Færslur: Bucha

Gögn talin sanna aftökur almennra borgara í Bucha
Vitnisburður og upptaka sjónarvotts og upptaka úr öryggismyndavélum þykja sanna að rússneskir fallhlífarhermenn tóku að minnsta kosti átta úkraínska karlmenn af lífi í úkraínsku borginni Bucha.
20.05.2022 - 01:40
Segir Evrópu fremja efnahagslegt sjálfsvíg
Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir Evrópu fremja efnahagslegt sjálfsvíg með þvingunum sem beint er að rússneska orkugeiranum. Norska ríkisútvarpið greinir frá þessum orðum forsetans á vef sínum.
Zelensky fundar með bandarískum ráðherrum
Líklegt þykir að Volodymyr Zelensky Úkraínuforseti biðli til Bandaríkjanna um afhendingu öflugra árásarvopna. Hann ræddi við Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna og varnarmálaráðherrann Lloyd Austin í kvöld. Aðstoðarmaður forsetans staðfestir fundinn.
24.04.2022 - 23:55
Zelensky segir af og frá að Mariupol sé fallin
Volodymyr Zelensky Úkraínuforseti segir af og frá að hafnarborgin Mariupol sé komin undir yfirráð rússneska innrásarliðsins. Vladimír Pútín Rússlandsforseti staðhæfði í gær að tekist hefði að frelsa borgina undan yfirráðum Úkraínumanna.
Zelensky sakar Rússa um heigulshátt
Volodymyr Zelensky Úkraínuforseti sakar Rússa um pyntingar, kallar innrásarliðið gungur og varar landsmenn við að rússneskar hersveitir ætli sér enn viðameiri aðgerðir austanvert í landinu en hingað til.
Berlusconi lýsir þungum vonbrigðum með framferði Pútíns
Milljarðamæringurinn Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu segist hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með framferði vinar síns Vladimírs Pútín forseta Rússlands.
Aðkoman í Borodjanka sögð verri en í Bucha
Úkraínuforseti segir að ástandið í borginni Borodjanka sé enn verra en í borginni Bucha. Þýskt dagblað hefur birt samskipti rússneskra hermanna í Bucha og segir rússneska málaliða hafa komið þar að verki.
SÞ: Fjöldamorðin í Bucha verða rannsökuð
Martin Griffiths, framkvæmdastjóri mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum, segir að sérfræðingar verði sendir til Bucha í Úkraínu til að rannsaka fjöldamorð á almennum borgurum. Þau komu í ljós eftir að rússneskt herlið fór þaðan eftir að hafa hersetið bæinn í nokkrar vikur. 
Framtíð Rússa í mannréttindaráðinu ræðst í dag
Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna greiðir atkvæði um það í dag hvort vísa eigi Rússum úr mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Talsmenn Breta og Bandaríkjamanna tilkynntu fyrr í vikunni þá ætlun sína að beita sér fyrir brottrekstri Rússa.
Segir þá grimmustu í Bucha vera leyniþjónustumenn
Iryna Venediktova, ríkissaksóknari Úkraínu, segir að rannsókn standi yfir á hátt í sex þúsund atvikum sem flokkast geti sem stríðsglæpir af hálfu Rússa. Rannsóknin beinist meðal að framferði þeirra í Bucha og byggist á lögum um framferði í stríði. Íbúi í Bucha segir að hernám borgarinnar hafi breyst eftir að þangað komu eldri hermenn úr röðum leyniþjónustunnar.
Lík 410 almennra borgara hafa fundist í Bucha
Minnst 410 almennir borgarar hafa fundist látnir í bænum Bucha, skammt frá höfuðborg Úkraínu. Óttast er að mannfall sé mun meira. Rússar höfðu hersetu í borginni í fimm vikur.
04.04.2022 - 06:11