Færslur: Bráðnun jökla

Mikil bráðnun á Suðurskautslandinu austanverðu
Rúmlega sjötíu milljarðar tonna bráðna árlega af Denman íshellunni á austanverðu Suðurskautslandinu vegna hlýs sjávar við helluna. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsókna vísindaráðs Ástralíu. Íshellan liggur ofan á dýpsta landlæga gljúfri á jörðinni. Rúmmál hennar er slíkt að bráðni hún öll leiðir það til eins og hálfs metra hækkunar yfirborðs sjávar.
Grænlandsjökull hopaði 26. árið í röð
Grænlandsjökull minnkaði milli ára, 26. árið í röð. Mælingar Jarðfræðirannsóknastofnunar Danmerkur og Grænlands (GEUS) staðfesta þetta og segja vísindamenn stofnunarinnar veðurfar annars staðar í heiminum mögulega hafa áhrif á bráðnun jökulsins.
Spegillinn
„Sumt getum við ekki læknað úr þessu, bara meðhöndlað"
„Freðhvolf jarðar er eins og lífsnauðsynlegt líffæri fyrir jörðina. Sumt getum við ekki læknað úr þessu, heldur bara meðhöndlað," þetta segir Anna Hulda Ólafsdóttir, forstöðumaður skrifstofu loftslagsþjónustu og aðlögunar.
30.08.2022 - 11:30
Sjónvarpsfrétt
Grænland er risi að vakna
Margar af stórborgum heims verða að bregðast við vaxandi vanda sem fylgir hlýnun jarðar og hækkun sjávarborðs, að öðrum kosti kunna hagkerfi borganna að hrynja, segir Ólafur Ragnar Grímsson fyrrverandi forseti Íslands. Sérstakt Grænlandsþing Hringborðs Norðurslóða fór fram um helgina í Nuuk á Grænlandi.
Sjónvarpsfrétt
Hafði efasemdir um hlýnun en sá hana svo eigin augum
Kvikmyndagerðarmaður sem myndað hefur rýrnun jökla í fimmtán ár segist hafa haft miklar efasemdir um loftslagsbreytingar fyrir aldarfjórðungi. Hann hélt opnunarfyrirlestur á alþjóðlegri ráðstefnu í Hörpu síðdegis. Hún nefnist Cryosphere eða freðhvolfið á íslensku.
Jöklaráðstefna - opinn fyrirlestur í dag
Alþjóðlega ráðstefna Cryosphere verður sett í Hörpu eftir hádegi. Næstu daga verður greint frá nýjustu rannsóknum á afdrifumm íss og sævar í hlýnandi loftslagi jarðar. Klukkan fjögur sýnir James Balog myndefni af breytingum sem orðið hafa á jöklum síðustu ár um allan heim. Fyrirlesturinn verður opinn almenningi.
Sjónvarpsfrétt
Gæti hlaupið úr Langjökli á næstu dögum
Hætta er á jökulhlaupi úr Langjökli niður í Borgarfjörð um Hvítá og Svartá. Lónshæð er svipuð og var þegar hljóp fyrir tveimur árum. Jöklafræðingur segir að fólk í Húsafelli og Húsafellsskógi þurfi einna helst að hafa góðan vara á sér.  Ekki er mikil hætta í byggð.
Vita ekki hvort þeir eru á Ítalíu eða í Sviss
Landamæri Ítalíu og Sviss hafa færst vegna bráðnunar í Theodul-jökli í Ölpunum og deilt er um hvorum megin ítalskur skíðaskáli fellur. Samkvæmt gildandi samkomulagi ákvarðast lega landamæranna af skilunum þar sem leysingavatn fellur annað hvort til Ítalíu eða Sviss.
26.07.2022 - 10:32
Sjónvarpsfrétt
Hopið talið í hundruðum rúmkílómetra
Jöklar landsins hafa rýrnað svo mikið frá síðustu aldamótum að hægt er að telja rýrnunina í hundruðum rúmkílómetra. Jökulsporðar hopuðu víða um tugi metra í fyrra. Mýrdalsjökull hefur rýrnað um fimm rúmkílómetra á ellefu árum.
Neikvæð met slegin í loftslagsáhættu í fyrra
Ný met í lykiláhættuþáttum loftslagsbreytinga voru slegin á síðasta ári, að því er fram kemur í skýrslu Alþjóðaveðurstofnunarinnar sem birt var í dag.
Viðtal
Ísland framtíðarinnar: Meiri rigning
Úrkoma verður meiri hér á landi í framtíðinni og þá frekar í formi rigningar en snjókomu. Þetta eru niðurstöður ítarlegra rannsókna Landsvirkjunar á horfum í vatnabúskap eftir að jöklar hafa bráðnað. Veðrinu mun svipa til þess sem nú er í Skotlandi en líklega mun rigna meira en þar gerir. Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar segir að bráðnun jökla hafi áhrif á vatnabúskap og vatnsaflsvirkjanir. 
Myndband
Hröð bráðnun Breiðamerkurjökuls kom á óvart
Breiðamerkurjökull virðist hopa hraðar en vísindamenn reiknuðu með. Þetta sýna niðurstöður frá Rannsóknarsetri Háskóla Íslands á Höfn í Hornafirði, sem hafa myndað jaðar jökulsins með skeiðmyndum. Þorvarður Árnason forstöðumaður rannsóknarsetursins segir ljóst að jökullinn bráðni hraðar með hverju árinu.
Ólíklegt að íslenskum jöklum verði bjargað
Mikilvægt er að skrá sögu íslenskra jökla og grípa þarf strax til aðgerða, segir Oddur Sigurðsson, jarðfræðingur. Skrá verði söguna meðan jöklarnir bráðni.
22.09.2021 - 19:49
Bráðinn Grænlandsís dygði til að þekja Flórída
Óvenjulega mikill hiti á austurhluta Grænlands undanfarið hefur orðið til þess að gríðarlega mikið hefur bráðnað úr íshellunni yfir landinu.
31.07.2021 - 05:49
Viðtal
Jöklarnir minnkað um 18 prósent á 130 árum
Árið 2019 var heildarflatarmál jökla hér á landi um 10.400 ferkílómetrar. Frá lokum 19. aldar hafa þeir minnkað um rúmlega 2200 ferkílómetra. Það samsvarar um 18 prósenta minnkun.
Jöklar Jarðar bráðna hraðar en áður
Nokkurn veginn allir heimsins jöklar fara minnkandi, bráðnun þeirra er hraðari en áður og er ein helsta ástæða hækkandi yfirborðs sjávar. Þetta eru meginniðurstöður rannsóknar sem birtar voru í vísindatímaritinu Nature í gær.

Mest lesið