Færslur: Bruni á Bræðraborgarstíg

Lögregla rannsakar hugsanlegt brot á byggingarreglugerð
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með til skoðunar hvort HD verk, fyrrverandi eigandi Bræðraborgarstígs 1, hafi brotið gegn byggingarreglugerð. Þetta staðfestir Hulda Elsa Björgvinsdóttir, sviðsstjóri ákærusviðs, í samtali við fréttastofu. Þrennt lét lífið í bruna þar í sumar og hefur karlmaður á sjötugsaldri verið ákærður fyrir að kveikja í húsinu.
Segir skort á brunavörnum á ábyrgð eiganda
Breytt notkun hússins sem brann á Bræðraborgarstíg í sumar, sem ekki ,hafði verið sótt um leyfi fyrir, gerði það að verkum að ekkert eldvarnaefirlit var og brunavarnir voru í ólestri. Það er á ábyrgð eigandans segir Húsnæðis- og mannvirkjastofnun
Skýrslutökur vegna brunans ekki fyrir luktum dyrum
Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að skýrslutaka yfir manninum sem er ákærður fyrir að kveikja í húsinu við Bræðraborgarstíg í sumar verði ekki fyrir luktum dyrum. Þrennt lést í eldsvoðanum. Þá verður þinghaldið heldur ekki lokað á meðan geðlæknar sem hafa skoðað manninn gefa skýrslu.
Ekki fleiri dauðsföll í eldsvoðum hér á landi í 40 ár
Sex hafa látist í eldsvoðum hér á landi það sem af er ári, og hafa ekki verið fleiri í yfir fjörutíu ár. Mikið hefur mætt á slökkviliðum sem farið hafa í yfir tvö hundruð brunaútköll á árinu.
27.10.2020 - 19:30
Borgin ætlar ekki að bíða lengur með að rífa húsið
Ekki er óhætt að bíða lengur með að rífa húsið við Bræðraborgarstíg 1 sem brann í sumar. Þetta er mat byggingarfulltrúa borgarinnar sem segir að húsið hafi ekki verið rifið því lögregla hafi ekki svarað fyrirspurnum borgarinnar. Hann segir húsið hættulegt og óttast að það fjúki í næstu lægð.
„Þetta er fordæmalaus harmleikur“
„Þetta er fordæmalaus harmleikur,“ segir Þorgeir Margeirsson framkvæmdastjóri eldvarnasviðs Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um það sem fram hefur komið í rannsókn stofnunarinnar á brunanum sem varð í húsinu við Bræðraborgarstíg 1 í júní í sumar.
„Skynjuðu ýmislegt sem á eftir að fylgja þeim“
Íbúaráð Vesturbæjar mælist til þess að rústir hússins við Bræðraborgarstíg 1, sem brann 25. júní í sumar, verði fjarlægðar. Þrennt lést í brunanum og í bókun í fundargerð ráðsins segir að rústirnar veki slæmar minningar um þann harmleik og daglegan óhug hjá þeim sem þarna búa.
Hafa lokið rannsókn á brunanum við Bræðraborgarstíg
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur lokið við rannsókn á bruna í húsinu á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu í Reykjavík 25. júní í sumar. Þrír létust í brunanum og karlmaður hefur verið ákærður fyrir að hafa valdið dauða þeirra og gert tilraun til að drepa tíu til viðbótar.
Vilja aðgerðir vegna hættulegs íbúðarhúsnæðis
Þörf er á úrbótum til að koma í veg fyrir útleigu á hættulegu íbúðahúsnæði til fólks í húsnæðisvanda.segir mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð Reykjavíkur, sem vill úrbætur og vísar meðal annars í brunann á Bræðraborgarstíg í sumar.
Myndskeið
Ákærður fyrir þrjú manndráp og tíu manndrápstilraunir
Marek Moszczynski er ákærður fyrir að drepa þrjá og tilraun til að drepa tíu til viðbótar með því að kveikja í húsi á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu í Reykjavík í sumar. Þrettán voru inni í húsinu þegar Marek kveikti eldinn. Þrjú létust og fjögur slösuðust, sum þeirra alvarlega. EInn höfuðkúpubrotnaði og annar hlaut alvarleg brunasár á stórum hluta líkamans.
Neitar sök vegna íkveikju og manndrápa
Maður sem ákærður er fyrir íkveikju og manndráp vegna eldsvoðans sem kostaði þrjár manneskjur lífið í húsi á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu í Reykjavík í sumar neitaði sök við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Maðurinn kvað sig saklausan af báðum liðum ákærunnar, íkveikju og manndrápi.
Gefa ekki upp hvort eigandi hússins sæti rannsókn
Rannsókn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar á eldsvoðanum á Bræðraborgarstíg í júní stendur enn yfir. Þrír létu lífið í brunanum. Gert er ráð fyrir að niðurstaða liggi fyrir síðar í haust.
Fyrsta skipti sem ákært er fyrir að bana þremur
Ákæra á hendur manni vegna dauða þriggja í íkveikju í Reykjavík í sumar er sú fyrsta þar sem maður er ákærður fyrir að verða svo mörgum að bana, eftir því sem næst verður komist. Maðurinn er ákærður fyrir íkveikju og manndráp á þremur.
Ákærður fyrir manndráp og íkveikju
Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann fyrir manndráp og íkveikju. Maðurinn er ákærður fyrir að hafa kveikt eld í húsi á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu 25. júní. Þrennt lést af völdum eldsins.
Bruninn á Bræðraborgarstíg kominn inn á borð saksóknara
Rannsókn lögreglu á eldsvoða í húsi við Bræðraborgarstíg 1 25. júní síðastliðinn er nú lokið og málið komið á borð héraðssaksóknara. Þetta staðfestir Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í samtali við fréttastofu.
Áfram í gæsluvarðhaldi eftir brunann á Bræðraborgarstíg
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur staðfest framlengt gæsluvarðhald yfir manni sem var handtekinn í kjölfar mannskæðs bruna á Bræðraborgarstíg 1 þann 25. júní síðastliðinn.