Færslur: Brunavarnir Suðurnesja

Myndskeið
Íbúð töluvert skemmd eftir eldsvoða í nótt
Eldur kviknaði í íbúð í fjölbýlishúsi á Ásbrú í Reykjanesbæ í nótt. Tvær manneskjur sem voru í íbúðinni náðu að komast þaðan út. Brunavarnir Suðurnesja fengu tilkynningu um eldinn um klukkan fjögur í nótt.
01.01.2021 - 15:26
Viðbúnaður við smábátahöfnina í Keflavík
Sjúkrabílar, lögreglubílar og björgunarsveitir voru að störfum í tæpar tvær klukkustundir í dag við Skessuhelli við smábátahöfnina í Keflavík.
Þrjár tilkynningar um sinuelda í Keflavík
Brunavarnir Suðurnesja hafa þrívegis verið kallaðar út í dag og í kvöld vegna sinubruna við Rósaselstjarnir, ofan við byggðina í Keflavík. Fimm slökkviliðsbílar voru sendir á vettvang í dag þegar dreifðist hratt úr eldinum sökum vinda. Þá tók um klukkutíma að slökkva eldinn.
19.06.2020 - 23:50
Slökktu eld í bílskúr í Röstinni
Brunavarnir Suðurnesja voru kallaðar út í nótt vegna elds sem kom upp í bílskúr í Röstinni svokölluðu.
28.03.2020 - 08:44
Brunavarnir Suðurnesja leggja skautasvell á malarvelli
Brunavarnir Suðurnesja vinna nú að því að leggja skautasvell á malarvelli í Keflavík. Vonir standa til að börn og fullorðnir geti skautað og skemmt sér á svellinu í vikunni.
15.12.2019 - 21:53
Myndskeið
Nágrannar kvörtuðu ítrekað
Margsinnis hefur verið kvartað til félagsmálayfirvalda í Reykjanesbæ undan leigjanda íbúðar, þar sem altjón varð í bruna í nótt. Engin slys urðu á fólki og segir slökkviliðsmaður heppni að ekki fór verr. 
27.10.2019 - 19:07
Hljóð
Nágranni sá eldtungur fyrir utan gluggann
Fjórir voru í fjölbýlishúsinu við Framnesveg í Reykjanesbæ þar sem eldur kom upp í nótt. Samkvæmt heimildum fréttastofu var það íbúi í húsinu sem varð eldsins fyrst var og hafði samband við Neyðarlínu, klukkan 04:17. Íbúinn sá eldtungur fyrir utan gluggann hjá sér.
27.10.2019 - 12:47