Færslur: Brýr

Myndskeið
Magnað sjónarspil klakaleysinga í Örnólfsdalsá
Orri Jónsson, starfsmaður verkfræðistofunnar Eflu, varð vitni að geysilegu sjónarspili í fyrradag þegar Örnólfsdalsá í Borgarfirði braut sig af alefli úr klakaböndum. Hlýindi með úrkomu auka vatnsrennsli í ám og losa um ís sem leitar í árfarfarvegi.
19.01.2022 - 14:59
Íshellan hefur lækkað um tæpa sextíu metra
Íshellan yfir eystri Skaftárkatlinum hefur nú lækkað um tæpa sextíu metra. Það hefur gerst hraðar en í fyrri hlaupum að sögn náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands. Viðbúið er að íshellan geti lækkað allt að hundrað metra. 
Ríkiskaup býður til hönnunarsamkeppni um Fossvogsbrú
Ríkiskaup hefur fyrir hönd Vegagerðarinnar boðið til opinnar hönnunarsamkeppni um útlit og hönnun brúar yfir Fossvog.
Áætlað að þverun Þorskafjarðar hefjist innan skamms
Ráð er fyrir gert að framkvæmdir við þverun Þorskafjarðar hefjist í mars eða apríl. Vestfjarðavegur tengir sunnanverða Vestfirði við aðra landshluta en áætlað er að verkið taki um þrjú ár. Fergja þarf botn Þorskafjarðar sem er tímafrekt viðfangsefni.
23.03.2021 - 16:31
„Styttri ferðatími og minni mengun eru lífsgæði“
Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitastjórnarráðherra segir Sundabraut með brú stytta heildarferðatíma á öllu höfuðborgarsvæðinu. Honum hugnast betur að leggja brú yfir sundin en að grafa göng, það væri sömuleiðis tíu milljörðum ódýrara.
Lækka hámarkshraða á einbreiðum brúm
Hámarkshraði á einbreiðum brúm, á þjóðvegum þar sem yfir 300 bílum er ekið á dag, verður lækkaður í 50 kílómetra á klukkustund, samkvæmt ákvörðun Vegagerðarinnar. Hingað til hefur verið miðað við hámarkshraða á vegum þar sem brýrnar liggja en þá reglu að aka skuli eftir aðstæðum.
11.01.2019 - 16:03
30 einbreiðar á 300 kílómetrum
Brúin yfir Stigá í Öræfum þar sem varð alvarlegt umferðarslys í dag, er á hringveginum skammt vestan við Hólá. Þar varð banaslys á öðrum degi jóla. Þessar brýr eru í hópi styttri einbreiðra brúa á hringveginum, 16 metra langar. Þær eru á meðal 30 brúa á 300 kílómetra kafla, frá Kirkjubæjarklaustri að Djúpavogi. Á hringveginum eru nú 39 einbreiðar brýr.
02.02.2016 - 19:56