Færslur: BSRB

Spegillinn
Vinnutími starfsmanna ríkis og bæja styttist um áramót
Styttri vinnuvika felur í sér aukin lífsgæði starfsfólks og stuðlar að hamingjusamara samfélagi segir á vef BSRB. Í samningum við ríki og sveitarfélög í vor var samið um styttingu vinnuvikunnar í allt að 36 tíma hjá dagvinnufólki en allt að 32 hjá vaktavinnufólki. Vinnan við útfærslu fyrir dagvinnufólk er langt komin, enda á hún að taka gildi um áramótin en í vor hjá vaktavinnufólki. Stytting vinnutímans er sögulegur áfangi segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. 
„Verðum að fara að tala út frá fólki, ekki fjármagni“
Leggja þyrfti meiri áherslu á sértækar aðgerðir ríkisstjórnarinnar fremur en almennar til að sporna við áhrifum kórónuveirufaraldursins. Skort hefur á greiningu á áhrifum aðgerða áður en þær hafa verið lagðar fram.  Þetta segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB. Hún segir að opinbera kerfið hafi verið fjársvelt frá hruni, nú sé tækifæri til að styrkja það.
Fjárfestingarátak stjórnvalda eykur kynjamisrétti
Í kringum 85 prósent þeirra starfa sem verða til við fjárfestingar- og uppbyggingarátak ríkissins á framkvæmdatímanum eru karlastörf. Þetta kemur fram í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2021 og í umsögn BSRB er kynjamisréttið sem fylgir átakinu harðlega gagnrýnt. Fjárfestingar- og uppbyggingarátakinu er ætlað að veita viðspyrnu vegna efnahagsáhrifa kórónuveirufaraldursins.
Viðtal
Segir óforsvaranlegt annað en að hækka bætur
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur BSRB, segir að ekki sé forsvaranlegt annað en að hækka grunn atvinnuleysisbætur. Rætt var við Sigríði Ingibjörgu og Önnu Hrefnu Ingimundardóttur, forstöðumann efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, í Silfurinu í morgun.
Vinnan ómerk eigi launafólk ekki sinn fulltrúa
Drífa Snædal, forseti ASÍ, Þórunn Sveinbjarnardóttir formaður BHM og Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, mótmæla því harðlega í sameiginlegri yfirlýsingu að fjármálaráðherra ætli ekki að hafa fulltrúa launafólks með í ráðum við mat á efnahagslegum áhrifum valkosta í sóttvarnarmálum.
28.08.2020 - 17:47
Lögreglufólki í sóttkví meinað um yfirvinnugreiðslur
Lögreglumenn sem þurft hafa að fara í sóttkví vegna gruns um Covid-19 smit fá ekki greidda yfirvinnu á meðan. BSRB segir óviðunandi að starfsfólk í framlínustörfum sem gæti smitast af lífshættulegum sjúkdómi, fái ekki borgað fyrir þann tíma sem verja þarf í sóttkví.
Fólk með lágar tekjur átti síður kost á fjarvinnu
Fólk með lágar tekjur og litla menntun átti síður kost á að vinna í fjarvinnu vegna Covid-19 faraldursins en fólk með háar tekjur og mikla menntun. Þetta sýna niðurstöður könnunar sem BSRB lét gera á áhrifum Covid-19.
05.06.2020 - 09:36
Spegillinn
Örorkubætur þyrftu að vera 400 þúsund
Formaður Öryrkjabandalagsins segir að öryrkjar hafi gleymst við gerð kjarasamninga. Hún vill að samningar verði ekki kláraðir fyrr en kjör öryrkja hafa verið skoðuð. Hún telur æskilegt að örorkubætur hækki í 400 þúsund krónur á mánuði.
19.05.2020 - 17:08
 · Innlent · Öryrkjar · ASÍ · BSRB · BHM · Kennarasamband Íslands
„Tímamótin í samningunum er stytting vinnuvikunnar“
„Ég átti satt að segja ekki von á því um kvöldmatarleytið í gærkvöldi að nóttin myndi fara svona; þá var ennþá nokkuð bið á milli samningsaðila en hlutirnir geta gerst hratt sérstaklega þegar verkföll standa fyrir dyrum,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Tímamótin í samningunum sé stytting vinnuvikunnar.
09.03.2020 - 07:22
Bæjarstarfsmannafélög utan Reykjavíkur búin að semja
Samninganefnd 14 stéttarfélaga starfsfólks sveitarfélaga utan Reykjavíkur undirritaði í kvöld kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga. Nær hann til bæjarstarfsmanna um land allt, nema í höfuðborginni sjálfri. Um 7.500 manns eru í þessum hópi og hafa boðuð verkföll þeirra verið blásin af.
09.03.2020 - 00:37
Viðræður inn í nóttina - verkfall hafið
Viðræður standa enn yfir í húsakynnum Ríkissáttasemjara milli samninganefnda BSRB og aðildarfélaga þess annars vegar, og ríkis, Reykjavíkurborgar og Sambands íslenskra sveitarfélaga hins vegar. Verkfall nærri sextán þúsund félaga í BSRB hófst á miðnætti, en samkvæmt upplýsingum fréttastofu verður viðræðum haldið áfram inn í nóttina, eftir sleitulaus fundarhöld síðan tíu í morgun og fundi frá morgni til kvölds undanfarna daga.
Fundi slitið í Karphúsinu; næsti fundur klukkan 10.00
Hlé var gert á kjaraviðræðum BSRB og aðildarfélaga þess við ríkið, Reykjavíkurborg og önnur sveitarfélög á tólfta tímanum í kvöld. Þá höfðu samninganefndir setið sleitulaust að viðræðum frá tíu í morgun. Einnig var fundað í deilunni í gær, frá níu að morgni fram á tólfta tímann. Samkvæmt heimildum fréttastofu ganga viðræður þokkalega um sum ágreiningsatriði en hægar miðar með önnur.
08.03.2020 - 00:50
Viðtal
Væru nær samningum ef ekki væri fyrir tregðu ríkisins
Samninganefndir BRSB og ríkisins hafa fundið í dag með litlum árangri. Formaður Sameykis, Árni Stefán Jónsson, segir að samningaviðræður væru líklega á lokametrunum ef ríkið myndi sýna meiri samningsvilja. Verði ekki samið skellur á verkfall þúsunda eftir rúman sólarhring.
07.03.2020 - 20:39
Viðræður halda áfram hjá Ríkissáttasemjara í dag
Viðræður BSRB og aðildarfélaga þeirra við ríki, borg og sveitarfélög halda áfram í húsnæði ríkissáttasemdjara klukkan tíu. Hlé var gert á viðræðunum á tólfta tímanum í gærkvöld. Fundir höfðu þá staðið linnulítið yfir í Karphúsinu frá klukkan níu í gærmorgun.
07.03.2020 - 07:24
Viðtal
Segir ríkið ekki fara eftir lífskjarasamningi
Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg hafa lýst yfir vilja til að hækka laun í samræmi við lífskjarasamninginn en ríkið hefur aftur á móti ekki séð sér fært að gera það, að sögn Árna Stefáns Jónssonar, formanns Sameykis.
06.03.2020 - 13:31
Myndskeið
Stefna á samninga áður en verkföll skella á
Formaður BSRB og samninganefndar ríkisins stefna að því að semja fyrir mánudag, sóttvarnalæknir hefur sent þeim áskorun þess efnis þar sem verkföll geti haft ófyrirséðar afleiðingar í COVID-19 faraldri. Tveggja klukkustunda fundi Eflingar og Reykjavíkurborgar lauk nú rétt fyrir fréttir og hefur annar fundur verið boðaður klukkan 10 í fyrramálið. 
05.03.2020 - 19:44
Gefa „loftfimmu“ í húsakynnum ríkissáttasemjara
Við erum farin að sjá til lands í kjaradeilunni, segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Þó hafi ekki náðst samkomulag um launaliðinn. Niðurstaðan í gærkvöldi um styttingu vinnuviku vaktafólks hafi aukið bjartsýni. Aðspurð um hvort handabandi verði sleppt þegar samningar nást, segir Sonja að menn heilsist nú í húsakynnum ríkissáttasemjara með fimmu án þess þó að hendurnar snertist.
05.03.2020 - 16:55
Samkomulag um styttingu vinnuviku vaktavinnufólks
Samkomulag hefur tekist um styttingu vinnuvikunnar hjá vaktavinnufólki í kjaraviðræðum við ríki og sveitarfélög. Samkomulagið er stór liður í því að samkomulag náist um undirritun kjarasamninga og vonar formaður BSRB að það verði áður en boðaðar verkfallsaðgerðir hefjast á mánudaginn.
05.03.2020 - 12:27
Verkföll gætu haft ófyrirséðar afleiðingar á lýðheilsu
Yfirstandandi og fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir geta ógnað lýðheilsu á Íslandi með ófyrirsjálanlegum afleiðingum. Þetta er mat ríkislögreglustjóra, landlæknis og sóttvarnarlæknis sem skora á deiluaðila að leita allra leiða til að enda þær verkfallaðgerðir sem nú eru í gangi og jafnframt koma í veg fyrir fyrirhugaðar aðgerðir.
05.03.2020 - 09:15
Spegillinn
Verkfall tveggja vikna og fleiri verkföll eftir viku
Samkomulag virðist hafa náðst um styttingu vinnuvikunnar hjá vaktavinnufólki. Það dugir þó ekki til að leysa yfirstandandi kjaradeilur og koma í veg fyrir verkföll. Víðtæk verkföll gætu hafist eftir viku. Sáttafundur hefur ekki verið boðaður í deilu Eflingar og Reykjavíkurborgar. Verkfall hefur nú staðið yfir í tvær vikur.
02.03.2020 - 17:00
Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn boða verkfall
Félagsmenn í Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hafa samþykkt verkfallsboðun í atkvæðagreiðslu. Alls hafa því 16 aðildarfélög BSRB boðað til samstilltra verkfallsaðgerða. 
24.02.2020 - 15:08
17.500 manns í verkföll eftir hálfan mánuð
Rúmlega sautján þúsund manns fara í verkfall eftir tvær vikur náist ekki kjarasamningar milli hins opinbera og BSRB og Eflingar. Fjármálaráðherra segir að horfa verði á heildina, bæði þau launalægstu og þau með háskólanám í næsta þrepi.
23.02.2020 - 19:47
Kjaramál · Innlent · Verkföll · BSRB · Efling
Bjarni segir verkföllin áhyggjuefni
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir um verkföll Eflingar og yfirvofandi verkfall BSRB náist ekki að semja séu mikið áhyggjuefni. Hins vegar séu fleiri kröfur uppi en að hækka lægstu launin því aðrir launahópar vilji að menntun sé metin til launa.
23.02.2020 - 12:56
Kjaramál · Innlent · Efling · BSRB · BHM · Kjaraviðræður
Spegillinn
Vongóður um að samningar takist fyrir verkföll
Sverrir Jónsson, formaður samninganefndar ríkisins, segist hafa raunhæfar væntingar um að samningar takist við BSRB-félögin á næstu tveimur vikum eða áður en verkföll hefjast. Hann segir að góður gangur sé í viðræðunum og breið samstaða sé það sem mestu máli skipti, um styttingu vinnutímans. Hann segir að miðað við stöðuna í viðræðunum sjái hann ekki tilefni til svo harkalegra aðgerða. Hann vonar að samningar takist áður en verkföll hefjast.
21.02.2020 - 18:55
 · Innlent · kjaramál · BSRB
Mögulega kosið aftur í Garðabæ
Hluti félagsmanna í Starfsmannafélagi Garðabæjar, STAG, er óánægður með framkvæmd atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun í vikunni. STAG er aðildarfélagi að BSRB og var eina félagið sem náði ekki nægri kjörsókn til að samþykkja verkfall.
21.02.2020 - 12:38