Færslur: Britta Nielsen

Fréttaskýring
Börn Brittu Nielsen dæmd í fangelsi
Börn hinnar dönsku Brittu Nielsen voru í morgun dæmd í eins og hálfs til þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hylma yfir fjárdrátt móður sinnar. Þyngsta dóminn fékk yngsta dóttir Nielsen, sem talin er hafa fengið hæstu fjárhæðirnar frá móður sinni. Börnin hafa öll áfrýjað dómnum.
09.07.2020 - 12:37
Britta Nielsen dæmd í sex og hálfs árs fangelsi
Britta Nielsen, sem var ákærð fyrir fjárdrátt upp á rúma tvo milljarða íslenskra króna frá félagsmálastofnun í Danmörku, var í dag dæmd í sex og hálfs árs fangelsi. Henni var jafnframt gert að endurgreiða féð. Saksóknari fór fram á átta ára fangelsi yfir Nielsen og sagði að hún væri sek um einhvern alvarlegasta fjármálaglæp sem komist hefði upp um í landinu.
18.02.2020 - 15:40