Færslur: Brothættar byggðir

Glæðum hleypt í Grímsey
Rúmum sextán milljónum hefur verið úthlutað til tólf verkefna í Grímsey, með það fyrir augum að efla byggð í eyjunni. Verkefnisstjóri segir vaxandi áhuga vera á eynni.
30.03.2022 - 13:28
Búast við góðum hlutum úr Brothættum byggðum
Dalamenn vilja snúa við neikvæðri byggðaþróun og auka við atvinnutækifæri í sveitarfélaginu. Með það fyrir augum undirbýr Dalabyggð nú þátttöku í Brothættum byggðum hjá Byggðastofnun
11.01.2022 - 09:51
Mikill áhugi á verkefnum um Betri Bakkafjörð
Metfjöldi umsókna barst í Frumkvæðissjóð Betri Bakkafjarðar. Margt hefur áunnist síðan Bakkafjörður varð hluti af verkefninu Brothættum byggðum en verkefnisstjóri segir væntingar vera til að fleiri og fjölbreyttari störf skapist.
26.12.2021 - 13:04
Tækifæri liggja í framtíð Grímseyjar
Nýr verkefnisstjóri byggðaþróunarverkefnis í Grímsey segir mikil tækifæri liggja í framtíð eyjarinnar. Áskoranir séu þó nokkrar en lausnir liggi í frumlegri og skapandi hugsun og því að festast ekki í úreldum hugmyndum um mennta- og atvinnumál.
11.10.2021 - 08:54
Myndskeið
Vantar ekki hug í Dýrfirðinga
Nauðsynlegt er að sýna þolinmæði þegar rétta á við neikvæða byggðaþróun. Þetta segir verkefnisstjóri Brothættra byggða í Dýrafirði hvers markmið er að efla og styrkja byggð í firðinum.
Vilja gera Hrísey að „hæglætisbæ“
Hrísey ætlar að senda inn umsókn í Cittaslow hreyfinguna. Með inngöngu fetar eyjan í spor Djúpavogs og verður svokallaður, hæglætisbær, eins og það hefur verið nefnt. Alls eru 272 sveitarfélög frá 30 löndum í hreyfingunni.
26.01.2021 - 13:54
Frekari aðgerða þörf til að treysta byggð í Grímsey
Lægri skattbyrði, aukinn byggðakvóti og hlutverk Grímseyjar varðandi öryggi sjófarenda, eru dæmi um leiðir sem Akureyrarbær vill fara til að treysta byggð í eyjunni. Íbúarnir segja búsetuskilyrði hafa batnað undanfarin ár.
30.06.2020 - 20:50
Strandabyggð í Brothættum byggðum
Strandabyggð hóf nýverið þátttöku í verkefninu Brothættum byggðum hjá Byggðastofnun. Umsókn sveitarfélagsins um þátttöku hefur legið fyrir frá 2014.
27.01.2020 - 07:22
Blokkin á Raufarhöfn í endurnýjun lífdaga
Blokkin á Raufarhöfn, sem hingað til hefur verð einna þekktust fyrir hvað hún er ljót, er nú að fá rækilega andlitslyftingu. Þetta hús sem verið hefur í mikilli niðurníðslu árum saman verður því jafnvel hin mesta bæjarprýði.
27.12.2019 - 17:10
Kaupa fiskvinnslu, bát og kvóta á Bakkafirði
Náðst hafa samningar um kaup sjávarútvegsfyrirtækisins GPG á Húsavík á stærsta fyrirtækinu á Bakkafirði. Innifalið í kaupunum er fiskverkun á Bakkafirði, bátur og veiðiheimildir.
06.12.2019 - 12:34
Íbúaþróun í Hrísey snúið við
Hríey - perla Eyjafjarðar, byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða, á að ljúka nú um áramót. Hríseyingar hafa óskað eftir því að verkefnið verði framlengt. Mikill árangur hefur náðst síðustu ár og hefur íbúaþróun í Hrísey verið snúið við.
18.11.2019 - 15:03
Heilsársbyggð í Grímsey gæti lagst af
Bæjarfulltrúi á Akureyri segir að huga þurfi að því að heilsársbyggð í Grímsey geti lagst af. Grímseyingar bera fram óskir sínar og hugmyndir um framtíðina á fundi með fulltrúum bæjarins. Búið er að samþykkja að framlengja byggðarþróunarverkefnið Brothættar byggðir um eitt ár í Grímsey.
07.11.2019 - 12:59
Ekkert athugavert við kaup Ramma á Sigurbirni
Samkeppniseftirlitið sér ekkert athugavert við kaup Ramma á öllu hlutafé sjávarútvegsfyrirtækisins Sigurbjarnar ehf. í Grímsey. Bæjarfulltrúar á Akureyri funda með hverri fjölskyldu í eynni fyrir sig, um stöðuna sem upp er komin.
04.11.2019 - 11:59
Ný fyrirtæki stofnuð á Borgarfirði eystra
Þrjú ný fyrirtæki hafa verið stofnuð á Borgarfirði eystra aðeins um einu og hálfu ári eftir sveitarfélagið var tekið inn í Brotthættar byggðir. 25 verkefni á Borgarfirði hafa nú hlotið styrki undir merkjum verkefnisins.
Enn eitt áfallið fyrir íbúa Bakkafjarðar
Gjaldþrot fiskvinnslufyrirtækisins Toppfisks er áfall fyrir Bakkafjörð, að sögn Elíasar Péturssonar, sveitarstjóra Langanesbyggðar. Fyrirtækið var með starfsemi þar og í Reykjavík. Sex starfsmenn á Bakkafirði misstu vinnuna við gjaldþrotið.
04.04.2019 - 15:25
Metfjöldi styrkumsókna á Þingeyri
Víkingaviðburður, hjólreiðavika og aðdráttarafl fyrir ferðamenn eru meðal sautján verkefna sem fengu í dag styrk í tengslum við byggðaþróunarverkefnið Brothættar byggðir á Þingeyri. Aldrei hafa fleiri verkefni sótt um í sjóð á vegum Brothættra byggða sem þennan.
07.03.2019 - 21:30
Undirbúa nýja verslun á Borgarfirði eystra
Hafinn er undirbúningur að opnun verslunar á Borgarfirði eystra. Gengið hefur verið frá kaupum á verslunarhúsnæði og búið að stofna félag um reksturinn. Engin verslun hefur verið á Borgarfirði frá því síðastliðið haust.
22.05.2018 - 15:21
Hvar er Raufarhöfn?
„Þegar ég flutti til Reykjavíkur þá var ég að segja við vinkonur mínar eða vinnufélagana mína að ég væri frá Raufarhöfn. Þau bara eitthvað; Hvar er það? Það náttúrulega vita voða fáir hvar Raufarhöfn er,“ sagði Brynja Dögg Björnsdóttir, íbúi á Raufarhöfn, þegar Kveikur ræddi hana þar í vetur.
16.02.2018 - 11:45
Enn beðið eftir aðgerðum í Grímsey
Íbúaþingi, sem halda átti í Grímsey um helgina í verkefninu Brothættar byggðir, var frestað þar sem aðgerðum til að aðstoða byggð í eynni er ekki lokið. Beðið er eftir niðurstöðum úr samningviðræðum Íslandsbanka og útgerða í Grímsey.
01.02.2016 - 18:26
Allir fimm höfnuðu starfslokasamningi SASS
Allir fimm starfsmenn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga höfnuðu starfslokasamningi sem samtökin buðu þeim skömmu fyrir jól. Formaður samtakanna segir að þau hafi þegar sagt upp starfsmönnum, en viðræður standi við aðra aðila um að taka við hluta af ráðningarsamningum hinna.
30.12.2015 - 09:55
Þarf meira fé í Brothættar byggðir
Formaður Byggðarráðs Skagafjarðar segir það vonbrigði að Hofsós hafi ekki verið tekið inn í Brothættar byggðir þrátt fyrir að uppfylla öll skilyrði. Níu af þeim tólf byggðarlögum sem sóttu um að vera tekin inn í verkefnið var hafnað.Hann vill að meira fjármagni verði veitt í verkefnið.
21.11.2015 - 19:09