Færslur: Brúðkaup

Hafa aldrei haldið fleiri giftingar en í ár
Algjör sprenging hefur orðið hjá fyrirtækinu Pink Iceland, sem sérhæfir sig í því að skipuleggja brúðkaup fyrir hinsegin fólk. Yfir 160 pör ganga í hjónaband á þeirra vegum í ár og hafa þau aldrei verið fleiri. 
05.08.2022 - 12:29
Gerði hlé á kosningabaráttu til að ganga í hjónaband
Brasilíski forsetaframbjóðandinn Luiz Inacio Lula da Silva, jafnan kallaður Lula, gerði hlé á kosningabaráttu sinni í gær og gekk að eiga unnustu sína Rosangela da Silva.
Skutu á brúðkaupsgesti fyrir að spila tónlist
Minnst tveir eru látnir og tíu særðir, eftir að þrír menn skutu á brúðkaupsgesti í Afganistan. Árásarmennirnir sögðust vera úr röðum Talíbana og þeir hefðu gripið til aðgerða vegna tónlistar sem var spiluð í veislunni. En tónlist var bönnuð í Afganistan þegar Talíbanar réðu síðast ríkjum þar, frá 1996 til 2001. Sjónarvottar segja mennirnir hafi byrjað á því að brjóta hátalara áður en þeir hleyptu af skotum.
31.10.2021 - 15:43
Lágstemmt keisaralegt brúðkaup í Japan
Mako Japansprinsessa gekk að eiga unnusta sinn Kei Kumuro í morgun að því er fram kemur í tilkynningu frá keisarahöllinni. Athöfnin var lágstemmd í ljósi þess hve umdeildur ráðahagurinn hefur verið.
26.10.2021 - 02:40
Myndskeið
Brúðhjónin sendu covid-próf með boðskortinu
Þau dóu ekki ráðalaus, brúðhjónin sem sáu að stemningin fyrir brúðkaupsveislunni sem halda á í kvöld fór minnkandi samhliða aukinni útbreiðslu veirunnar. Þau sendu einfaldlega covid-próf með boðskortunum. Notkun slíkra prófa gæti aukist mjög hér á landi á næstu misserum.
21.08.2021 - 18:31
Sjónvarpsfrétt
Tuttugu hjónavígslur í dag í Grafarvogskirkju
Brúðarmarsinn hljómaði hvorki meira né minna en tuttugu sinnum í Grafarvogskirkju í dag þar sem fram fóru jafnmargar hjónavígslur. 
26.06.2021 - 19:16
Renna blint í sjóinn með „drop-in brúðkaup“ í sumar
Grafarvogskirkja hefur auglýst svokölluð drop-in brúðkaup í lok júní, þar sem fólki er boðið upp á giftingar með litlum fyrirvara. Athafnirnar verða um hálftíma langar og brúðhjónum að kostnaðarlausu. Guðrún Karls Helgudóttir Grafarvogsprestur segir að kirkjan vilji hvetja til brúðkaupa en prestarnir hafi enn ekki hugmynd um það hver aðsóknin verður.
01.06.2021 - 11:41
Brúðkaupsdagurinn 10102020 COVID að bráð
Nokkuð er um að pör hafi afbókað fyrirhugaðar hjónavígslur í gær 10. október 2020, vegna samkomutakmarkana. Allmörg hjónaefni horfðu hýru auga til þessarar skemmtilega samsettu dagsetningar sem hægt er að skrifa 10102020.
11.10.2020 - 15:00
10 ár frá lögleiðingu hjónabands samkynhneigðra
Tíu ár eru liðin frá því ný hjúskaparlög tóku gildi sem heimiluðu hjónaband tveggja einstaklinga af sama kyni. Áður en lögin voru samþykkt gátu pör af sama kyni skráð sig í staðfesta samvist en þeim var hins vegar ekki heimilt að gifta sig.
11.06.2020 - 19:30
Myndskeið
Leikarar The Office dönsuðu í fjarbrúðkaupi aðdáenda
Leikarinn John Krasinski, sem er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Jim Halpert í gamanþáttunum The Office, kom nýtrúlofuðu pari heldur betur á óvart um helgina þegar hann hélt fyrir þau fjarbrúðkaup með óvæntum gestum.
12.05.2020 - 11:27
Viðeigandi brúðkaupsklæðnaður
Brúðkaup eru oftar en ekki ljúfur sumarboði og dásamlegt tilefni til þess að fara í sitt fínasta púss og skemmta sér með vinum og ættingjum. En hvernig er best að klæða sig sem brúðkaupsgestur og hvernig á alls ekki að klæða sig?
02.07.2018 - 12:57
6 ráð fyrir brúðkaupsgesti sumarsins
Sumarið er tími brúðkaupa, og Íslendingar virðast alls ekki hafa misst trúna á hinu heilaga hjónabandi því hverja helgi flæða myndir úr brúðkaupsveislum yfir samfélagsmiðla.
10.07.2017 - 14:28