Færslur: Brúnei

Morgunþáttur Rásar 1 og 2
Veislur, vændiskonur og dauðarefsingar í Brúnei
Elton John og George Clooney voru á meðal þeirra sem beittu sér fyrir því að Hassanal Bolkiah, soldáninn af Brúnei, hætti við áform um að framfylgja dauðarefsingum við samkynhneigð og framhjáhaldi. Vera Illugadóttir segir frá valdatíð soldánsins og sögum um vændiskonur og fyrirsætur sem hann er sagður loka í kvennabúri sínu.
21.04.2020 - 14:27
Dauðadómum verður ekki framfylgt í Brúnei
Mögulegum dauðadómum vegna samkynhneigðar, hjúskaparbrota, rána og smánunar spámannsins Múhameðs verður ekki framfylgt í soldánsríkinu Brúnei frekar en öðrum dauðadómum sem þar hafa verið upp kveðnir síðustu áratugi. Frá þessu greindi soldáninn í Brúnei, Hassanal Bolkiah, á sunnudag og bregst þar með við hörðum og víðtækum mótmælum ríkja heims, mannréttindasamtaka og frægðarmenna af ýmsu tagi við innleiðingu sjaría-laga í landinu hinn 3. apríl síðastliðinn.
06.05.2019 - 00:55
Brúnei
Sjaríalögum framfylgt frá og með deginum í dag
Sjaríalög ganga í gildi í soldánsveldinu Brúnei í dag, samkvæmt tilskipun soldánsins, hins því sem næst alvalda Hassanal Bolkiah. Soldáninn kallaði jafnframt eftir því í morgun í opinberu ávarpi, að hert yrði til muna á uppfræðslu landsmanna um allt sem lýtur að Kóraninum og íslömskum sið. Soldáninn minntist reyndar ekki á gildistöku sjaríalaganna í ávarpi sínu, en ríkisstjórn hans hafði áður tilkynnt þeim yrði framfylgt að fullu frá og með deginum í dag.
03.04.2019 - 06:44