Færslur: BUGL

Átti ekki von á að lífsbjörg sonarins yrði niðurgreidd
Sjúkratryggingar Íslands hafa samþykkt að niðurgreiða milljónakostnað við geðræna meðferð þrettán ára drengs í Hollandi. Móðir drengsins vonar að þetta ryðji brautina fyrir aðra í sömu stöðu.
Viðtal
Segir byltingar hafa rænt unglinga bernskunni
Sorgin er að verða meira og meira sjúkdómsvædd að mati Björns Hjálmarssonar, geðlæknis á barna- og unglingageðdeild Landspítala. Rúmlega 11 prósent stúlkna á aldrinum 12 til 17 ára hafa fengið uppáskrifuð þunglyndis- eða kvíðalyf á árinu samkvæmt Landlækni, og hafa þær aldrei verið fleiri. Línuleg aukning hefur orðið á notkun þessarra lyfja allt frá árinu 1998 að sögn Björns.
Segist vilja byrja á úrræðum fyrir börn í mestum vanda
Barnamálaráðherra bindur miklar vonir við nýsamþykktar breytingar í málefnum barna sem auka eiga samvinnu og bæta samfellu í þjónustu við börn. Hann vill að byrjað verði á þjónustu við börn sem eiga í mestum vanda. 
Úrræðaleysi í þjónustu við börn með alvarlegan geðvanda
Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir ákveðið úrræðaleysi í þjónustu við börn með alvarlegan vanda. Sveitarfélögum þyki nokkuð skorta upp á að ríkið uppfylli úrræði sem þeim ber samkvæmt lögum. Hún segir skiljanlegt að foreldrar leiti aðstoðar víða en hins vegar sé það svo að vandi veikra barna sé ekki alltaf barnaverndarmál. 
Sjónvarpsfrétt
Ef ekkert verður gert verður hann nauðungarvistaður
Ef ekkert verður að gert verður hann nauðungarvistaður á geðdeild þegar hann verður fullorðinn. Þetta segir faðir 11 ára drengs með flóknar geðraskanir. Barna- og unglingageðdeild telur sig ekki ráða við vanda drengsins og hefur ítrekað leitað eftir aðstoð frá Barnavernd án árangurs. Drengurinn hefur reynt að svipta sig lífi og ítrekað komist í kast við lögin. 
Yfirlæknir BUGL: Erfitt að vita af börnum sem bíða
Yfirlæknir á BUGL segir að geðheilbrigðismál barna og ungmenna hafi verið í ólestri í áratugi og stjórnvöld virðist lítinn áhuga hafa á að bæta þar úr. Erfitt sé að vita af börnum sem bíða meðferðar við átröskun.
Viðtal
Bíða með veika dóttur í mánuði eftir svörum frá BUGL
Faðir fjórtán ára stúlku sem er illa haldin af átröskun furðar sig á að fá engin svör frá Barna- og unglingageðdeild Landspítalans þrátt fyrir að tilvísun hafi borist þangað. Hann skoðar nú að sækja meðferð erlendis. Móðir annarrar stúlku eyðir þrjátíu og sex þúsund krónum á mánuði í sálfræðiaðstoð fyrir dóttur sína meðan hún bíður þess að komast að á BUGL.
Viðtal
Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu strandar á samningaborði
Ekki hafa náðst samningar milli Sjúkratrygginga og sálfræðinga um niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu. Heilbrigðisráðherra segist þegar hafa tekið frá fjármuni í verkefnið en bíða þess að samið verði.
Viðtal
Börn á BUGL keppast um hvert geti tapað mestri þyngd
Börn sem leggjast inn á geðdeild vegna annars vanda en átröskunar fara stundum að sýna einkenni átröskunar til þess að fá meiri athygli frá starfsfólki. Sérfræðingur segir að þessi smitáhrif fylgi því að vera með blandaða barna- og unglingageðdeild. Þá verður stundum samkeppni milli þeirra barna sem hve veikust eru af átröskun um hvert þeirra geti tapað mestri þyngd.
Sjónvarpsfrétt
Lengri bið á BUGL og börnin eru veikari
Mikil fjölgun hefur orðið á bráðakomum og innlögnum á Barna- og unglingageðdeild Landspítala í kórónuveirufaraldrinum og börn bíða nú tveimur mánuðum lengur eftir þjónustu þar en fyrir faraldur. Tilfellum sem tengjast átröskun hefur fjölgað um 70%.
Sjónvarpsfrétt
Meira en tíunda hver kona á Íslandi þjáist af átröskun
Yfir hundrað sjúklingar eru nú á biðlista hjá geðsviði Landspítalans og BUGL vegna átraskana. Biðtíminn er meira en eitt og hálft ár. Forsvarskonur samtaka um átraskanir segja úrræðaleysið óboðlegt og umræðuna nær enga. Meira en tíunda hver kona og yfir fimm prósent karla glíma við átröskun.
27.05.2021 - 18:54
Sjónvarpsfrétt
Bráðainnlögnum á BUGL fjölgar um 80 prósent á einu ári
Bráðainnlögnum á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans hefur fjölgað um 80 prósent á einu ári. Tilvísunum vegna sjálfsvígshugsana og sjálfsvígstilrauna ungmenna fjölgar hratt. Geðlæknir á BUGL segir byssueign, vímuefnaneyslu og niðurskurð í þjónustu stóra áhættuþætti.
Á fimmta tug barna eru hjá transteymi BUGL
42 börn eru nú í meðferð hjá transteymi barna- og unglingageðdeildar Landspítala, 83 börn hafa notið slíkrar meðferðar undanfarin tíu ár og flest koma þau í meðferð á kynþroskaskeiðinu. Tvö af hverjum þremur eru líffræðilega kvenkyns.
Engir sálfræðingar í transteymi BUGLS síðan í fyrra
Engir sálfræðingar hafa fengist til starfa í transteymi barna- og unglingageðdeildar Landspítala, BUGL, þrátt fyrir ítrekaðar auglýsingar á þessu ári. Hefur teymið ekki verið fullmannað síðan sérhæfðir starfsmenn deildarinnar, sem störfuðu innan teymisins, hættu þar störfum 2019.
Myndband
Segir mikilvægt að talað sé um sjálfsskaða
Ung kona, sem stundaði sjálfsskaða í sjö ár, segir mikilvægt að fólk í sömu stöðu segi frá og leiti sér aðstoðar. Geðlæknir sem hefur meðhöndlað sjálfsskaða segir fólk geta fengið hjálp víða. Myndir sem konan birti á samfélagsmiðlum á dögunum hafa vakið mikla athygli.
Gáfu BUGL bíl
Lionsklúbburinn Fjörgyn afhenti í gær barna og unglingageðdeild Landspítalans nýjan bíl af gerðinni Dacia Duster í stað Renault Traffic bifreiðar sem klúbburinn gaf geðdeildinni fyrir nokkrum árum.
24.05.2019 - 09:47
Einhverf börn hvorki í skóla né meðferð
Að minnsta kosti þrjú börn með einhverfu eru ekki í grunnskóla því hvorki þau né skólinn geta tekist á við það. Móðir ellefu ára stúlku, sem grunnskóli hennar treystir sér ekki til að hafa, segir að úrræðin séu engin og margra vikna bið eftir því að komast á fund hjá Barna- og unglingageðdeild Landspítalans. 
12.04.2019 - 19:33
Íslendingar illa búnir gagnvart tölvufíkn
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur viðurkennt tölvuleikjafíkn sem geðsjúkdóm. Björn Hjálmarsson, barna- og unglingageðlæknir hjá BUGL, hefur áhyggjur af þróuninni og segir kerfið vanbúið til að bregðast við vaxandi vanda. Þá hefur útköllum til lögreglu vegna tölvufíknimála fjölgað.
20.06.2018 - 16:24