Færslur: Börn og unglingar

Sjónvarpsfrétt
Eina meðferðarheimili landsins fyrir stúlkur enduropnað
Meðferðarheimilið á Laugalandi í Eyjafirði hefur formlega verið opnað aftur, en því var lokað í fyrra. Heimilið hefur fengið nafnið Bjargey. Ráðherra barnamála segir að að fjölga þurfi úrræðum enn frekar fyrir börn sem glíma við áskoranir.
Sjónvarpsfrétt
„Allir eiga að komast þangað sem þeir vilja“
Allir eiga að komast þangað sem þeir vilja, segja tólf ára vinkonur í Mosfellsbæ. Þær hafa beðið bæinn um að bæta úr aðgengismálum hið fyrsta, tvær þeirra eru í hjólastól.
27.06.2022 - 20:49
Íslenskur karlmaður dæmdur á Spáni fyrir barnaníð
Héraðsdómstóll í borginni Cartagena á Spáni hefur dæmt íslenskan karlmann, Ómar Traustason, í átta og hálfs árs skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa brotið kynferðislega á að minnsta kosti sex börnum.
15.06.2022 - 14:36
Sjónvarpsfrétt
„Maður á að vera á sokkunum og má ekki berjast“
Maður á að vera á sokkunum og má ekki berjast. Þannig á að haga sér á ærslabelg að sögn nokkurra sex ára krakka í Kópavogi, en svo eru alltaf einhverjir sem vilja frekar skemma belgina.
30.05.2022 - 20:45
Sjónvarpsfrétt
„Sum svörin eru mjög svipuð“
Nokkrir strákar í 8. bekk í Háteigsskóla í Reykjavík hafa tekið viðtöl við oddvita allra framboða í borginni. Þeir eru óhræddir við að spyrja krefjandi spurninga og segja að svör stjórnmálamannanna eigi það til að vera svipuð. 
Klámáhorf allt að þrefalt meira hjá strákum en stelpum
Meirihluti nemenda í efstu bekkjum grunnskóla og í framhaldsskóla hefur horft á klám. Allt að þrefalt fleiri strákar en stelpur á þessum aldri hafa horft á klám og þeir eru ánægðari með áhorfið en stelpurnar.  
Sjónvarpsfrétt
Óvíst um áhrif óbreytts skólahalds á faraldurinn
Sóttvarnalæknir segir óvíst hvort óbreytt skólahald eftir áramót muni hafa áhrif á þróun kórónuveirufaraldursins, en tillögu hans um að því yrði frestað var hafnað á ríkisstjórnarfundi í gær. Flestir sem greindust í gær voru börn á yngri stigum grunnskólans.
„Við erum þessi gleymda framlínustétt"
Félag fagfólks í frítímaþjónustu sendi frá sér yfirlýsingu í gær eftir að tilkynnt var um hertar samkomutakmarkanir sem taka gildi á miðnætti í kvöld. Ágúst Arnar Þráinsson, formaður félagsins, segir stéttina upplifa vonbrigði og skilningsleysi stjórnvalda í garð starfsfólks í frístundastarfi. Þau séu oftar en ekki hin „gleymda framlínustétt."
Segja áhættu að hafa leikskóla opna milli jóla og nýárs
Stjórnir Félags leikskólakennara og Félags stjórnenda leikskóla  segja útilokað að hægt sé að gæta að sóttvörnum á milli barna og kennara. Það séu vonbrigði að stjórnvöld hafi ekki látið loka leikskólum milli jóla og nýárs, verið sé að taka áhættu í sóttvörnum.
Níu ára börn verða fyrir stafrænu kynferðisofbeldi
Börn allt niður í níu ára hafa verið fórnarlömb stafræns kynferðisofbeldis hér á landi. Lögregla merkir aukningu í kjölfar umfjöllunar um vefsíður þar sem fólk selur aðgang að kynferðislegu efni. Ríkislögreglustjóri hefur nú hafið herferð gegn stafrænu ofbeldi hjá unglingum.
Allt að fjögur mál á mánuði sem tengjast skólum
Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir að þegar tilkynningar berist um kynferðisofbeldi starfsmanns leikskóla gagnvart barni sé það í höndum vinnuveitanda að ákveða hvort viðkomandi starfi þar áfram. Í ár hafa á þriðja tug mála komið inn á borð barnaverndarinnar sem tengjast meintu ofbeldi eða áreitni starfsfólks skóla eða leikskóla í garð barna.
Morgunútvarpið
Segir aukast að ungmenni kaupi vopn á smáforriti
Færst hefur í aukana að ungmenni hérlendis beri vopn, að sögn Guðrúnar Ágústu Ágústsdóttur, uppeldis-, fíkni- og fjölskyldufræðings. Hún tekur undir orð lögreglumanns sem ræddi um aukningu grófra ofbeldisbrota við fréttastofu um helgina. Hún segir ungmennin útvega sér ólöglegan varning á snjallforriti og margir sem hún hafi rætt við beri ýmiss konar vopn á skólatíma.
Morgunútvarpið
„Erum ekki að gera okkar til að tryggja öryggi barna“
Skólar nýta sjaldan  gagnreyndar aðferðir til að fást við erfiða hegðun barna og sjaldgæft er að starfsfólk fái þjálfun til að beita þeim. Grunnskólastigið stendur einna verst þegar kemur að ýmsum þáttum sem snerta geðrækt, forvarnir og stuðning við börn og brýnt er að styrkja innviði skólakerfisins.  Þetta segir verkefnastjóri geðræktar hjá Embætti landlæknis. Áætlun um stuðning við börn í skólum hefur ekki enn fengist fjármögnuð.
10.11.2021 - 13:25
Sjónvarpsfrétt
Fá meðferð við óviðeigandi kynhegðun
Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins býður upp á meðferð fyrir pilta á aldrinum 13-18 sem eru með þroskafrávik og sýna óviðeigandi kynhegðun. Félagsráðgjafi hjá stöðinni segir að engin úrræði hafi verið fyrir þennan hóp þar til nú, mikil þörf sé fyrir faglega aðstoð sem þessa.
Tímahylkinu lokað
Nemendur á Svalbarðseyri hafa nú pakkað í tímahylki verkum sem þau unnu á tímum faraldursins og tengjast upplifun þeirra á honum. Tilgangurinn er að halda utan um upplifun barnanna fyrir sagnfræðinga framtíðarinnar.
17.10.2021 - 15:05
Fjórir af hverjum fimm krökkum hreyfa sig ekki nóg
Fjórir af hverjum fimm nemendum í 6., 8. og 10. bekk uppfylla ekki viðmið um ráðlagða daglega hreyfingu.  Þetta sýnir ný rannsókn. Strákar hreyfa sig meira en stelpur og skólaíþróttir skipta sköpum fyrir börn sem ekki eru í skipulagðri hreyfingu.
Erfitt að skýra hærri tíðni offitu á landsbyggðinni
Offita er samspil margra þátta og erfitt er að benda á einn ákveðin þátt sem skýrir hærri tíðni á landsbyggðinni, að sögn Ásu Sjafnar Lórensdóttur, fagstjóra heilsuverndar skólabarna hjá Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu. Ráðgjöf fyrir börn með þennan heilsuvanda eigi að vera í boði á heilsugæslustöðvum alls staðar á landinu. 
06.10.2021 - 12:41
Sjónvarpsfrétt
Ef ekkert verður gert verður hann nauðungarvistaður
Ef ekkert verður að gert verður hann nauðungarvistaður á geðdeild þegar hann verður fullorðinn. Þetta segir faðir 11 ára drengs með flóknar geðraskanir. Barna- og unglingageðdeild telur sig ekki ráða við vanda drengsins og hefur ítrekað leitað eftir aðstoð frá Barnavernd án árangurs. Drengurinn hefur reynt að svipta sig lífi og ítrekað komist í kast við lögin. 
Viðtal
Börn á BUGL keppast um hvert geti tapað mestri þyngd
Börn sem leggjast inn á geðdeild vegna annars vanda en átröskunar fara stundum að sýna einkenni átröskunar til þess að fá meiri athygli frá starfsfólki. Sérfræðingur segir að þessi smitáhrif fylgi því að vera með blandaða barna- og unglingageðdeild. Þá verður stundum samkeppni milli þeirra barna sem hve veikust eru af átröskun um hvert þeirra geti tapað mestri þyngd.
Sjónvarpsfrétt
Aldrei fleiri börn í átröskunarmeðferð á BUGL
Aldrei hafa verið fleiri börn og unglingar í átröskunarmeðferð á Barna- og unglingageðdeild Landspítala en nú og þetta er í fyrsta skiptið sem biðlisti er eftir að komast í meðferð. Það sem af er þessu ári hefur fleiri börnum verið vísað á BUGL vegna átröskunar en allt árið í fyrra. Læknir segir biðina geta verið lífshættulega.
Sjónvarpsfrétt
Lengri bið á BUGL og börnin eru veikari
Mikil fjölgun hefur orðið á bráðakomum og innlögnum á Barna- og unglingageðdeild Landspítala í kórónuveirufaraldrinum og börn bíða nú tveimur mánuðum lengur eftir þjónustu þar en fyrir faraldur. Tilfellum sem tengjast átröskun hefur fjölgað um 70%.
Bíða ráðgjafar landlækna um bólusetningu unglinga
Breska ríkisstjórnin lítur svo á að rök séu með því að bólusetja heilbrigð börn á aldrinum tólf til fimmtán ára. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar bíða ráða landlækna þjóðanna fjögurra á Bretlandseyjum áður en endanleg ákvörðun verður tekin.
33 tilkynningar um aukaverkanir hjá börnum
Lyfjastofnun hefur borist 33 tilkynningar um grun um aukaverkanir eftir bólusetningu við covid-19 hjá 12 til 17 ára börnum. Fjórar þeirra teljast alvarlegar, að því er fram kemur í skriflegu svari Lyfjastofnunar við fyrirspurn fréttastofu. Fáar tilkynningar hafa borist um röskun á tíðahring sem möguleg aukaverkun í kjölfar bólusetningar í aldurshópnum.
Foreldrar athugi hvort börn kvíði skólanum út af covid
Barnasálfræðingur segir að foreldrar þurfi að ræða við þau börn sem eru kvíðin að byrja í skólanum út af vovid. Þá þurfi að hafa í huga að börn skynji ef foreldrar hafi miklar áhyggjur og að við því þurfi að bregðast. 
18.08.2021 - 12:20
Spegillinn
Börn og foreldrar þurfa að ræða um bólusetningu
Foreldrar og börn verða að ræða hvort þau ætla að þiggja bólusetningu við COVID-19, segir umboðsmaður barna. Hún segir að langflest tólf ára börn ættu að vera nægilega þroskuð til að ræða málið af skynsemi og taka verði tillit til þeirra skoðana. Séu foreldrar og börn ósammála megi hugsanlega bíða með bólusetningu og séu foreldrar innbyrðis ósammála sé hægt að leita ráðgjafar heilbrigðisstarfsfólks.