Færslur: Brot á vinnumarkaði

Launaþjófnaður vaxandi vandi á íslenskum vinnumarkaði
Heildarupphæð vangoldinna launa sem Efling krafði launagreiðendur um nam 345 milljónum á síðasta ári. Að sögn Viðars Þorsteinssonar framkvæmdastjóra Eflingar er algengast að starfsfólk í veitinga- og ferðageiranum þurfi að leita réttar síns.
Efling krefur ríkið um hundruð milljóna
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar krefst, fyrir hönd stéttarfélagsins, að ríkið greiði félagsmönnum „hundruðir milljóna“ vegna aðgerðaleysis stjórnvalda vegna ógreiddra launa, launaþjófnaðar og ýmiss annars athæfis atvinnurekenda. Standi ríkisstjórnin ekki við loforð sín um að bæta aðstæður vinnandi fólks, áskilur Sólveig sér allan rétt til að knýja á um að svo verði.
„Svona mál er hreint og klárt glæpamál“
ASÍ kallar eftir rannsókn á tildrögum brunans við Bræðraborgarstíg í gær. Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir í samtali við fréttastofu að bæta þurfi eftirlit með atvinnurekendum sem útvega starfmönnum sínum húsnæði og að herða þurfi viðurlög. 
Vinna tillögur til að sporna gegn vinnumansali
Formaður samstarfshóps segir allar líkur á að samtök launafólks, atvinnurekendur og eftirlitsstofnanir, geti komið sér saman um tillögur til að uppræta félagsleg undirboð á vinnumarkaði. Fyrsti fundur hópsins var í dag.
12.11.2018 - 18:14
Viðtal
Þvinga fólk í vinnu þrátt fyrir veikindaleyfi
Mörg dæmi eru um að atvinnurekendur meini starfsfólki að nýta veikinda- og slysarétt sinn og geri nýja samninga við þungaðar konur. Þetta segir Margrét Ólafía Tómasdóttir, doktor í heimilislækningum og meðlimur í stjórn félags íslenskra heimilislækna. Erlendir starfsmenn eigi oft allt undir vinnuveitanda og í sumum tilfellum fari yfirmaðurinn með þeim til læknis, oft í því skyni að hjálpa en stundum virðist tilgangurinn annarlegur.