Færslur: Bubbi Morthens

Okkar á milli
„Ég átti ekki von á því að fólk myndi drulla yfir mig” 
Bubbi Morthens tónlistarmaður segist sumpart hafa fengið neikvæð viðbrögð við útgáfu nýjustu ljóðabókar sinnar, Rof, þar sem hann lýsir kynferðisofbeldi sem hann varð fyrir. Margir hafi vænt hann um athyglissýki. 
21.04.2022 - 10:30
Landinn
Börnin syngja Bubba
„Bubbi er bara svo frábær söngvari og á svo mikið af góðum lögum," segir Katrín Einarsdóttir, varaformaður nemendafélags Auðarskóla í Búðardal.
13.04.2022 - 07:50
Söngleikir samtímans
„Verður að vera alvöru og verður að vera sárt“
Ólafur Egill Egilsson, leikstjóri, segist aldrei hafa fengið jafn stóran stresshnút í magann og þegar Bubbi Morthens mætti á rennsli fyrir söngleikinn Níu líf, þar sem engu er haldið eftir um líf tónlistarmannsins.
06.01.2022 - 08:07
Bubbi fær undanþágu fyrir Þorláksmessutónleika
Bubbi Morthens er fullur þakklætis í kvöld, eftir honum var veitt undanþága til þess að halda sína árvissu Þorláksmessutónleika. „Þetta er mikill léttir, þetta hefur legið í loftinu og núna þegar þetta skellur á með svona litlum fyrirvara er maður þakklátur að hægt sé að klára þetta á þessum forsendum“ segir Bubbi.
21.12.2021 - 19:11
Gagnrýni
Allir geta fundið sér Bubba sem þeir tengja við
Sýningar eru hafnar á ný á söngleiknum Níu lífum, þar sem stiklað er á stóru í ævi Bubba Morthens. „Söngleikurinn er þess eðlis að heitustu aðdáendur Bubba munu eflaust njóta hans og á sama tíma finna eitthvað sem þeir hefðu viljað gera meira úr,“ sagði Snæbjörn Brynjarsson, gagnrýnandi, sem fór á frumsýningu verksins áður en það var tekið af fjölunum vegna samkomutakmarkana.
30.08.2021 - 14:00
Tónaflóð
Bubbi ósáttur við samkomutakmarkanir: „Nú er komið nóg“
„Þórólfur og Svandís og þið þarna á tindinum, þetta er ekkert flókið,“ segir Bubbi Morthens sem er orðinn þreyttur á því að geta ekki spilað á tónleikum fyrir fullu húsi. Sviðslista- og tónlistafólk segir hann að þurfi nauðsynlega leyfi til að koma fram fyrir fimm hundruð manns.
23.08.2021 - 14:08
Gagnrýni
Sígildur og góður Bubbi
Bubba bregst ekki bogalistin á Sjálfsmynd, 34. hljóðversplötu sinni, segir Arnar Eggert Thoroddsen gagnrýnandi. Platan er vonbjört og glaðvær en hann veigrar sér ekki við því að tækla erfiðu málin.
22.06.2021 - 11:23
Plata vikunnar
Bubbi Morthens – Sjálfsmynd
Á miðvikudag kemur út platan Sjálfsmynd sem er þrítugasta og fjórða hljóðsversplata Bubba Morthens. Á plötunni vinnur Bubbi aftur með sama gengi og sömu hljóðfæraleikurum og á síðustu plötu sinni, Regnbogans stræti.
14.06.2021 - 18:40
Tónatal
Nánast sparkað úr partíi fyrir að kunna ekki Blindsker
Bubbi Morthens hefur um langt skeið verið mikill áhrifavaldur í lífi Jónasar Sig tónlistarmanns. Jónas komst að því þegar hann fór ungur austur á land með kassagítarinn meðferðis að enginn vildi leyfa honum að glamra á samkomum nema hann kynni lagið Blindsker.
06.01.2021 - 14:29
Viðtal
„Ef Tolli réttir út höndina er mín nákvæmlega þar“
„Við höfum alltaf elskað hvor annan,“ segir Tolli Morthens um vináttu sína og litla bróður síns Bubba. Tolli er þremur árum eldri og er að vissu leyti alltaf stóri bróðirinn í vinasambandinu en þeir eru afar tengdir. Þeir léku sér sem börn, fóru saman á djammið og studdu hvorn annan þegar þeir hættu báðir í neyslu á fullorðinsaldri.
05.01.2021 - 13:49
Kiljan
„Bubbi hefur aldrei rúmast í neinum stjórnmálaflokki“
Tónlistarsaga Bubba Morthens er rakin í nýrri bók eftir Árna Matthíasson tónlistarblaðamann. Árni segir að þó tónlist Bubba hafi kannski ekki verið byltingarkennd þá hafi hann sjálfur verið bylting í mannsmynd.
12.12.2020 - 09:59
Myndskeið
Bubbi segir ritvillurnar senda góð skilaboð
Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens setti upp myndlistarsýningu í Kringlunni í dag þar sem textar hans með öllum sínum kostum og göllum eru til sýnis.
01.12.2020 - 22:34
„Sigmundur Davíð, þetta var lélegt maður!“
Bubbi Morthens vandaði Sigmundi Davíð ekki kveðjurnar í Vikunni í gær þegar hann færði gagnrýni Sigmundar á frum­varp um réttindi inter­sex barna í tal.
03.10.2020 - 17:08
„Hann vissi ekki þá að lagið væri um þessa atburði“
„Ég hitti hann oft á þessum tíma og hann var út úr kókaður og ruglaður,“ segir Halldóra Geirharðs leikkona um Bubba Morthens á Egótímabilinu. Halldóru fannst hann hrokafullur svikari þá, en í dag, þegar hún leikur Bubba frá sama tímabili í leiksýningunni Níu líf, segist hún sjá gullhjartað sem töffarinn verndaði með stælunum.
Poppland
Bubbi vildi ekki hafa Stál og hníf á fyrstu plötunni
Bubbi Morthens segir að hann hafi ekki viljað setja lagið Stál og hnífur á fyrstu plötu sína þar sem lagið hafi ekki verið tilbúið. „En lagið er eins og það er og ég er rosa ánægður með Stál og hníf, hvernig það hefur plummað sig og gefið mér fokkfingurinn.“
26.05.2020 - 10:57
Vikan
„Listin getur aldrei orðið lýðheilsustofnun“
Kvikmyndaleikstjórinn Baltasar Kormákur segir að sígarettan sem var tekin úr munni Bubba Morthens í vikunni sýni að samfélagið sé komið á vafasama braut. Hann segir mikilvægt að ekki megi beygja listaverk undir einhvers konar lýðheilsumarkmið.
10.05.2020 - 10:02
Ljósmyndarinn ósáttur við breytinguna á Bubba-myndinni
„Það var kveikt í sígarettunni sérstaklega fyrir myndatökuna. Það er rangt að hann hafi keðjureykt sérstaklega. Þetta var stíll sem við vildum hafa,“ segir Björgvin Pálsson ljósmyndari. Björgvin tók myndina af Bubba Morthens sem notuð hefur verið til að kynna söngleikinn Níu líf, um feril Bubba, sem á að sýna í Borgarleikhúsinu.
08.05.2020 - 10:30
Viðtal
Breyttu mynd af Bubba eftir ábendingar
Eftir að auglýsingar um leiksýninguna Níu líf, sem fjallar um ævi Bubba Morthens, voru birtar fyrst, barst Borgarleikhúsinu nokkur fjöldi af athugasemdum því að hann var með sígarettu í munnvikinu á myndinni. Brynhildur Guðjónsdóttir, leikhússtjóri Borgarleikhússins, segir að það og sú staðreynd að Facebook, leyfi ekki myndir af sígarettum hafi orðið til þess að ákveðið var að fjarlægja sígarettuna af hluta af auglýsingaefninu.
07.05.2020 - 17:02
Bubbi um rettuna: „Auðvitað er þetta ritskoðun“
Sígaretta var fjarlægð af öllu helsta markaðsefni söngleiksins Níu líf í Borgarleikhúsinu sem fjallar um ævi Bubba Morthens. Bubbi segir þetta vera hundsbit sem hann verði að sætta sig við.
Vikan
Afgan í Vikunni
Björn Stefánsson syngur lagið Afgan úr sýningunni Níu líf um Bubba Morthens sem frumsýnd var Borgarleikhúsinu í kvöld. Með Birni í för er hin stórkostlega hljómsveit sýningarinnar og hópur bakraddasöngvara. Danshöfundurinn Lee Proud sá um sviðsetningu.
13.03.2020 - 22:25
Víðsjá
„Við erum Bubbi og Bubbi er við“
Borgarleikhúsið frumsýnir á föstudag leikritið Níu líf sem byggist á ævi og höfundarverki Bubba Morthens. Í sýningunni er ævi Bubba skoðuð frá ýmsum hliðum, í karnivalskri sýningu sem geymir bæði söngva og dansa, meðal annars nýjar útsetningar á lögum Bubba. „Við erum með allt undir,“ segir Ólafur Egill Egilsson leikstjóri verksins.​
Síðdegisútvarpið
Ástarlög geta líka fjallað um ofbeldi og neyslu
„Ástin er bara eins og demanturinn. Þú snýrð demantinum og þá koma alls konar fletir og ljósið fellur á hann á mismunandi stöðum,“ segir Bubbi Morthens sem mætti með kassagítarinn í Síðdegisútvarpið og úttalaði sig um ástina.
31.01.2020 - 14:36
Poppland
Aron Mola varð kjaftstopp þegar Bubbi gekk inn
Rakel Björk og Aron Már sem bæði taka þátt í sýningunni Níu líf, sem sýnd verður í Borgarleikhúsinu í vor, voru stödd í hljóðveri um það bil að fara að flytja einn frægasta smell Bubba Morthens þegar hann Bubbi sjálfur inn og kom þeim á óvart. „Kaldur sviti rann niður bakið á mér,“ segir Aron.
16.01.2020 - 13:44
Guðrún Eva og Bubbi fá menningarviðurkenningar RÚV
Menningarviðurkenningar RÚV voru veittar við hátíðlega athöfn í Útvarpshúsinu í dag. Guðrún Eva Mínervudóttir hlaut viðurkenningu Rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins og Bubbi Morthens hlaut Krókinn, viðurkenningu Rásar 2, fyrir framúrskarandi tónlistarflutning á árinu.