Færslur: Bráðamóttaka Landspítalans

Sjúklingar bíða í sjúkrabílnum fyrir utan bráðamóttöku
Dæmi eru um að sjúklingar bíði úti í sjúkrabíl eftir að komast inn á bráðamóttöku á Landspítalanum, þar sem að öll pláss á spítalanum eru full. Þetta getur leitt til tafa á öðrum sjúkraflutningum. Níu börn undir níu ára aldri liggja á spítalanum með COVID-19. 
400 hálkuslys það sem af er ári
Rúmlega 500 hálkuslys voru skráð í kerfi bráðamóttöku Landspítalans í fyrra og það sem af er ári eru þau orðin fjögur hundruð.
Varað við fljúgandi hálku
Fljúgandi hálka er víða á höfuðborgarsvæðinu og frá klukkan átta í morgun hafa að minnsta kosti ellefu manns leitað á bráðamóttöku Landspítalans vegna hálkuslysa og segir Hjalti Már Björnsson, yfirlæknir á bráðamóttöku að viðbúið sé að fleiri leiti þangað þegar líður á daginn.
Segir ástandið farsakennt og hvetur ráðherra til dáða
Hátt í 80 prósent þeirra sjúklinga sem nú eru á bráðamóttöku Landspítalans hafa lokið meðferð þar og bíða eftir að komast á aðrar deildir. Yfirlæknir segir ástandið farsakennt og hvetur nýjan heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, til að leysa úr vandanum.
Erlent starfsfólk leysir ekki vanda Landspítalans
Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum, segir það ekki leysa mönnunarvanda spítalans að ráða erlenda hjúkrunarfræðinga hingað til lands. Það sé ekki stefna spítalans að leita markvisst eftir fagfólki í útlöndum.
Viðtal
Lögregla í samstarf við bráðamóttöku varðandi byrlanir
Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir tilkynningum um byrlun ólyfjanar á skemmtistöðum ekki hafa fjölgað undanfarið. Aukin umfjöllun í fjölmiðlum geti þó leitt til þess að fleiri tilkynningar berist, sem sé hið besta mál að hennar sögn. Lögreglan hóf í síðustu viku samstarf við bráðamóttökuna um hvernig best sé að bregðast við þessum málum.
Viðtal
Líf liggur við því að stjórnvöld grípi til aðgerða
Líf liggur við því að stjórnvöld grípi til aðgerða og létti álagi á bráðamóttöku Landspítala segja sjúkraliðar. Ekki sé unnt að tryggja öryggi sjúklinga þar sem þeir þurfa að liggja á göngunum og starfsfólk kemst ekki yfir verkefnin. 
„Ekki tekið blóðsýni nema rannsókn sé hafin“
Það er ekki tekið blóðsýni, þegar grunur er um byrlun nema rannsókn sé hafin segir Hrönn Stefánsdóttir verkefnastjóri neyðarmótttöku kynferðisbrota. Hún segir þurfa samfélagslegt átak til þess að uppræta þessi brot og þurfi að beina sjónum að gerendum.
Vikulokin
Krísan á bráðamóttöku bitnar verst á hjúkrunarfræðingum
Krísan á bráðamóttöku Landspítala bitnar verst á hjúkrunarfræðingum, að sögn Eggerts Eyjólfssonar bráðalæknis. Hver og einn hjúkrunarfræðingur þurfi að vera á hlaupum og sinna mun fleiri sjúklingum en eðlilegt geti talist. Það sé ástæða þess að margir þeirra treysti sér ekki til að vera í fullu starfi.  
Sjónvarpsfrétt
Bæta við legurýmum - ekki nóg fyrir bráðamóttökuna
Allt að 30 legurými bætast við á næstu vikum til að létta á bráðamóttökunni þar sem sjúklingar liggja í öllum hornum. Þetta var tilkynnt á fundi bráðahjúkrunarfræðinga með stjórnendum Landspítalans í dag. Hjúkrunarfræðingar segja að grípa þurfti til róttækra aðgerða til langs tíma í öllu heilbrigðiskerfinu og að heilbrigðisyfirvöld þurfi að stíga mjög hressilega inn í. 
Fá rafskútuslys miðað við fjölda ferða
Rafskútuslys eru ekki algeng miðað við þann fjölda ferða sem farnar eru á þessum fararskjótum. Komum á slysadeild fjölgar milli ára og er fjölgunin einkum rakin til fullorðinna.
Að leysa vanda bráðadeildar er eins og að elta strætó
Að reyna að leysa viðvarandi neyðarástand á bráðamóttöku Landspítala er eins og að elta strætisvagn. Þetta segir Páll Matthíasson, forstjóri spítalans. Hann segir þær aðgerðir sem gripið hafi verið til hingað til ekki hafa borið árangur, lausnin felist ekki í meira fé til spítalans, heldur til hjúkrunarheimila.
„Staðan nálgast neyðarástand“
„Staðan á Landspítala nálgast neyðarástand núna“ sagði Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir á Landspítalanum í síðdegisútvarpinu á Rás 2 í gær. Spurður um muninn á veikindum Covid smitaðs fólks í þessari bylgju samanborið við fyrri bylgjur, sagði Tómas veikindin mjög svipuð og inniliggjandi sjúklingar væru margir mjög veikir.
Bráðamóttaka vísar sjúklingum á heilsugæslustöðvar
Mjög þung staða er á bráðamóttöku Landspítala og hefur sjúklingum verið vísað á heilsugæslustöðvar og Læknavakt. Fólk sem leitar á bráðamóttökuna má gera ráð fyrir langri bið og þjónustu er forgangsraðað eftir því hve liggur á henni.
Starfsmaður á bráðamóttöku með COVID-19
Starfsmaður á bráðamóttöku Landspítalans greindist með COVID-19 í gær og eru tugir starfsmanna á deildinni komnir í vinnusóttkví.
21.07.2021 - 11:40
Ríkislögmaður viðurkennir stórkostlegt gáleysi
Ríkislögmaður hefur fyrir hönd íslenska ríkisins viðurkennt að starfsmenn bráðamóttöku Landspítalans hafi sýnt af sér stórkostlegt gáleysi í aðdraganda andláts Eyglóar Svövu Kristjánsdóttur, sem lést stuttu eftir útskrift af spítalanum í mars í fyrra, og samþykkt bótakröfu fjölskyldunnar. Málið er enn í rannsókn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
„Það er enginn sem hlustar“
Yfir þúsund læknar saka stjórnvöld um langvarandi sinnuleysi í garð heilbrigðiskerfisins og krefjast þess að stjórnmála- og embættismenn axli ábyrgð á stöðunni. Undirskriftum var skilað til heilbrigðisráðuneytisins í dag.