Færslur: Bubbi Morthens

„Sigmundur Davíð, þetta var lélegt maður!“
Bubbi Morthens vandaði Sigmundi Davíð ekki kveðjurnar í Vikunni í gær þegar hann færði gagnrýni Sigmundar á frum­varp um réttindi inter­sex barna í tal.
03.10.2020 - 17:08
„Hann vissi ekki þá að lagið væri um þessa atburði“
„Ég hitti hann oft á þessum tíma og hann var út úr kókaður og ruglaður,“ segir Halldóra Geirharðs leikkona um Bubba Morthens á Egótímabilinu. Halldóru fannst hann hrokafullur svikari þá, en í dag, þegar hún leikur Bubba frá sama tímabili í leiksýningunni Níu líf, segist hún sjá gullhjartað sem töffarinn verndaði með stælunum.
Poppland
Bubbi vildi ekki hafa Stál og hníf á fyrstu plötunni
Bubbi Morthens segir að hann hafi ekki viljað setja lagið Stál og hnífur á fyrstu plötu sína þar sem lagið hafi ekki verið tilbúið. „En lagið er eins og það er og ég er rosa ánægður með Stál og hníf, hvernig það hefur plummað sig og gefið mér fokkfingurinn.“
26.05.2020 - 10:57
Vikan
„Listin getur aldrei orðið lýðheilsustofnun“
Kvikmyndaleikstjórinn Baltasar Kormákur segir að sígarettan sem var tekin úr munni Bubba Morthens í vikunni sýni að samfélagið sé komið á vafasama braut. Hann segir mikilvægt að ekki megi beygja listaverk undir einhvers konar lýðheilsumarkmið.
10.05.2020 - 10:02
Ljósmyndarinn ósáttur við breytinguna á Bubba-myndinni
„Það var kveikt í sígarettunni sérstaklega fyrir myndatökuna. Það er rangt að hann hafi keðjureykt sérstaklega. Þetta var stíll sem við vildum hafa,“ segir Björgvin Pálsson ljósmyndari. Björgvin tók myndina af Bubba Morthens sem notuð hefur verið til að kynna söngleikinn Níu líf, um feril Bubba, sem á að sýna í Borgarleikhúsinu.
08.05.2020 - 10:30
Viðtal
Breyttu mynd af Bubba eftir ábendingar
Eftir að auglýsingar um leiksýninguna Níu líf, sem fjallar um ævi Bubba Morthens, voru birtar fyrst, barst Borgarleikhúsinu nokkur fjöldi af athugasemdum því að hann var með sígarettu í munnvikinu á myndinni. Brynhildur Guðjónsdóttir, leikhússtjóri Borgarleikhússins, segir að það og sú staðreynd að Facebook, leyfi ekki myndir af sígarettum hafi orðið til þess að ákveðið var að fjarlægja sígarettuna af hluta af auglýsingaefninu.
07.05.2020 - 17:02
Bubbi um rettuna: „Auðvitað er þetta ritskoðun“
Sígaretta var fjarlægð af öllu helsta markaðsefni söngleiksins Níu líf í Borgarleikhúsinu sem fjallar um ævi Bubba Morthens. Bubbi segir þetta vera hundsbit sem hann verði að sætta sig við.
Vikan
Afgan í Vikunni
Björn Stefánsson syngur lagið Afgan úr sýningunni Níu líf um Bubba Morthens sem frumsýnd var Borgarleikhúsinu í kvöld. Með Birni í för er hin stórkostlega hljómsveit sýningarinnar og hópur bakraddasöngvara. Danshöfundurinn Lee Proud sá um sviðsetningu.
13.03.2020 - 22:25
Víðsjá
„Við erum Bubbi og Bubbi er við“
Borgarleikhúsið frumsýnir á föstudag leikritið Níu líf sem byggist á ævi og höfundarverki Bubba Morthens. Í sýningunni er ævi Bubba skoðuð frá ýmsum hliðum, í karnivalskri sýningu sem geymir bæði söngva og dansa, meðal annars nýjar útsetningar á lögum Bubba. „Við erum með allt undir,“ segir Ólafur Egill Egilsson leikstjóri verksins.​
Síðdegisútvarpið
Ástarlög geta líka fjallað um ofbeldi og neyslu
„Ástin er bara eins og demanturinn. Þú snýrð demantinum og þá koma alls konar fletir og ljósið fellur á hann á mismunandi stöðum,“ segir Bubbi Morthens sem mætti með kassagítarinn í Síðdegisútvarpið og úttalaði sig um ástina.
31.01.2020 - 14:36
Poppland
Aron Mola varð kjaftstopp þegar Bubbi gekk inn
Rakel Björk og Aron Már sem bæði taka þátt í sýningunni Níu líf, sem sýnd verður í Borgarleikhúsinu í vor, voru stödd í hljóðveri um það bil að fara að flytja einn frægasta smell Bubba Morthens þegar hann Bubbi sjálfur inn og kom þeim á óvart. „Kaldur sviti rann niður bakið á mér,“ segir Aron.
16.01.2020 - 13:44
Viðtal
Bubbi sýnir málverk á fullveldishátíð Tolla
„Ég vil auðvitað eigna mér þessa fæðingu,“ segir Tolli Morthens um það að bróðir hans, Bubbi, hefur nú tekið upp pensilinn og byrjað að mála olíumálverk. Á laugardaginn heldur Tolli fullveldishátíð og opnar vinnustofu sína þar sem málverk Bubba verða meðal annars til sýnis.
29.11.2019 - 15:24
Stúdíó 12
Bubbi: „Þá endarðu bara einn úti í horni“
Bubbi Morthens kíkti í heimsókn ásamt hljómsveit sinni Tvistunum í Stúdíó 12 og tók lögin Rómeó og Júlía, Lífið fyrirgefur dauðanum, og Skriðu.
18.11.2019 - 15:37
Leikstjóraskipti í söngleiknum um Bubba
Leikstjóraskipti hafa orðið í einni stærstu uppsetningu Borgarleikhússins á nýju leikári. Kristín Eysteinsdóttir leikhússtjóri mun ekki leikstýra söngleiknum Níu líf, sem byggist á ævi og tónlist Bubba Morthens.
Viðtal
„Það eina sem vantar er andlit“
Regnbogans stræti er 33. sólóplata Bubba Morthens þar sem hann flakkar óhikað á milli dægurlaga og harðkjarnarokks. „Ég veit það ekki, þetta er bara allt músík. Svo setja menn þetta í einhverjar kategoríur. En fyrir mér er þetta bara allt tónlist,“ segir Bubbi í samtali við Poppland.
09.08.2019 - 16:33
Katrín Halldóra og Bubbi frumflytja Án þín
Bubbi Morthens samdi lagið Án þín fyrir Katrínu Halldóru og þau fluttu dúettinn saman í þættinum Vikan með Gísla Marteini. Þeim til halds og trausts var vel mönnuð hljómsveit. Hana skipuðu þeir Guðmundur Óskar Guðmundsson, Örn Eldjárn, Þorvaldur Þór Þorvaldsson, Aron Steinn Ásbjarnarson og Hjörtur Yngvi Jóhannsson. 
24.05.2019 - 22:32
Óttinn er eins og raketta – ástin sigrar allt
Bubbi Morthens hefur síðustu misseri unnið að nýrri plötu með fólki sem hann hefur lítið sem ekkert unnið með áður. Hljómplatan ber nafnið Regnbogastræti og segir Bubbi að ef hann væri kokkur kallaði hann plötuna hráfæði.
21.03.2019 - 16:49
Bubbi og Frelsi til sölu
Í Rokklandi dagsins hlusta Bubbi og umsjónarmaður saman á plötuna Frelsi til sölu sem Bubbi sendi frá sér árið 1986.
17.03.2019 - 14:15
Bubbi tekur upp lífrænt hráfæði
Bubbi Morthens vinnur nú að nýrri plötu sem stefnt er á að komi út síðar á þessu ári. Upptökum stýrir Guðmundur Óskar Guðmundsson, bassaleikari Hjaltalín, sem segir að á plötunni mætist gamli Bubbi og sá nýi.
31.01.2019 - 14:50
Viðtal
Ekki verið á föstum launum síðan 1979
Á dögunum voru sagðar fréttir af því að lagt verði til að Bubbi Morthens fái heiðurslaun listamanna. Launin eru veitt þeim sem hafa skarað fram úr við listköpun á starfsævi sinni. „Þetta ferðalag er búið að vera svakalegt,“ segir Bubbi.
06.12.2018 - 17:10
Sendir sjálfum sér hugmyndir á hverjum degi
Tónlistarmaðurinn og ljóðskáldið Bubbi Morthens segir að þótt ljóðagerð og tónsmíðar falli af sama trénu, séu þetta hvor sín greinin og hvíli um leið hvor aðra. Bubbi frumflutti nýtt lag í Popplandi og er á leið í örtónleikaferð.
24.10.2018 - 11:29
Bubbi á spítala og spilar ekki í kvöld
Bubbi Morthens hefur verið lagður inn á Landspítalann vegna kvilla í nefi. Hann kemur því ekki fram með hljómsveitinni Dimmu á tónleikum Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum í kvöld. Hann greinir frá þessu í yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni. Þar segist hann undanfarið hafa glímt við kvillann og að ekki hafi tekist að meðhöndla hann fyrir kvöldið.
18.08.2018 - 16:06
Bubbi í Borgarleikhúsinu 2008
Í konsert í kvöld rifjum við upp útgáfutónleika Bubba úr Borgarleikhúsinu frá 6. júní 2008 þegar hann fagnaði 52ja ára afmælinu.
17.05.2018 - 15:04
Viðtal
Bubbi brúar kynslóðabilin
Íslenskan er helsta ástæðan fyrir því að tónlist Bubba Morthens hefur staðist tímans tönn og átt greiða leið milli kynslóða, að mati tónlistarmannsins. „Ég held að tungumálið hafi þennan galdur að ná til fólks. Hefði ég verið að syngja á ensku býst ég ekki við þessum áhrifum.“
19.04.2018 - 08:23
Bubbi glímir við kvíða fyrir tónleika
„Það voru tímabil þar sem ég var bara veikur áður en ég fór á svið,“ segir Bubbi Morthens tónlistarmaður, sem hefur lengi glímt við kvíða í aðdraganda tónleika. Hann segist áður hafa tekið inn efni til að deyfa sig en nálgist nú tónleika á annan hátt.
18.04.2018 - 14:05