Færslur: Búsáhaldabyltingin

23 fengið bætur vegna nafnbirtinga í skýrslu lögreglu
23 einstaklingar hafa fengið miskabætur frá ríkinu vegna þess að það láðist að afmá nöfn þeirra í skýrslu sem lögreglan vann um mótmæli í tengslum við búsáhaldabyltinguna. Samtals nema bæturnar 7,5 milljónum króna.
Enginn vildi hlusta á „kynvillingatónlist“
„Ég ætlaði að svipta mig lífi ég var svo langt leiddur,“ segir söngvaskáldið Hörður Torfason sem mætti hatri og útskúfun þegar hann kom út úr skápnum snemma á áttunda áratugnum. Hörður er mikill baráttumaður sem stofnaði Samtökin 78 og leiddi búsáhaldabyltinguna 2009. Hann er nýorðinn 75 ára og er að gefa út nýja söngva- og ljóðabók.
Viðtal
Óskuðu liðsinnis Íslendinga við byltingu
Tíu Gulvestungar mættu í sendiráð Íslands í París á dögunum og óskuðu eftir liðsinni íslenskra stjórnvalda við að gera byltingu, í líkingu við búsáhaldabyltinguna. Einnig óskuðu þeir aðstoðar og ráðgjafar við að losna undan oki alþjóðlegra banka.
07.02.2019 - 09:26
Hrunið, traust og gagnsæi
Vantraust á yfirvöldum hefur víða aukist eftir fjármálarhremmingarnar 2008. Erlendis er vantraustið meðal annars rakið til hægfara hagvaxtar en einnig af því stjórnmálamenn og yfirvöld hafa ekki beitt sér fyrir rannsóknum á starfsemi banka. Á Íslandi er þessu þveröfugt farið: hagvöxtur nokkuð fljótur að taka við sér og hrunmál rannsökuð en samt er skortur á trausti. Kannski af því gagnsæi er enn hörgulvara samkvæmt nýrri skýrslu um traust.
03.10.2018 - 13:03
Hversdagsrof skapar rými fyrir andóf
Í kjölfar efnahagshrunsins varð smám saman til mótmælahefð á Íslandi. Fólk áttaði sig á því að það gat haft áhrif og komið ráðamönnum frá með því að skapa ótta um glundroða. Þetta segir Jón Gunnar Bernburg, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, en hann hefur rannsakað tilurð og framgang Búsáhaldabyltingarinnar í þaula og gefur út bók um hana á næstunni. Jón Gunnar telur sterk viðbrögð almennings við uppljóstrunum Panamaskjalanna nú tengjast hruninu sterkum böndum.