Færslur: Breiðavík

Myndskeið
Lýstu frelsissviptingum og vanrækslu í vitnaleiðslum
Fársjúkt fólk sem dvaldi á vistheimilinu Arnarholti til 1971 var sett í einangrun í litlum fangaklefa vikum saman. Þetta kom fram í vitnaleiðslum yfir starfsfólki sem aldrei hafa komið fyrir sjónir almennings. Þar lýsti starfsfólk órannsökuðum andlátum vistmanna og vanrækslu sem leiddi til andláts. Nefnd sem skipuð var til að rannsaka málið komst að þeirri niðurstöðu að engra aðgerða væri þörf á heimilinu, en þrátt fyrir það var ákveðið á lokuðum fundum borgarstjórnar að grípa til aðgerða.
Bætur „hneykslanlega lágar og niðurlægjandi“
Sanngirnisbætur eru hneykslanlega lágar og niðurlægjandi, segir formaður Samtaka vistheimilabarna. Þá verði þeir sem  misþyrmdu börnum að sæta ábyrgð. Samtökin hafa leitað til lögmanns til að kanna grundvöll  málaferla vegna mannréttindabrota á þeim börnum sem sættu illri meðferð á visheimilum ríkis og sveitarfélaga.
11.02.2017 - 12:57