Færslur: brjóstakrabbamein

Telja að mistök hafi verið gerð við brjóstaskimun
Embætti landlæknis hefur til meðferðar þrjú mál sem varða skimun fyrir krabbameini í brjóstum. Lögmaður tíu kvenna sem telja sig ekki hafa fengið viðhlítandi þjónustu hjá Krabbameinsfélaginu telur brýnt að kanna misbresti í greiningunni, á sama hátt og leghálsskimun var könnuð á síðasta ári.
Batahorfur hafa aukist - dánartíðni hefur lækkað
Dánartíðni vegna brjóstakrabbameins hefur lækkað mjög og batahorfur aukist síðustu áratugi. Eftir því sem þjóðin eldist má þó gera ráð fyrir fleiri krabbameinstilfellum. Bleiki dagurinn er í dag.
Sjónvarpsfrétt
„Það er ekki eitt - heldur allt“
Kona sem bíður niðurstaðna úr skimun fyrir brjóstakrabbameini segir slæmt að bíða í óvissu. Hún er ein af tólf hundruð konum sem nú bíða niðurstaðna sinna. Ekki hefur verið lesið úr brjóstamyndum á Landspítala síðan í júlí vegna læknaskorts.
1.200 konur bíða eftir niðurstöðum brjóstaskimana
Um 1.200 konur bíða nú eftir niðurstöðum skimunar á brjóstakrabbameini, en vegna læknaskorts á Landspítala hefur ekki verið lesið úr neinum röntgenmyndum úr brjóstaskimunum í rúman mánuð. Sviðsstjóri á rannsóknarsviði spítalans segir þetta ekki gott innlegg í umræðuna um krabbameinsskimanir, en verkefnið hafi verið flókið og tekið lengri tíma en búist var við þegar spítalinn tók við því.
Myndskeið
Engar brjóstamyndir hafa verið greindar í um mánuð
Ekki hefur verið lesið úr myndum úr skimunum á brjóstakrabbameini í rúman mánuð. Ástæðan er læknaskortur á Landspítala, en nú hafa erlendir læknar verið fengnir til starfa. Yfirlæknir Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana segir að þetta geti valdið kvíða hjá konum. 
Breytingu á neðra viðmiði brjóstaskimana frestað
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að fresta breytingum á aldursviðmiðum brjóstaskimana um óákveðinn tíma. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu í dag. Þar segir að kynna þurfti betur þær breytingar sem fyrirhugaðar eru og fagleg rök að baki þeim.
Þrjár konur fara fram á skaðabætur vegna skimana
Þrjár konur, sem telja sig hafa fengið ranga niðurstöðu úr leghálsskimun hjá Krabbameinsfélaginu, hyggjast fara fram á skaðabætur frá Krabbameinsfélaginu. Lögmaður kvennanna hefur nú á sínu borði mál þriggja kvenna sem telja sig hafa fengið rangar niðurstöður úr brjóstaskimun. 
Mikil ábyrgð fylgir krabbameinsskimunum
Illa ígrunduð krabbameinsskimun getur valdið meiri skaða en ávinningi. Alltaf þarf að gæta að því að skaðinn sé ekki meiri en ávinningurinn. Það mat getur verið bæði vísindalega og siðferðilega flókið.
Myndskeið
Fjölmargar athugasemdir Geislavarna í eftirlitsskýrslum
Geislavarnir ríkisins hafa gert athugasemdir við starfsemi leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins undanfarin ár, en segja reglu frekar en undantekningu að slíkar athugasemdir séu gerðar. Stofnunin hefur ekki haft tök á að fara í eftirlitsferð í ár vegna kórónuveirufaraldursins.
Andhormónalyf við brjóstakrabbameini komin til landsins
Andhormónalyfin Aromasin og Exemestan eru komin til landsins, að sögn framkvæmdastjóra dreifingarfyrirtækisins Distica. Frumlyfið Aromasin er komið í apótek en samheitalyfinu Exemestan hefur ekki enn verið dreift í verslanir.
Ekkert rof verður í brjóstaskimunum
Skimanir fyrir brjóstakrabbameini munu ekki falla niður og ekkert rof verður í þjónustu að því er fram kemur í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu og Landspítalanum.
Óttast að brjóstaskimanir falli niður í fjóra mánuði
Allt stefnir í að skimanir fyrir brjóstakrabbameinum falli niður tímabundið í að minnsta kosti fjóra mánuði frá næstu áramótum. Á þetta er bent í ályktun sem samþykkt var á ársþingi Krabbameinsfélags Íslands í morgun. Þar var meðal annars rætt um grafalvarlega stöðu brjóstaskimana.
Ólíðandi að konur bíði margar vikur eftir brjóstaskoðun
Brynja Björk Gunnarsdóttir, formaður Brjóstaheilla segir ekki sé hægt að sætta sig við það að konur þurfi að bíða í margar vikur eftir því að komast að í rannsókn eða meðferð. Kona sem fór í skimun fékk að vita sjö vikum síðar, að hún væri með mein í brjósti. Hún hefur kvartað til Landlæknis og Landspítalans. 
27.05.2020 - 13:20
Viðtal
„Haha, ég er með krabbamein“
Brjóstakrabbamein er ekkert gamanmál, það veit ekki síst fólk sem hefur upplifað það eða átt ástvini sem glímt hafa við sjúkdóminn. Þegar Ingibjörg Rósa Björnsdóttir greindist bjó hún fjarri fjölskyldu og ástvinum í Edinborg. Í veikindum og einangrun kom hún sér í gegnum erfiða tíma með húmorinn að vopni.
11.09.2019 - 14:25
Hormónalyf auka líkur á krabbameini
Sterkt samband er milli notkunar tíðahvarfahormóna og brjóstakrabbameins, samkvæmt niðurstöðum rannsóknar vísindamanna innan Oxford háskóla á Englandi. Því lengur sem konur nota tíðahvarfahormóna því meiri verður hætta á brjóstakrabbameini. Hormónarnir eru ætlaðir til að draga úr óþægilegum áhrifum sem fylgja breytingaskeiði kvenna.
Lyf við brjóstakrabba eykur lífslíkur um 30%
Nýtt lyf við brjóstakrabbameini eykur lífslíkur sjúklinga með fjórða stigs krabbamein um 30 prósent samkvæmt niðurstöðum klínískrar rannsóknar. Krabbameinslæknir segir niðurstöðurnar mikilvægar og gefi von um betri meðferð við slíkum meinum.
01.06.2019 - 20:07
Einungis fimmtungur kom í krabbameinsskimun
Aðeins fimmtungur kvenna í Vestmannaeyjum sem boðaðar voru í brjóstakrabbameinsskimun á vegum Krabbameinsfélagsins í síðustu viku bókuðu tíma og mættu í skimun.
Viðtal
Fréttu í dag af skorti á krabbameinslyfjum
Hnökrar eru á kerfinu sem á að sjá fólki fyrir lyfjum hér á landi og skortur hefur verið á tveimur lyfjum sem fólk með brjóstakrabbamein þarf nauðsynlega að taka inn. Yfirlæknir Lyfjastofnunar, Kolbeinn Guðmundsson, frétti fyrst af skorti á lyfjunum í dag. Hann segir ljóst að það sé mikill galli að engin stofnun hafi yfirsýn yfir birgðastöðu lyfja í landinu.
18.09.2018 - 21:09
Viðtal
Áfall að komast að því að lyfin fáist ekki
Það á að vera tryggur aðgangur að lífsnauðsynlegum lyfjum alltaf, alla daga, sama hvað, segir Lára Guðrún Jóhönnudóttir. Hún var greind með brjóstakrabbamein í fyrra og varð fyrir því að lyf sem hún þarf nauðsynlega að taka hefur ekki verið fáanlegt hér á landi.
18.09.2018 - 20:17
Lyf fyrir krabbameinssjúka ekki til í 4 mánuði
Samheitalyf sem nauðsynlegt er fólki með brjóstakrabbamein hefur ekki verið fáanlegt hér á landi síðan um miðjan maí. Lyfið heitir exemestan og er flutt til landsins af Actavis. Sigfús Guðmundsson, fjölmiðlafulltrúi fyrirtækisins, segir í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu, að vonast sé til þess að ný sending komi til landsins á næstu dögum. Verið sé að vinna að því að flytja það inn eins fljótt og auðið er. Vandamál komu upp við framleiðslu þess og því hefur innflutningur tafist.
18.09.2018 - 17:26
Bjóða fólki að kanna hvort það sé með BRCA2
Íslensk erfðagreining opnar vef á morgun þar sem fólk getur flett því upp hvort það sé með sjúkdómsvaldandi stökkbreytingu í BRCA2-erfðavísi. 86 prósent líkur eru á að konur í þeim hópi fái krabbamein. Hlutfallið er mun lægra meðal karla, að því er fram kemur í tilkynningu frá Íslenskri erfðagreiningu.
14.05.2018 - 19:18
Lyf gegn brjóstakrabbameini gætu nýst fleirum
Ný lyf, sem hingað til hafa fyrst og fremst verið hugsuð fyrir meðferð við krabbameini hjá arfberum stökkbreyttra gena sem valda brjóstakrabbameini, gætu nýst mun fleiri og gegn öðrum tegundum krabbameins, þar á meðal í blöðruhálskirtli. Þetta sýnir ný rannsókn sem birt hefur verið í vísindatímaritinu Nature Medicine. Jórunn Erla Eyfjörð, heiðursprófessor við Læknadeild Háskóla Íslands er meðal aðstandenda þessarar könnunar.
16.03.2017 - 09:07