Færslur: Brim

Sjónvarpsfrétt
Leita hugmynda um framtíð Breiðarinnar á Akranesi
Brim og Akraneskaupstaður hafa sett af stað hugmyndasamkeppni um hvað skal verða af Breiðinni á Akranesi. Forstjóri Brims segir óútskorið um framtíð fyrirtækisins þar.
28.01.2022 - 16:17
Brim gerist bakhjarl Hins íslenska bókmenntafélags
Sjávarútvegsfyrirtækið Brim hf. og Hið íslenska bókmenntafélag hafa gert með sér samstarfs- og styrktarsamning þess efnis að Brim gerist bakhjarl félagsins til næstu fjögurra ára og styrki félagið um 16 milljónir króna á því tímabili.
Brim hagnaðist um 1,7 milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Hagnaður útgerðarfélagsins Brims á fyrsta ársfjórðungi 2021 reyndist nærri ellefu milljarðar evra, sem jafngildir um 1,7 milljörðum króna. Gjöful loðnuvertíð skipti þar sköpum, samkvæmt árshlutareikningi félagsins sem birtur var í gær.
21.05.2021 - 21:43
Virða ekki reglur um að landa helmingi afla á Grænlandi
Grænlensk yfrvöld hafa varað grænlensku útgerðina Arctic Prime Fisheries, sem er að hluta til í eigu Brims, við því að þau muni gera lögreglu viðvart ef útgerðin lætur ekki af því að brjóta í bága við útgefið veiðileyfi fyrirtækisins.
12.02.2021 - 22:52
Erlent · Innlent · Grænland · Brim
Arion og Eimskip leiddu miklar hækkanir á árinu
Hlutabréf í kauphöllinni hækkuðu um 45 prósent á árinu sem er að líða. Arion banki og Eimskip leiddu hækkanir en hlutabréf í þeim nærri tvöfölduðust í verði.
Brim fjárfestir fyrir 13,5 milljarða á Grænlandi
Brim hf. hefur gengið frá kaupum í grænlenska sjávarútvegsfyrirtækinu Arctic Prime Fisheries (APF). Fjárfesting Brims er samtals um 85 milljónir evra, eða sem nemur rúmlega 13,5 milljörðum íslenskra króna. Fjárfestingin er í formi hlutafjárkaupa, fjármögnunar og skipakaupa. Hlutur Brims í félaginu er 16,5 prósent.
09.07.2020 - 14:02
Myndskeið
17 aðilar að starfsemi nýsköpunarseturs á Akranesi
Akraneskaupstaður og Brim hafa stofnað sameiginlegt þróunarfélag um atvinnuuppbyggingu og nýsköpun á Breið á Akranesi. Fyrsta verkefni félagsins er að koma á fót rannsóknar- og nýsköpunarsetri.
02.07.2020 - 20:43
Viðtal
„Mig langaði til að fara í stríð við þá“
Guðmundur Kristjánsson, sem tilkynnti fyrir viku að hann hafi ákveðið að láta af störfum sem forstjóri útgerðarfélagsins Brims, segist hafa tekið þá ákvörðun vegna rannsóknar Samkeppniseftirlitsins á yfirráðum Útgerðarfélags Reykjavíkur og tengdra aðila í Brimi. Hann segist upplifa rannsóknina sem persónulega herferð gegn sér. Þess vegna hafi hann talið best fyrir fyrirtækið og starfsfólk þess að hann léti af störfum sem forstjóri.
07.05.2020 - 20:46
Samkeppniseftirlitið rannsakar viðskipti með bréf Brims
Samkeppniseftirlitið ætlar að hefja sjálfstæða rannsókn á yfirráðum Útgerðarfélags Reykjavíkur hf. og tengdra aðila í Brimi hf. Þetta kemur fram í tilkynningu Brims til Kauphallarinnar, en tilkynnt var um rannsóknina samhliða því að Samkeppniseftirlitið ákvað að aðhafast ekkert frekar í kaupum Brims á Fiskvinnslunni Kambi hf og Grábrók ehf.
06.05.2020 - 09:11
Seldi fyrir 600 milljónir í Brimi
Útgerðarfélag Reykjavíkur, sem er í meirihlutaeigu Guðmundar Kristjánssonar, forstjóra Brims, seldi í gær hlutabréf í Brimi fyrir 600 milljónir króna. Voru 15 milljónir hluta seldar á genginu 40. Þetta kemur fram í tilkynningu sem birt var í Kauphöllinni.
30.04.2020 - 10:18
Segjast una niðurstöðu héraðsdóms illa
Útgerðarfélag Reykjavíkur (ÚR) íhugar að áfrýja dómi héraðsdóms Reykjavíkur frá í gær þar sem félaginu var gert að greiða Glitni HoldCo tvo milljarða króna vegna afleiðusamninga sem gerðir voru í aðdraganda bankahrunsins.
03.03.2020 - 19:37
Selur í Brimi fyrir tæplega 1,2 milljarða
Útgerðarfélag Reykjavíkur, sem er í eigu Guðmundar Kristjánssonar, forstjóra Brims (sem áður hét HB Grandi) hefur selt bréf í Brimi fyrir samtals um 1,16 milljarða króna. Þrjátíu milljón hlutir eru seldir á genginu 38,5. 
16.12.2019 - 15:17