Færslur: Britney Spears

Britney Spears segist vera hrædd við föður sinn
Dómstóll í Los Angeles hefur hafnað kröfu bandarísku söngkonunnar Britney Spears um að föður hennar verði gert að víkja sem lögráðamaður hennar. Lögmaður söngkonunnar sagði hana hrædda við föður sinn og að hún myndi ekki koma fram opinberlega fyrr en hann væri hættur.
11.11.2020 - 10:38
Britney Spears vill losna undan stjórn föður síns
Bandaríska tónlistarkonan Britney Spears hefur farið þess á leit við dómsstóla að faðir hennar, Jamie Spears, verði ekki aftur lögráðamaður hennar.
19.08.2020 - 11:14
Lestin
Verkfall og sjálfræði Britney Spears
12 ár eru liðin frá því að Britney Spears var svipt lögræði. Hún þykir ekki hæf til að taka grundvallarákvarðanir um eigið líf og fjárhag: hefur hvorki sjálfræði né fjárræði. Því hafa faðir hennar og lögfræðingur verið lögráðamenn hennar og tekið bæði stórar og smáar ákvarðanir fyrir hennar hönd.
02.04.2020 - 10:03
Britney Spears sló ekki heimsmet Usain Bolt
Söngkonan Britney Spears birti í vikunni mynd á Instagram þar sem hún sagðist hafa hlaupið 100 metra á undir sex sekúndum. Þetta vakti athygli margra þar sem heimsmetið í greininni er 9,58 sekúndur og var sett af spretthlauparanum Usain Bolt árið 2009.
27.03.2020 - 11:30