Færslur: Brothers
Segir óperu Daníels með bestu verkum samtímans
Óperan Brothers er á meðal bestu óperuverka samtímans að mati gagnrýnanda ritsins Opera Portal sem lofaði mjög uppsetningu Íslensku óperunnar á verki Daníels Bjarnasonar við opnun Armel-hátíðarinnar í Búdapest þann 2. júlí.
18.07.2019 - 15:49
Brothers í Búdapest
Upptaka frá óperunni Brothers eftir Daníel Bjarnason á Armel-óperuhátíðinni í Búdapest.
02.07.2019 - 17:10
Brothers á óperuhátíð í Búdapest
Íslensku óperunni hefur verið boðið að sýna óperuna Brothers eftir Daníel Bjarnason á Armel-óperuhátíðinni í Búdapest í júlí.
24.01.2019 - 17:30
Bræður á bak við tjöldin
Skyggnst á bak við tjöld óperunnar Brothers eftir Daníel Bjarnason. Verkið verður sýnt á RÚV klukkan 17.15 á nýársdag.
01.01.2019 - 13:55
Hljóðritun á Brothers á dagskrá í kvöld
Hljóðritun frá uppfærslu Íslensku óperunnar á Brothers, óperuverki Daníels Bjarnasonar, verður flutt á Rás 1 kl. 18.40 í kvöld.
17.06.2018 - 12:39
Aðdáunarvert samspil myrkurs og birtu
María Kristjánsdóttir, leiklistargagnrýnandi, sá óperuna Brothers á Listahátíð Reykjavíkur og þótti hún áhrifarík. „Dramatísk atburðarásin innan fjölskyldu og í hugarheimi hermannsins Michaels lyftir sér áreynslulaust í örstuttum sterkum myndum og með einstaka látæði.“
13.06.2018 - 16:09
Daníel hlýtur dönsku sviðslistarverðlaunin
Daníel Bjarnason tónskáld og höfundur óperunnar Brothers hlýtur dönsku sviðslistarverðlaunin fyrir óperu ársins.
11.06.2018 - 10:55
Saga allra stríða
„Ég er að upplifa verkið allt öðruvísi með því að stjórna því líka. Það var fínt að horfa á þetta úr fjarlægð í Danmörku en gaman að vera kominn inn í þetta núna,“ segir Daníel Bjarnason tónskáld sem tekur nú að sér hljómsveitarstjórn í óperunni sinni Brothers á Listahátíð í Reykjavík. Íslenska óperan stendur að flutningnum í samstarfi við Den Jyske Opera og Sinfóníuhljómsveit Íslands.
08.06.2018 - 09:05