Færslur: Breiðafjarðarferjan Baldur

Farþegar Baldurs þurftu að bakka inn í ferjuna
Þeir farþegar sem á bíl voru um borð Breiðafjarðarferjunnar Baldur, á sunnudag, þurftu að bakka inn í ferjuna, þar sem ekki var hægt að opna stafnið.
10.05.2022 - 11:35
Ekki má draga að gera umbætur í ferðum um Breiðafjörð
Sveitarstjórnir í Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppi segja öryggi farþega Breiðafjarðarferjunnar Baldurs stefnt í voða alla daga. Auk þess sé ferjan helsta samgönguleið íbúa svæðisins. Þingmenn hvetja innviðaráðherra að kaupa nýja nútímalega ferju til siglinga sem jafnvel verði knúin endurnýjanlegum orkugjöfum.
Brýnt að fá ferju sem uppfyllir nútímaöryggiskröfur
Bæjarstjórinn í Stykkishólmi segir afar brýnt að fá ferju yfir Breiðafjörð sem uppfylli nútíma öryggiskröfur, ekki síst skip búið tveimur vélum. Kallað hafi verið eftir því um töluverða hríð.
Margar leiðir enn lokaðar en á að skána er líður á
Óveðrið sem tók á móti fólki á vestan- og norðanverðu landinu í morgun er farið að lægja hægt og rólega. Veðrið er þó enn slæmt á norðvestanverðu landinu og ófærð mikil, sér í lagi á Vestfjörðum og Breiðafirði. Gular veðurviðvaranir hafa þar tekið við af þeim appelsínugulu. Þær falla úr gildi klukkan sex og sjö í kvöld.
Reikna með að ný Breiðafjarðarferja kosti 4,5 milljarð
Reiknað er með að þungaflutningar um Breiðafjörð muni nær tvöfaldast á næstu fimm árum með auknum umsvifum í fiskeldi. Sveitarfélög bíða óþreyjufull eftir að hafist verði handa við að endurhanna hafnarmannvirki. Ný ferja ætti að kosta fjóra og hálfan milljarð í smíðum.
Fundu ekkert skip til að leysa Baldur af hólmi
Þrátt fyrir ítarlega leit hefur enn ekki fundist skip til að leysa Breiðafjarðarferjuna Baldur af hólmi. Eigi siglingar yfir Breiðafjörð að halda áfram þarf að laga hafnarmannvirki á Brjánslæk og í Stykkishólmi.
Léttir að Baldur sigli á ný
Skipstjórinn á Breiðafjarðarferjunni Baldri segir það vera létti að ferjan er aftur komin í siglingar.
Baldur siglir ekki í dag
Breiðafjarðarferjan Baldur hefur ekki áætlanasiglingar í dag eins og var fyrst lagt upp með. Siglingar hafa legið niður síðan á fimmtudag þegar ferjan bilaði. Verið er að setja varahluti í Baldur og stefnt er að prufusiglingu síðar í dag. Ef allt gengur að óskum verður siglt samkvæmt áætlun á morgun, frá Stykkishólmi klukkan þrjú. Í skoðun er að sigla aukaferð fyrr um daginn, en það verður ákveðið með tilliti til færðar.
Telur að yfirvöld átti sig á alvarleika málsins
Sveitarfélög við Breiðafjörð kynntu áherslur sínar fyrir vegamálastjóra og samgönguráðherra á fundi í hádeginu. Þar var mikilvægi ferjunnar Baldurs undirstrikuð með tilliti til byggðar og atvinnuuppbyggingar. Áætlanir um að leggja niður ferjusiglingar um Breiðafjörð virðast farnar út af borðinu.
Baldur bilaði vegna gamallar viðgerðar á túrbínu
Gert er ráð fyrir að Breiðafjarðarferjan Baldur sigli á ný á morgun. Verið er að tryggja að ný túrbína sem fengin var um helgina sé í lagi. Samgönguráðherra fundar nú með sveitarfélögum um Baldur.
Flutningstími getur tvöfaldast þegar Baldur er úr leik
Framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá eldisfyrirtækinu Arctic Fish segir miklu máli skipta að hægt sé að treysta á áreiðanlegar ferjusiglingar um Breiðafjörð. Falli niður ferð hjá Baldri getur flutningstími vöru frá sunnanverðum Vestfjörðum tvöfaldast.
Þingmenn segja forsendur fyrir nýju Breiðafjarðarskipi
Tveir þingmenn Miðflokksins segja allar forsendur ættu að vera til þess að nýtt skip verði tekið að sigla um Breiðafjörð árið 2022 eða fyrr. Þeir kveða jafnframt einsýnt að Vegagerðin sjái til þess að gamli Herjólfur hefji nú þegar siglingar yfir Breiðafjörð, á meðan Baldur er í viðgerð og mögulega eitthvað áfram.
Vonir standa til að Baldur sigli að nýju á miðvikudag
Vonir standa til að Breiðafjarðaferjan Baldur geti hafið siglingar að nýju næstkomandi miðvikudag. Ný túrbína er á leið til landsins og verður ef allt gengur upp komin til Stykkishólms seint í kvöld.
Leggja til að Vestfirðingum verði lánaður Herjólfur
Vestmanneyingar skora á bæjaryfirvöld og ríkið að lána Vestfirðingum nýja Herjólf meðan Breiðafjarðarferjan Baldur er biluð. Vél ferjunnar bilaði í aukaferð yfir Breiðafjörð á fimmtudaginn. Baldur er aðeins búinn einni aðalvél sem ekki tókst að koma í gang.
Siglingar um Breiðafjörð best tryggðar með nýrri ferju
Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir að nauðsynlegt sé að bæta vegaþjónustu á Vestfjörðum til lengri tíma. Hann segir þegar hafa verið brugðist við erfiðri færð á vegum þar með því að Vegagerðin og Sæferðir fjölguðu ferðum yfir Breiðafjörð.
„Bara ömurlegt fyrir okkar samfélag þarna fyrir vestan“
Breiðafjarðarferjan Baldur kom loks til hafnar í Stykkishólmi í dag. Einn farþeganna segir óboðlegt að hafa ferju í Breiðafirði með einungis einni vél.
Bilun Baldurs hafði strax áhrif á atvinnulíf
Rebekka Hilmarsdóttir, bæjarstjóri í Vesturbyggð, segir að óhug hafi sett að fólki þegar vélin í Baldri bilaði í gær. Þetta sé það sem heimamenn hafi haft áhyggjur af að gæti gerst og jafnvel á versta tíma. Hún segir að tryggja verði samgöngur milli sunnanverðra Vestfjarða og annarra landshluta. Undir því eigi samfélagið og atvinnulífið allt sitt. Hætta þurfti slátrun í fiskeldi þar sem ekki var hægt að flytja afurðir burt.
Búið að koma taug milli Þórs og Baldurs
Varðskipið Þór er komið með Breiðafjarðarferjuna Baldur í tog og siglir með hana að Stykkishólmi. Nú er gert ráð fyrir að skipin komi að Stykkishólmi um klukkan eitt. Vegna aðstæðna þar getur Þór ekki dregið skipið inn í höfnina heldur tekur hafnsögubáturinn Fönix þá við drættinum síðasta spölinn. Það verður gert þegar aðstæður leyfa.
Þingmenn um Baldur: Úrelt skip og stórhættulegt mál
Fimm þingmenn Norðvesturkjördæmis lýstu miklum áhyggjum af stöðu samgangna á Vestfjörðum og öryggi sjófarenda vegna bilunar í Breiðafjarðarferjunni Baldri. Þingmennirnir tóku til máls í umræðu um störf þingsins við upphaf þingfundar á Alþingi. Þingmennirnir fimm sögðu að núverandi skip hentaði illa til flutninganna, öryggi væri ekki nægilega vel tryggt og að samgöngur við sunnanverða Vestfirði væru í mikilli tvísýnu.
Gengur hægt að koma taug milli skipa
Það gengur hægt að koma taug í ferjuna Baldur vegna veðurs, en hún hefur verið á Breiðafirði frá því í gærdag vegna vélarbilunar. Varðskipið Þór og dráttarbáturinn Fönix eru við Baldur norður af Stykkishólmi.
Fólk var sjóveikt og hrætt
Nóttin um borð í Baldri byrjaði illa en eftir að tókst að snúa skipinu upp í vindinn hefur gengið mun betur, segir Einar Sveinn Ólafsson, einn farþeganna um borð. Skipið lagði af stað frá Brjánslæk í hádeginu í gær. Einar Sveinn segir að þegar vélin bilaði á leiðinni yfir Breiðafjörð hafi fólk í fyrstu talið að þetta yrði ekki það mikið mál, að vélin kæmist fljótlega í gang. Annað átti eftir að koma í ljós.
12.03.2021 - 08:21
Fönix kominn að Baldri
Breiðafjarðarferjan Baldur er enn aflvana á Breiðafirði. Rannsóknaskipið Árni Friðriksson er með skipið í togi og varðskipið Þór kom á vettvang í gær. Dráttarbáturinn Fönix er kominn að Baldri. Hann dregur ferjuna til hafnar þegar veður leyfir.
Baldur vélarvana úti á miðjum Breiðafirði
Breiðafjarðarferjan Baldur er vélarvana á Breiðafirði. Að sögn Gunnlaugs Grettissonar, framkvæmdastjóra Sæferða, virðist hafa komið upp bilun í túrbínu ferjunnar. Það er sama bilun og kom upp í Baldri síðasta sumar. Um borð í ferjunni eru tíu farþegar, sex fólksbílar og nokkrir flutningabílar. Að sögn Gunnlaugs er verið að meta stöðuna með öryggi þeirra sem eru um borð í huga. Þar á meðal er verið að skoða hvort þurfi að toga Baldur í land.
11.03.2021 - 15:00
Vill endurmeta framtíð ferjusiglinga á Breiðafirði
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir ástæðu til að meta að nýju framtíð ferjuþjónustu á Breiðafirði. Þetta segir hann í svari við fyrirspurn Guðjóns S. Brjánssonar, þingmanns Samfylkingarinnar. Sigurður Ingi segir að þar sem Klettsháls verði líklega alltaf farartálmi að vetri til og krafa sé um öruggar samgöngur þá sé eðlilegt að fjalla um framtíð ferjusiglinga.
Eðlileg krafa að í Baldri sé varavél
Bæjarstjórinn í Vesturbyggð segir að það sé áhyggjuefni að engin varavél sé í Breiðafjarðarferjunni Baldri. Það hafi vakið óhug með íbúum þegar ferjan varð vélarvana úti á Breiðafirði í sumar.