Færslur: Brýr
Magnað sjónarspil klakaleysinga í Örnólfsdalsá
Orri Jónsson, starfsmaður verkfræðistofunnar Eflu, varð vitni að geysilegu sjónarspili í fyrradag þegar Örnólfsdalsá í Borgarfirði braut sig af alefli úr klakaböndum. Hlýindi með úrkomu auka vatnsrennsli í ám og losa um ís sem leitar í árfarfarvegi.
19.01.2022 - 14:59
Íshellan hefur lækkað um tæpa sextíu metra
Íshellan yfir eystri Skaftárkatlinum hefur nú lækkað um tæpa sextíu metra. Það hefur gerst hraðar en í fyrri hlaupum að sögn náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands. Viðbúið er að íshellan geti lækkað allt að hundrað metra.
07.09.2021 - 03:40
Ríkiskaup býður til hönnunarsamkeppni um Fossvogsbrú
Ríkiskaup hefur fyrir hönd Vegagerðarinnar boðið til opinnar hönnunarsamkeppni um útlit og hönnun brúar yfir Fossvog.
06.04.2021 - 19:56
Áætlað að þverun Þorskafjarðar hefjist innan skamms
Ráð er fyrir gert að framkvæmdir við þverun Þorskafjarðar hefjist í mars eða apríl. Vestfjarðavegur tengir sunnanverða Vestfirði við aðra landshluta en áætlað er að verkið taki um þrjú ár. Fergja þarf botn Þorskafjarðar sem er tímafrekt viðfangsefni.
23.03.2021 - 16:31
„Styttri ferðatími og minni mengun eru lífsgæði“
Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitastjórnarráðherra segir Sundabraut með brú stytta heildarferðatíma á öllu höfuðborgarsvæðinu. Honum hugnast betur að leggja brú yfir sundin en að grafa göng, það væri sömuleiðis tíu milljörðum ódýrara.
17.03.2021 - 15:28
Lækka hámarkshraða á einbreiðum brúm
Hámarkshraði á einbreiðum brúm, á þjóðvegum þar sem yfir 300 bílum er ekið á dag, verður lækkaður í 50 kílómetra á klukkustund, samkvæmt ákvörðun Vegagerðarinnar. Hingað til hefur verið miðað við hámarkshraða á vegum þar sem brýrnar liggja en þá reglu að aka skuli eftir aðstæðum.
11.01.2019 - 16:03
30 einbreiðar á 300 kílómetrum
Brúin yfir Stigá í Öræfum þar sem varð alvarlegt umferðarslys í dag, er á hringveginum skammt vestan við Hólá. Þar varð banaslys á öðrum degi jóla. Þessar brýr eru í hópi styttri einbreiðra brúa á hringveginum, 16 metra langar. Þær eru á meðal 30 brúa á 300 kílómetra kafla, frá Kirkjubæjarklaustri að Djúpavogi. Á hringveginum eru nú 39 einbreiðar brýr.
02.02.2016 - 19:56