Færslur: Bruni

Áframhaldandi gæsluvarðhald vegna brunans
Karlmaður á sjötugsaldri var úrskurðaður í sjö daga áframhaldandi gæsluvarðhald í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna rannsóknar á bruna á Bræðraborgarstíg á fimmtudaginn í síðustu viku. Var það gert að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á grundvelli almannahagsmuna.
Hreinsunarstarf hafið í Hrísey
Hafin er vinna við að fjarlægja það sem eftir stendur af byggingum Hríseyjar Seafood sem eyðilögðust í eldsvoða fyrir rúmum mánuði. Áætlað er að hreinsunarstarfið taki um 10 daga.
02.07.2020 - 17:02
Myndskeið
Sýndu samstöðu á Austurvelli og við Bræðraborgarstíg
Hundruð komu saman við Austurvöll í dag til að heiðra minningu þeirra sem létu lífið í eldsvoða við Bræðraborgarstíg í vikunni. Aðstandendur fundarins krefjast þess að húsnæðismál innflytjenda verði bætt.
28.06.2020 - 20:21
Myndskeið
Ekki á að þurfa bruna og dauðsföll til að fá viðbrögð
Það á ekki að þurfa eldsvoða, eins og þann sem varð við Bræðraborgarstíg á dögunum og þrjú dauðsföll, til að brugðist verði við óviðunandi aðstæðum innflytjenda á húsnæðimarkaði, segir Kjartan Páll Sveinson, íbúi í Vesturbæ Reykjavíkur, og einn þeirra sem stóð að samstöðufundi á Austurvelli á hádegi.
28.06.2020 - 13:12
Minnast þeirra sem létust í brunanum á Bræðraborgarstíg
Boðað hefur verið til samstöðufundar við Alþingishúsið í dag til að vekja athygli á bágri stöðu erlends verkafólks hér á landi. Eftir fundinn verður gengið að húsinu við Bræðraborgarstíg sem kviknaði í í síðustu viku. Þrír létust í eldsvoðanum.
Einn ennþá á gjörgæslu eftir brunann
Einn er enn á gjörgæslu eftir brunann á Bræðraborgarstíg 1 í fyrradag. Annar hefur verið fluttur á almenna deild. Tíu bjuggu í húsinu en hafa verið fleiri í gegnum tíðina.
27.06.2020 - 12:40
Þrír látnir eftir brunann á Bræðraborgarstíg
Þrír eru látnir og tveir eru á gjörgæsludeild Landspítalans eftir brunann sem varð á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu í Reykjavík í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Myndir
Slökkvistörfum lauk hálffjögur í nótt
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu lauk störfum klukkan hálf fjögur í nótt á vettvangi brunans á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu. Þá voru fjórir menn á vegum slökkviliðsins enn að störfum. Stórum hluta af brunarústum hússins hefur verið mokað í burtu. 
Vita ekki hversu margir voru í húsinu
Ekki er vitað hversu margir voru í húsinu sem brennur á horni Vesturgötu og Bræðraborgarstígs. Reykkafarar hafa farið inn í húsið til að leita í öllum rýmum. Þetta segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu.
Vilja losna við brunarústir í Hrísey
Hríseyingar eru ekki sáttir við að brunarústir Hrísey Seafood hafi ekki verið hreinsaðar. Bruninn í lok maí hafi verið nógu slæmur þótt þeir þurfi ekki að horfa upp á óhreinsaðar rústirnar í lengri tíma.
23.06.2020 - 08:22
Nokkrar annir hjá lögreglu
Nokkrar annir voru hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gær og í nótt.
11.06.2020 - 06:21
Innlent · Lögreglan · Glæpir · Slys · Bruni · partý
Eldur kviknaði í íbúðarhúsi á Akureyri
Slökkviliðið á Akureyri var kallað út um hádegisbilið í dag vegna elds sem hafði kviknað í pönnu á eldavél í íbúðarhúsi í Síðuhverfi á Akureyri. Þegar slökkviliðið bar að garði hafði húsráðandi slökkt eldinn en íbúðin var full af sóti og reyk. Tveir voru í íbúðinni þegar eldurinn kviknaði. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á Akureyri var íbúðin reykræst og húsráðandinn fluttur á slysadeild vegna gruns um reykeitrun.
31.05.2020 - 18:49
Rannsókn hafin á eldsupptökum í Hrísey
Í morgun hófst rannsókn á eldsupptökum í húsnæði Hrísey Seafood sem brann í gær. Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og lögreglan á Akureyri vinna að rannsókninni.
29.05.2020 - 12:59
Eldur kviknaði í sumarbústað í Úthlíð
Brunavarnir Árnessýslu voru kallaðar til vegna bruna í sumarhúsi í Úthlíð í Bláskógabygg á laugardaginn. Íbúar í næriliggjandi bústað gerðu lögreglu viðvart um eldinn. Slökkvilið var sent á staðinn og tókst að slökkva eldinn með slökkvitæki. Hann virðist hafa kviknað út frá gömlu rafmagnsljósi. Þetta kemur frma á vef lögreglunnar á Suðurlandi.
18.05.2020 - 17:15
Spegillinn
Ekki hægt að útiloka bílageymslubruna hér
Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu segir að engan veginn sé hægt að útiloka bruna í bílastæðahúsum hér á landi eins á varð við flugvöllinn í Stavanger. Krafa sé um úðunarkerfi í bílakjöllurum og mikilvægt að reglulegt eftirlit sé með þeim. Hann segir líka að brunahætta sé ekki meiri í rafbílum en í venjulegum bílum.
10.01.2020 - 16:49
 · Innlent · Erlent · Bruni · Rafbílar · Slökkvilið
Viðtal
Innlyksa íbúar biðu sem lamaðir eftir aðstoð
Fjórum var bjargað úr íbúðum í Suðurhólum í Breiðholti í Reykjavík í kvöld eftir að eldur kviknaði í fjölbýlishúsi. Íbúar sem voru innlyksa á efstu hæð hússins segjast hafa beðið sem lamaðir eftir aðstoð slökkviliðs. 
02.10.2019 - 22:13
Fóru óvarlega með eld í íbúðinni
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lokið rannsókn á bruna í íbúð fjölbýlishúss í Jórufelli í Reykjavík aðfaranótt sunnudags.  
Viðtal
Fékk símtal frá syni sínum úr logandi íbúðinni
Tveir piltar á unglingsaldri sluppu ómeiddir þegar eldur braust út í íbúð á þriðju hæð í fjölbýlishúsi við Jórufell í Reykjavík í gærkvöld. Árni Helgi Gunnlaugsson, faðir þeirra, sem var staddur í Vesturbænum, rauk af stað og stóð ekki á sama þegar hann kom að brennandi húsinu, því synir hans voru hættir að svara í símann. 
29.09.2019 - 21:00
30 látnir eftir bruna í eldspýtuverksmiðju
Óttast er að í það minnsta 30, þar á meðal nokkur börn, séu látin eftir að eldur kviknaði í eldspýtuverksmiðju í borginni Binjai á norðurhluta eyjunnar Súmötru í Indónesíu.
21.06.2019 - 10:06
Erlent · Asía · Indónesía · Bruni
Stórbruni í Malmö og fjöldi íbúða rýmdur
Eldur kviknaði í nótt í fjögurra hæða fjölbýlishúsi í Malmö í Svíþjóð. Hann breiddist hratt út en vel gekk að rýma húsið. Samkvæmt fyrstu fréttum laust eldingu niður í þak þess.
14.06.2019 - 08:35
Húsráðandi slökkti eld á Eyvindarstöðum
Slökkviliði Akureyrar barst tilkynning um eld rétt fyrir miðnætti í húsi á Eyvindarstöðum í Sölvadal. Að sögn Sigurðar Guðmundssonar, varðstjóra hjá slökkviliðinu, hljómaði tilkynningin afar illa og sjö slökkviliðsmenn á tveimur slökkviliðsbílum voru ræstir út. Húsráðanda tókst hins vegar að slökkva eldinn upp á eigin spýtur.
13.06.2019 - 09:27
Verktakar reyktu í Notre Dame
Verkamenn sem unnu við endurbætur á Notre Dame kirkjunni í París hundsuðu reykingabann á vinnusvæðinu. Þetta viðurkenndi talsmaður verktakafyrirtækis sem vann að endurbótunum í samtali við AFP.
24.04.2019 - 10:37
Erlent · Evrópa · Frakkland · Notre Dame · Bruni
Krefja Geymslur um 20 milljónir króna
Fyrirtaka í máli þeirra sem áttu verðmæti hjá félaginu Geymslum ehf. og eyðilögðust í brunanum við Miðhraun í byrjun apríl fer fram í næstu viku. Fólkið telur sig eiga rétt á meiri bótum en þeim hefur boðist en kröfur þeirra nema samtals um 20 milljónum króna. Málsaðila greinir á um hvort samningur við Geymslur hafi verið samningur um þjónustukaup eða húsaleigu.
05.12.2018 - 09:56
Ómögulegt að segja hvenær rannsókn lýkur
Það er ómögulegt að segja hve langan tíma rannsókn lögreglu á brunanum við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði muni taka. Þetta segir Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn í Hafnarfirði.
19.11.2018 - 18:17
Talið að maður sé inni í brennandi húsinu
Talið er að maður sé inni í húsinu sem nú brennur við Kirkjuveg á Selfossi. Þetta staðfestir Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Árnessýslu, í samtali við fréttastofu. Slökkviliðsmönnum hafi hins vegar ekki tekist að komast að honum. Reykkafarar hafi verið sendir inn fljótlega eftir að slökkvistarf hófst en að þurft hafi að kalla þá út aftur þegar ljóst varð að aðstæður voru of hættulegar og farið var að hrynja úr þaki hússins.
31.10.2018 - 16:25
Innlent · Selfoss · Bruni