Færslur: Bubbi Morthens

Sendir sjálfum sér hugmyndir á hverjum degi
Tónlistarmaðurinn og ljóðskáldið Bubbi Morthens segir að þótt ljóðagerð og tónsmíðar falli af sama trénu, séu þetta hvor sín greinin og hvíli um leið hvor aðra. Bubbi frumflutti nýtt lag í Popplandi og er á leið í örtónleikaferð.
24.10.2018 - 11:29
Bubbi á spítala og spilar ekki í kvöld
Bubbi Morthens hefur verið lagður inn á Landspítalann vegna kvilla í nefi. Hann kemur því ekki fram með hljómsveitinni Dimmu á tónleikum Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum í kvöld. Hann greinir frá þessu í yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni. Þar segist hann undanfarið hafa glímt við kvillann og að ekki hafi tekist að meðhöndla hann fyrir kvöldið.
18.08.2018 - 16:06
Bubbi í Borgarleikhúsinu 2008
Í konsert í kvöld rifjum við upp útgáfutónleika Bubba úr Borgarleikhúsinu frá 6. júní 2008 þegar hann fagnaði 52ja ára afmælinu.
17.05.2018 - 15:04
Viðtal
Bubbi brúar kynslóðabilin
Íslenskan er helsta ástæðan fyrir því að tónlist Bubba Morthens hefur staðist tímans tönn og átt greiða leið milli kynslóða, að mati tónlistarmannsins. „Ég held að tungumálið hafi þennan galdur að ná til fólks. Hefði ég verið að syngja á ensku býst ég ekki við þessum áhrifum.“
19.04.2018 - 08:23
Bubbi glímir við kvíða fyrir tónleika
„Það voru tímabil þar sem ég var bara veikur áður en ég fór á svið,“ segir Bubbi Morthens tónlistarmaður, sem hefur lengi glímt við kvíða í aðdraganda tónleika. Hann segist áður hafa tekið inn efni til að deyfa sig en nálgist nú tónleika á annan hátt.
18.04.2018 - 14:05
Bubbi segir sögur af landi
Bubbi hlustar á plötuna Sögur af landi frá 1990 með umsjónarmanni Rokklands og segir frá lögunum og plötunni í Rokklandi vikunnar.
14.04.2018 - 13:14
Gagnrýni
Fyllerí og ofbeldi en líka fegurð og ást
Ljóðabókin Hreistur eftir Bubba Morthens er rökrétt framhald af hans síðustu bók og býr að ríkulegum efniviði og sterku myndmáli, að mati gagnrýnenda Kiljunnar.
05.10.2017 - 10:00
Mezzoforte er fjögur horn
Í síðasta þætti ræddu þeir Eyþór og Gulli um upphafsár Mezzoforte, ævintýrið í London þegar Mezzoforte spilaði fyrst íslenskra hljómsveita í Top of the Pops hjá BBC t.d.
17.09.2017 - 13:06
Bubbi skilar skömminni
„Það er ástæða fyrir því að ég er reiður maður í Utangarðsmönnum. Þetta hefur áhrif – þetta hefur alvarleg áhrif,“ segir Bubbi Morthens um það að hafa verið misnotaður kynferðislega sem strákur. „Ég er enn að vinna úr þessu og þetta er eitthvað sem markar þig fyrir lífstíð.“
15.09.2017 - 15:23
Tíu bestu fyrstu plötur íslenskra poppara
Rás 2 hefur nú skipað hóp álitsgjafa sem mun á næstunni setja saman topp tíu lista yfir ýmis tónlistartengd málefni. Fyrsta verkefnið var að velja besta frumburð, það er fyrstu breiðskífu, íslensks tónlistarmanns eða hljómsveitar.
12.09.2017 - 16:38
Gagnrýni
Ádeilunni skipt út fyrir einlæga viðkvæmni
Steinunn Inga Óttarsdóttir fjallar um nýjustu ljóðabók Bubba Morthens, sem hún segir ekki boða nýjungar í skáldskap en Bubbi hafi lag á að endurnýja sig, þó hörkuleg ímynd hans hafi velkst af lífsins boðaföllum.
07.09.2017 - 14:38
„Ég varð vitni að brútal nauðgun“
„Í rauninni er þetta bók um Ásbjörn sem varð að Bubba Morthens,“ segir Bubbi um nýútkomna ljóðabók sína þar sem hann rifjar upp sársaukafullar –en stundum fallegar– minningar úr verbúðalífinu. Í eitt skipti varð hann vitni að hrottalegri nauðgun sem hann yrkir um í bókinni.
03.09.2017 - 18:35
Tónaflóð 2016 aftur!
Í Konsert í kvöld bjóðum við upp á brot af því besta sem fram fór á Tónaflóði Rásar 2 á Arnarhóli á Menningarnótt í fyrra.
Gagnrýni
Þessi rödd, þessi gítar, þessi djúpa þrá
Bubbi Morthens leitar á suðrænar slóðir á nýjustu plötu sinni, Túngumál. Gítara spilar hann allur sjálfur, röddin frábær sem fyrr og platan með betri verkum Bubba hin síðustu ár. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í verkið sem er plata vikunnar á Rás 2.  
Túngumál
Nýjasta breiðskífa Bubba Túngumál er plata vikunnar á Rás 2. Platan var gerð undir áhrifum tónlistar frá Suður-Ameríku, þangað sækir Bubbi til að finna andardrátt og hjarta tónlistarinnar.
19.06.2017 - 09:53
Chris Cornell seinni hluti +
Síðasti þáttur var tileninkaður Chris Cornell úr Soundgarden og Audioslave – söngvaranum og tónlistarmanninum frábæra sem batt enda líf sitt á hótelherbergi í Detroit 18. Maí sl.
04.06.2017 - 13:03
Dögun í 30 ár
Bubbi Morthens segir frá plötunni Dögun í Rokklandi dagsins og lífi sínu á þeim tíma þegar platan varð til og kom út.
30.04.2017 - 10:43
Bubbi er búinn með skoðanakvótann – samt ekki!
Bubbi Morthens var gestur Vikunnar með Gísla Marteini á föstudagkvöldið og sagði að skoðanir væru bara eins og arfi. En hann fékk lánaðar nokkrar skoðanir fyrir kvöldið, meðal annars á orðum dómsmálaráðherra um launamun kynjana.
10.02.2017 - 23:35
Lifandi áramótabland...
Í Konsert kvöldins verður boðið upp á brot af því best, eða blöndu, tóndæmi frá hinum ýmsu Konsert þáttum ársins 2016.
„Allir vilja græða á jólunum“
„Ég held að Íslendingar séu orðnir heimsmeistarar í jólarunki, við sláum jafnvel Las Vegas við svona miðað við höfðatölu,“ segir Bubbi Morthens um kaupmennskuna og flóðið af jólalögum- og tónleikum í kringum jólin.
14.12.2016 - 15:22
Glimrandi Tónaflóð á Menningarnótt
Í Rokklandi vikunnar er boðið upp á brot af því besta sem var spilað og sungið á Tónaflóði Rásar 2 á Arnarhóli á Menningarnótt.
Bubbi 23 og 32 ára í útvarpinu
Í þættinum Konsert í kvöld kl. 22.05 verður boðið upp á sjaldgæfa súpu úr safni Ríkisútvarpsins – upptökur með Bubba, sem verður sextugur á árinu, allt frá árinu 1979 þegar hann heimsótti Rás 1 í fyrsta sinn.
04.02.2016 - 12:28
  •