Færslur: Brahms

Stephen Hough og skeggið hans Brahms
Breski píanistinn Stephen Hough leikur einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands í kvöld í öðrum píanókonserti Jóhannesar Brahms. Hough er heimsþekktur píanisti en jafnframt rithöfundur, fyrirlesari og tónskáld. Á efnisskránni er líka annað rómantískt meistaraverk, Sinfónía nr. 6 eftir Tsjajkovskíj. Í þættinum Á leið í tónleikasal er rætt við einleikara kvöldsins um Brahms og líka við Siggeir F. Ævarsson framkvæmdastjóra og skeggfræðing um sköpunargáfu og skegg. Þáttinn má heyra hér fyrir ofan.
10.10.2019 - 17:22
Viðtal
Klarinettið á heima í tónlist Brahms
Á sunnudaginn stilla klarinettuleikarinn Arngunnur Árnadóttir og píanóleikarinn Ben Kim saman strengi sína og flytja sónötur Brahms í Hörpu, en sónöturnar eru taldar með helstu perlum klassískrar kammertónlistar. Auk Brahms munu þau leika tónverk eftir Alan Berg.
21.05.2019 - 14:13
Konsert í efsta klassa og síðasta verk Mahlers
Þýski fiðluleikarinn Isabelle Faust er einn fremsti fiðluleikari samtímans og einn eftirsóttasti einleikari heims. Hún hefur starfað mörg undanfarin ár fyrir Harmonia Mundi útgáfuna þar sem upptökur hennar hafa hlotið mikið lof gagnrýenda. Faust er einleikari í fiðlukonserti Johannesar Brahms í kvöld hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands. Tónleikarnir hefjast kl. 19:30, en þeir eru í beinni á Rás 1 sem hitar upp hálftíma fyrr með ítarlegu viðtali við tónlistarkonuna.
Ástarljóðavalsar í Hörpu
Á sunnudaginn næstkomandi stilla saman strengi sína fjórir einsöngvarar og tveir píanóleikarar, en þau munu halda tónleika í Norðurljósasal Hörpu.
05.04.2019 - 15:56
Ashkenazy og Sinfóníuhljómsveit Íslands
Vladimir Ashkenazy stjórnar Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikum í Hörpu í kvöld. Á efnisskránni eru verk eftir Max Bruch, Johannes Brahms og Þorkel Sigurbjörnsson.