Færslur: Bretland

Spennandi kosningar í Skotlandi
Kosið er á Bretlandseyjum í dag til margra bæja- og sveitarstjórna, og þings í Skotlandi og Wales. Um 40 milljónir Breta hafa rétt til að kjósa í kosningum dagsins. Athyglin beinist helst að þingkosningunum í Skotlandi þar sem kannanir sýna að Skoski þjóðarflokkurinn, SNP, gæti unnið hreinan meirihluta sæta á þinginu í Edinborg.
Fréttaskýring
Heimsglugginn: Kosningar á Bretlandi og ártíð Napóleons
Spennandi kosningar eru á Bretlandi í dag þar sem kosið er til þings í Skotlandi og Wales og til fjölmargra bæjar- og sveitarstjórna. Þá eru aukakosningar um þingsæti í Hartlepool í norðausturhluta Englands. Því er spáð að Íhaldsflokkurinn vinni það sæti, en Verkamannaflokkurinn hefur átt þingmann kjördæmisins frá 1964. Spennan er mest í Skotlandi þar sem Skoski þjóðarflokkurinn, SNP, gæti unnið hreinan meirihluta á skoska þinginu.
06.05.2021 - 09:25
Bresk varðskip send að Jersey
Tvö skip breska sjóhersins verða við eftirlit nærri stærstu höfn eyjunnar Jersey í Ermarsundi eftir hótanir Frakka. Styr stendur um veiðiréttindi á Ermarsundi eftir Brexit, og hóta Frakkar að slá út rafmagninu á Jersey fái þeir sínu ekki framgengt.
06.05.2021 - 04:30
Bretar senda 1.000 öndunarvélar til Indlands
Bretar ætla að senda 1.000 öndunarvélar til Indlands, þar sem algjört neyðarástand ríkir vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Þar deyja þúsundir úr COVID-19 á degi hverjum og yfir 300.000 ný tilfelli hafa greinst þar daglega ellefu daga í röð. Mikill hörgull er á öndunarvélum, súrefnisbirgðum, lyfjum og öðrum lækningavörum auk þess sem bóluefni eru víða af skornum skammti þrátt fyrir mikla bóluefnaframleiðslu í landinu.
03.05.2021 - 04:43
Myndskeið
Þjóðhátíðarstemning í Liverpool
Þúsundir gátu dansað og sungið eins og enginn væri heimsfaraldurinn í Liverpool í Bretlandi í gær og í dag. Viðburðirnir eru nokkurs konar tilraun á vegum stjórnvalda sem vilja kanna hvort óhætt sé að leyfa fjölmenna viðburði á ný.
02.05.2021 - 20:04
Handtökur vegna gruns um fyrirhuguð hryðjuverk
Lögregla í Englandi og Wales hefur handtekið fimm, þar á meðal sextán ára ungling, vegna gruns um fyrirhugað hryðjuverk. Álitið er að hin handteknu tilheyri hægrisinnuðum samtökum og er hvert og eitt þeirra nú yfirheyrt á lögreglustöð í Vestur-Yorkshire. 
01.05.2021 - 18:12
Myndskeið
Segir ásakanirnar „hrærigraut af þvættingi“
Hrærigrautur af þvættingi eru orðin sem Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands notar um ásakanir á hendur sér. Kosningaeftirlit landsins rannsakar nú hvort hann hafi þegið fjárstyrki til íbúðaframkvæmda.
Fréttaskýring
Heimsglugginn: Boris Johnson í vandræðum
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er í verulegum vandræðum vegna efasemda um hver borgaði fyrir endurnýjun á íbúð hans í Downing-stræti og vegna meintra ummæla í haust um að honum væri sama þó líkin hrönnuðust upp, hann myndi ekki loka Bretlandi aftur.
29.04.2021 - 10:43
Sótt að Boris Johnson vegna endurbóta á íbúð hans
Opinber rannsókn er nú hafin á því hvernig endurbætur á íbúð á efri hæð Downingstrætis 11 í London voru fjármagnaðar. Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands býr í íbúðinni ásamt unnustu sinni.
28.04.2021 - 14:44
ESB og Bretland deila um fisk og rafmagn
Evrópusambandið getur lokað á aðgang Breta að evrópska raforkumarkaðnum ef þeir veita ekki evrópskum skipum aðgang að fiskimiðunum í samræmi við viðskiptasamning þeirra á milli. Atkvæði verða greidd um samninginn á Evrópuþinginu í fyrramálið.
27.04.2021 - 22:48
Fyrsta sending breskra lækningatækja komin til Indlands
Fyrsta sendingin af lækningavörum frá Bretlandi barst til Indlands snemma í morgun. Breska ríkisstjórnin ákvað að veita Indverjum aðstoð vegna þess mikils álags á heilbrigðiskerfið af völdum kórónuveirufaraldursins.
27.04.2021 - 03:46
Bresk-írönsk kona dæmd fyrir áróður gegn Íransstjórn
Forsætisráðherra Bretlands gagnrýnir harðlega fangelsisdóm yfir bresk-íranskri konu í Íran. Hún var í dag dæmd í árs fangelsi fyrir að reka áróður gegn stjórnvöldum. Bretar hyggjast gera allt til að fá hana lausa.
26.04.2021 - 21:18
Bretar hefja bólusetningu fólks undir fimmtugu
Á morgun, mánudag hleypir breska ríkisstjórnin af stokkunum átaki til að hvetja fólk undir fimmtugu að láta bólusetja sig gegn COVID-19. Annað stig bólusetninga í landinu hefst á morgun en bólusetningar hafa gengið hratt fyrir sig frá því þær hófust í desember.
Guterres stýrir viðræðum Kýpurgrikkja og Kýpurtyrkja
Leiðtogar grískra og tyrkneskra Kýpverja funda í Genf í Sviss dagana 27. til 29. apríl næstkomandi um endursameiningu eyjarinnar, undir stjórn Antonio Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna.
Handtökur i COVID mótmælum í Lundúnum
Fimm voru handtekin í dag og og átta lögreglumenn slösuðust í fjölmennum mótmælum í Lundúnum gegn þeim sóttvarnartakmörkunum sem enn eru í gildi á Englandi.
Vísindamenn hvetja til þefnæmisæfinga
Breskir vísindamenn hvetja þau sem hafa sýkst af COVID-19 og misst lyktarskynið að þjálfa það upp með æfingum frekar en að leysa vandann með því að taka stera.
24.04.2021 - 05:54
Spegillinn
Að stjórna úr farsímanum
Undanfarið hefur hvert spillingarmálið, tengt Íhaldsflokknum breska, rekið annað, nú síðast mál tengt forsætisráðherra. Stjórnarandstaðan gerir sér mikinn mat úr þessum málum og í þeim bergmála spillingarmál fyrri áratuga. Í raun oft þannig að það eru líkur á spillingu ef einn flokkur er lengi við stjórn.
23.04.2021 - 17:00
Fleiri en 10 milljónir fullbólusett í Bretlandi
Fleiri en 10 milljónir hafa nú verið fullbólusett í Bretlandi. Stjórnvöld eru bjarstýn á að ná markmiði sínu í bólusetningum sem er að boða alla fullorðna í fyrstu sprautu fyrir lok júlí.
19.04.2021 - 16:30
Tékkar reka 18 Rússa úr landi vegna sprenginga 2014
Tékknesk stjórnvöld saka Rússa og rússnesku leyniþjónustuna um að hafa átt aðild að mannskæðum sprengingum í skotfæra- og sprengiefnageymslum í Tékklandi árið 2014. Því hafi verið ákveðið að vísa úr landi 18 starfsmönnum rússneska sendiráðsins í Prag, sem sannað þykir að allir séu þar á vegum rússneskra leyniþjónustustofnana. Tveir menn sem grunaðir eru um að hafa eitrað fyrir Sergei Skripal í Bretlandi 2018 eru á meðal grunaðra. Rússnesk stjórnvöld segja þetta fráleitar ásakanir.
18.04.2021 - 03:35
Óttast að indverskt afbrigði dreifist um Bretland
Breskir sérfræðingar mæltu í dag með því við heilbrigðisyfirvöld þar í landi að Indlandi yrði bætt við á rauðan lista yfir þau lönd sem stöngustu ferðatakmarkanir gilda um. Sérfræðingarnir vara sérstaklega við nýju afbrigði veirunnar sem greinst hefur á Indlandi og óvíst er að bóluefnin sem nú eru í notkun virki eins vel á og önnur afbrigði. Næstum helmingur Breta hefur verið bólusettur.
17.04.2021 - 16:11
Spegillinn
Árið 1066 í nútíma pólitíkinni
Í janúar 2018 heimsótti Emmanuel Macron Frakklandsforseti Theresu May þáverandi forsætisráðherra að ræða erfitt mál, flóttamannamálin. En Macron kom einnig færandi hendi: boð um að 2022 myndu Frakkar lána Bretum Bayeux-refilinn, eina mestu þjóðargersemi Frakka. Nú er tvísýnt hvort úr því verði og aðstæður reyndar aðrar en þegar boðið kom.
15.04.2021 - 18:35
Bretar ná tilsettu bólusetningarmarkmiði
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í gærkvöld að markmiði stjórnvalda um að allir yfir fimmtugu verði bólusettir gegn COVID-19 fyrir miðjan mánuðinn sé náð. AFP fréttastofan greinir frá.
13.04.2021 - 03:53
Verslanir, barir og líkamsrækt opnuð á ný í Bretlandi
Barir, verslanir, líkamsræktarstöðvar og önnur þjónusta hófu starfsemi í Bretlandi í morgun eftir þriggja mánaða lokun vegna Covid nítján faraldursins. Bretar eru bjartsýnir á að ekki þurfi að grípa til víðtækra lokana aftur.
12.04.2021 - 19:02
Ný þjóðaratkvæðagreiðsla líkleg vinni Þjóðarflokkurinn
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, ætlar ekki að standa í vegi þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands ef Skoski þjóðarflokkurinn hlýtur meirihluta í kosningum næsta mánaðar. Þetta fullyrðir Nicola Sturgeon, leiðtogi flokksins, í viðtali við Guardian í gær. 
12.04.2021 - 06:33
Cameron í kröppum dansi
David Cameron, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, liggur nú undir þungu ámæli fyrir að hafa farið fram á opinberan fjárhagsstuðning við gjaldþrota fjármálafyrirtæki sem hann var í forsvari fyrir.
11.04.2021 - 21:27