Færslur: Breiðamerkursandur

Landinn
Hreiður rænd þrátt fyrir varnartilburði foreldranna
„Hér hafði sem sagt verið eitt egg sem nú hefur verið étið,“ segir Lilja Jóhannesdóttir, fuglafræðingur hjá Náttúrustofu Suðausturlands. Við erum á ferð með Lilju á Breiðamerkurssandi þar sem hún fylgist með því varpárangri skúma.
16.11.2021 - 07:50
Höfðum ekki hugmyndaflug í að þetta gæti gerst
Ástæða er að horfa til svipaðra aðgerða og farið var í á Hornströndum varðandi landkomu skipa við Breiðamerkursand. Þetta segir Matthildur Ásmundardóttir, bæjarstjóri á Höfn og formaður svæðisráðs suðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs, í samtali við fréttastofu.
Skemmtiferðaskip varpaði akkeri úti fyrir Jökulsárlóni
Skemmtiferðaskipið Le Bellot, sem var annað skemmtiferðaskipið sem kom til Íslands þetta sumarið, festi akkeri úti fyrir Jökulsárlóni í hádeginu í dag og hefur nú verið stopp þar í eina þrjár klukkustundir. Lögregla á Höfn gerði Landhelgisgæslunni viðvart um skipið.
„Selirnir hafa það gott“
„Það er búin að vera mikil umferð hér í febrúar, en veðrið ekki sérstaklega gott allra síðustu daga“, segir Daniel Nutolo, starfsmaður Glacier Lagoon við Jökulsárlón. „Fólkið er auðvitað uppnumið af staðnum hvernig sem veður er og selirnir hafa það gott“. Hann segir að nú séu kjöraðstæður fyrir seli að flatmaga, á ísbrún úti í miðju lóni. Þeir skipti tugum á hverjum degi og veki mikla athygli ferðamanna.
12.02.2016 - 16:38