Færslur: Bruni

Tugmilljóna tjón í brunanum hjá Esju
Tug milljóna tjón varð hjá kjötvinnslunni Esja gæðafæði, þegar eldur kom upp í húsnæði fyrirtækisins á Bitruhálsi á miðvikudag.
Eldur kviknaði í húsnæði Esju á Bitruhálsi
Eldur kviknaði í húsnæði Esju gæðafæðis, kjötvinnslu, á Bitruhálsi í Reykjavík síðdegis í dag. Tilkynning barst slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu klukkan átta mínútur í sex og var búið að slökkva allan yfirborðseld klukkan 25 mínútur yfir sex.
Brunarannsókn miðar vel - gæsluvarðhald til 11. ágúst
Rannsókn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á bruna á Bræðraborgarstíg í Reykjavík 25. júní síðastliðinn miðar vel og er hún langt komin. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Karlmaður á sjötugsaldri var handtekinn daginn sem eldurinn kom upp og hefur hann verið í haldi lögreglu síðan þá á grundvelli rannsóknarhagsmuna.
Eldur kviknaði út frá einnota grilli í sumarbústað
Eldur kviknaði út frá einnota grilli í sumarbústað við Sogsveg rétt við Þrastarlund um þrjúleytið í nótt. Maður og kona á miðjum aldri voru flutt með sjúkrabíl á Landspítalann vegna gruns um reykeitrun.
02.08.2020 - 10:16
Á þriðja tug vitna yfirheyrð vegna brunans
Á þriðja tug vitna hafa verið yfirheyrð vegna bruna sem varð í húsinu við Bræðraborgarstíg 1 þann 25. júní síðastliðinn þar sem þrír létust. Meðal þeirra er fólk sem var inni í húsinu þegar eldurinn kom upp og íbúar hússins. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag og vísar blaðið í upplýsingar frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Maður í haldi vegna brunans í Nantes
Rannsókn stendur nú yfir á orsökum eldsvoðans dómkirkju heilags Péturs og heilags Páls í Nantes í Frakklandi í gær. Mestar líkur eru taldar á íkveikju.
19.07.2020 - 08:18
Sigla með brunarústir úr Hrísey
Hreinsunarstarfi í Hrísey lauk í dag eftir bruna sem varð þar í lok maí. Brak úr fiskverkuninni var flutt í land á pramma til urðunar. Óvissa ríkir í atvinnumálum í Hrísey þrátt fyrir mikla aðsókn ferðamanna í sumar.
13.07.2020 - 19:23
Notre-Dame skal endurbyggð í fyrri mynd
Notre-Dame kirkjan í París verður endurbyggð nákvæmlega í þeirri mynd sem hún var fyrir brunann. Þetta segir í tilkynningu frá frönsku minjaverndinni CNPA, sem fer með endurbygginguna.
09.07.2020 - 23:10
Áframhaldandi gæsluvarðhald vegna brunans
Karlmaður á sjötugsaldri var úrskurðaður í sjö daga áframhaldandi gæsluvarðhald í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna rannsóknar á bruna á Bræðraborgarstíg á fimmtudaginn í síðustu viku. Var það gert að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á grundvelli almannahagsmuna.
Hreinsunarstarf hafið í Hrísey
Hafin er vinna við að fjarlægja það sem eftir stendur af byggingum Hríseyjar Seafood sem eyðilögðust í eldsvoða fyrir rúmum mánuði. Áætlað er að hreinsunarstarfið taki um 10 daga.
02.07.2020 - 17:02
Myndskeið
Sýndu samstöðu á Austurvelli og við Bræðraborgarstíg
Hundruð komu saman við Austurvöll í dag til að heiðra minningu þeirra sem létu lífið í eldsvoða við Bræðraborgarstíg í vikunni. Aðstandendur fundarins krefjast þess að húsnæðismál innflytjenda verði bætt.
28.06.2020 - 20:21
Myndskeið
Ekki á að þurfa bruna og dauðsföll til að fá viðbrögð
Það á ekki að þurfa eldsvoða, eins og þann sem varð við Bræðraborgarstíg á dögunum og þrjú dauðsföll, til að brugðist verði við óviðunandi aðstæðum innflytjenda á húsnæðimarkaði, segir Kjartan Páll Sveinson, íbúi í Vesturbæ Reykjavíkur, og einn þeirra sem stóð að samstöðufundi á Austurvelli á hádegi.
28.06.2020 - 13:12
Minnast þeirra sem létust í brunanum á Bræðraborgarstíg
Boðað hefur verið til samstöðufundar við Alþingishúsið í dag til að vekja athygli á bágri stöðu erlends verkafólks hér á landi. Eftir fundinn verður gengið að húsinu við Bræðraborgarstíg sem kviknaði í í síðustu viku. Þrír létust í eldsvoðanum.
Einn ennþá á gjörgæslu eftir brunann
Einn er enn á gjörgæslu eftir brunann á Bræðraborgarstíg 1 í fyrradag. Annar hefur verið fluttur á almenna deild. Tíu bjuggu í húsinu en hafa verið fleiri í gegnum tíðina.
27.06.2020 - 12:40
Þrír látnir eftir brunann á Bræðraborgarstíg
Þrír eru látnir og tveir eru á gjörgæsludeild Landspítalans eftir brunann sem varð á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu í Reykjavík í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Myndir
Slökkvistörfum lauk hálffjögur í nótt
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu lauk störfum klukkan hálf fjögur í nótt á vettvangi brunans á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu. Þá voru fjórir menn á vegum slökkviliðsins enn að störfum. Stórum hluta af brunarústum hússins hefur verið mokað í burtu. 
Vita ekki hversu margir voru í húsinu
Ekki er vitað hversu margir voru í húsinu sem brennur á horni Vesturgötu og Bræðraborgarstígs. Reykkafarar hafa farið inn í húsið til að leita í öllum rýmum. Þetta segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu.
Vilja losna við brunarústir í Hrísey
Hríseyingar eru ekki sáttir við að brunarústir Hrísey Seafood hafi ekki verið hreinsaðar. Bruninn í lok maí hafi verið nógu slæmur þótt þeir þurfi ekki að horfa upp á óhreinsaðar rústirnar í lengri tíma.
23.06.2020 - 08:22
Nokkrar annir hjá lögreglu
Nokkrar annir voru hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gær og í nótt.
11.06.2020 - 06:21
Innlent · Lögreglan · Glæpir · Slys · Bruni · partý
Eldur kviknaði í íbúðarhúsi á Akureyri
Slökkviliðið á Akureyri var kallað út um hádegisbilið í dag vegna elds sem hafði kviknað í pönnu á eldavél í íbúðarhúsi í Síðuhverfi á Akureyri. Þegar slökkviliðið bar að garði hafði húsráðandi slökkt eldinn en íbúðin var full af sóti og reyk. Tveir voru í íbúðinni þegar eldurinn kviknaði. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á Akureyri var íbúðin reykræst og húsráðandinn fluttur á slysadeild vegna gruns um reykeitrun.
31.05.2020 - 18:49
Rannsókn hafin á eldsupptökum í Hrísey
Í morgun hófst rannsókn á eldsupptökum í húsnæði Hrísey Seafood sem brann í gær. Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og lögreglan á Akureyri vinna að rannsókninni.
29.05.2020 - 12:59
Eldur kviknaði í sumarbústað í Úthlíð
Brunavarnir Árnessýslu voru kallaðar til vegna bruna í sumarhúsi í Úthlíð í Bláskógabygg á laugardaginn. Íbúar í næriliggjandi bústað gerðu lögreglu viðvart um eldinn. Slökkvilið var sent á staðinn og tókst að slökkva eldinn með slökkvitæki. Hann virðist hafa kviknað út frá gömlu rafmagnsljósi. Þetta kemur frma á vef lögreglunnar á Suðurlandi.
18.05.2020 - 17:15
Spegillinn
Ekki hægt að útiloka bílageymslubruna hér
Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu segir að engan veginn sé hægt að útiloka bruna í bílastæðahúsum hér á landi eins á varð við flugvöllinn í Stavanger. Krafa sé um úðunarkerfi í bílakjöllurum og mikilvægt að reglulegt eftirlit sé með þeim. Hann segir líka að brunahætta sé ekki meiri í rafbílum en í venjulegum bílum.
10.01.2020 - 16:49
 · Innlent · Erlent · Bruni · Rafbílar · Slökkvilið
Viðtal
Innlyksa íbúar biðu sem lamaðir eftir aðstoð
Fjórum var bjargað úr íbúðum í Suðurhólum í Breiðholti í Reykjavík í kvöld eftir að eldur kviknaði í fjölbýlishúsi. Íbúar sem voru innlyksa á efstu hæð hússins segjast hafa beðið sem lamaðir eftir aðstoð slökkviliðs. 
02.10.2019 - 22:13
Fóru óvarlega með eld í íbúðinni
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lokið rannsókn á bruna í íbúð fjölbýlishúss í Jórufelli í Reykjavík aðfaranótt sunnudags.