Færslur: Bryndís Loftsdóttir

Gyllti miðinn í hendurnar á ástríðufullum bókaunnendum
„Við áttuðum okkur á því að það er fleira fólk en í okkar hjúp sem er að lesa bækur,“ segir Bryndís Loftsdóttir hjá Félagi íslenskra bókaútgefenda. Breytingar hafa verið gerðar á því hvernig valið er í dómnefndir bókmenntaverðlaunanna. Í stað þess að dómnefndirnar væru handvaldar var leitað út fyrir hjúpinn og auglýst eftir „ástríðufullum bókaunnendum,“ eins og Bryndís orðar það. Og þeir sem hrepptu hnossið fá nú tækifæri til að velja athyglisverðustu bækur ársins.
Segðu mér
„Ert þú ekki Gerður sem varst með mér á leikskóla?“
Gerður Kristný rithöfundur og Bryndís Loftsdóttir hjá Félag íslenskra bókaútgefenda urðu vinkonur í leikskóla. Síðar á lífsleiðinni stunduðu þær Kaffibarinn grimmt með ginhlaup í poka og þóttust vera frægar til að smygla sér fram fyrir röðina.