumur rætist með nýjum þjónustukjarna
Nýr þjónustukjarni fyrir fatlað fólk á Akureyri verður tekinn í notkun næsta sumar. 13 manns eru á biðlista eftir sértæku húsnæði og biðtími allt að 5 ár. Mikil eftirvænting er meðal verðandi íbúa sem margir eru í fyrsta sinn að fá sína eigin íbúð.
Segir vistheimili hafa gleymst í kerfinu
Framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir að íbúar á Bjargi, vistheimili fyrir geðfatlaða karla, fái ekki örorkubætur og séu því snuðaðir um allt að 100 þúsund krónur mánaðarlega í áratugi. 
Óvíst hver tekur við rekstri vistheimilis
Óvíst er hver tekur við rekstri vistheimilis fyrir geðfatlaða karla á Seltjarnarnesi. Forstöðumaður heimilisins segir að húsnæðismál geðfatlaðra séu í lamasessi. Félagsmálaráðherra segir að bænum beri skylda til að reka heimilið. 
Mikil tímamót fyrir fatlað fólk
Frumvarp félagsmálaráðherra um þjónustu við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir, oft kallað NPA-frumvarpið (notendastýrð persónuleg aðstoð), var samþykkt á Alþingi síðdegis að lokinni annarri umræðu. Þetta frumvarp þykir mikið tímamótaskref í baráttu fatlaðs fólks fyrir bættum réttindum og hefur verið árum saman í vinnslu en það var samþykkt í dag mótatkvæðalaust. Þriðja og síðasta umræða er á dagskrá á morgun og því viðbúið að það verði þá að lögum.
25.04.2018 - 21:46
Vonast til að leysa málið í sátt við borgina
Faðir einhverfrar stúlku, sem tapaði dómsmáli gegn Reykjavíkurborg í vikunni, segist spenntur að sjá viðbrögð borgarinnar við dómnum. Stúlkan fær ekki nauðsynlega þjónustu heima hjá sér nema aðra hverja viku. Hún þarf því að flytja 52 sinnum á ári.
04.12.2016 - 19:31
Biðlistar nær tvöfaldast frá yfirfærslu
Í dag gerir Reykjavíkurborg óbeint ráð fyrir því að ungmenni með fötlun séu í foreldrahúsum til 24 ára aldurs. Til stendur að beina fleirum úr hópi þeirra sem hafa minnsta þjónustuþörf í almenn búsetuúrræði. Borgin samþykkti í apríl 300 milljóna króna neyðaráætlun til að vinda ofan af þeim vanda sem til staðar er í búsetumálum fatlaðra. Ýmislegt hefur staðið í vegi fyrir uppbyggingu nýrra úrræða.
29.09.2016 - 17:10
„Ég vil bara fá að vera mamma hans“
Ég fór bara erlendis og sagði að ég yrði ekki heima þannig að það yrði að grípa til einhverra aðgerða. Þetta segir kona sem barist hefur fyrir því að fatlaður sonur hennar fái búsetuúrræði á vegum borgarinnar. Árið 2015 bjó helmingur fullorðinna fatlaðra einstaklinga, 18 til 39 ára í foreldrahúsum eða hjá ættingjum. Þetta búsetufyrirkomulag er orðið algengara en það var fyrir fimm árum, þá bjuggu 42% fatlaðra á þessum aldri hjá foreldrum eða ættingjum. Þetta sýna nýjar tölur frá Hagstofunni.
23.09.2016 - 19:01