Færslur: Börn og unglingar

Allt að fjögur mál á mánuði sem tengjast skólum
Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir að þegar tilkynningar berist um kynferðisofbeldi starfsmanns leikskóla gagnvart barni sé það í höndum vinnuveitanda að ákveða hvort viðkomandi starfi þar áfram. Í ár hafa á þriðja tug mála komið inn á borð barnaverndarinnar sem tengjast meintu ofbeldi eða áreitni starfsfólks skóla eða leikskóla í garð barna.
Morgunútvarpið
Segir aukast að ungmenni kaupi vopn á smáforriti
Færst hefur í aukana að ungmenni hérlendis beri vopn, að sögn Guðrúnar Ágústu Ágústsdóttur, uppeldis-, fíkni- og fjölskyldufræðings. Hún tekur undir orð lögreglumanns sem ræddi um aukningu grófra ofbeldisbrota við fréttastofu um helgina. Hún segir ungmennin útvega sér ólöglegan varning á snjallforriti og margir sem hún hafi rætt við beri ýmiss konar vopn á skólatíma.
Morgunútvarpið
„Erum ekki að gera okkar til að tryggja öryggi barna“
Skólar nýta sjaldan  gagnreyndar aðferðir til að fást við erfiða hegðun barna og sjaldgæft er að starfsfólk fái þjálfun til að beita þeim. Grunnskólastigið stendur einna verst þegar kemur að ýmsum þáttum sem snerta geðrækt, forvarnir og stuðning við börn og brýnt er að styrkja innviði skólakerfisins.  Þetta segir verkefnastjóri geðræktar hjá Embætti landlæknis. Áætlun um stuðning við börn í skólum hefur ekki enn fengist fjármögnuð.
10.11.2021 - 13:25
Sjónvarpsfrétt
Fá meðferð við óviðeigandi kynhegðun
Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins býður upp á meðferð fyrir pilta á aldrinum 13-18 sem eru með þroskafrávik og sýna óviðeigandi kynhegðun. Félagsráðgjafi hjá stöðinni segir að engin úrræði hafi verið fyrir þennan hóp þar til nú, mikil þörf sé fyrir faglega aðstoð sem þessa.
Tímahylkinu lokað
Nemendur á Svalbarðseyri hafa nú pakkað í tímahylki verkum sem þau unnu á tímum faraldursins og tengjast upplifun þeirra á honum. Tilgangurinn er að halda utan um upplifun barnanna fyrir sagnfræðinga framtíðarinnar.
17.10.2021 - 15:05
Fjórir af hverjum fimm krökkum hreyfa sig ekki nóg
Fjórir af hverjum fimm nemendum í 6., 8. og 10. bekk uppfylla ekki viðmið um ráðlagða daglega hreyfingu.  Þetta sýnir ný rannsókn. Strákar hreyfa sig meira en stelpur og skólaíþróttir skipta sköpum fyrir börn sem ekki eru í skipulagðri hreyfingu.
Erfitt að skýra hærri tíðni offitu á landsbyggðinni
Offita er samspil margra þátta og erfitt er að benda á einn ákveðin þátt sem skýrir hærri tíðni á landsbyggðinni, að sögn Ásu Sjafnar Lórensdóttur, fagstjóra heilsuverndar skólabarna hjá Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu. Ráðgjöf fyrir börn með þennan heilsuvanda eigi að vera í boði á heilsugæslustöðvum alls staðar á landinu. 
06.10.2021 - 12:41
Sjónvarpsfrétt
Ef ekkert verður gert verður hann nauðungarvistaður
Ef ekkert verður að gert verður hann nauðungarvistaður á geðdeild þegar hann verður fullorðinn. Þetta segir faðir 11 ára drengs með flóknar geðraskanir. Barna- og unglingageðdeild telur sig ekki ráða við vanda drengsins og hefur ítrekað leitað eftir aðstoð frá Barnavernd án árangurs. Drengurinn hefur reynt að svipta sig lífi og ítrekað komist í kast við lögin. 
Viðtal
Börn á BUGL keppast um hvert geti tapað mestri þyngd
Börn sem leggjast inn á geðdeild vegna annars vanda en átröskunar fara stundum að sýna einkenni átröskunar til þess að fá meiri athygli frá starfsfólki. Sérfræðingur segir að þessi smitáhrif fylgi því að vera með blandaða barna- og unglingageðdeild. Þá verður stundum samkeppni milli þeirra barna sem hve veikust eru af átröskun um hvert þeirra geti tapað mestri þyngd.
Sjónvarpsfrétt
Aldrei fleiri börn í átröskunarmeðferð á BUGL
Aldrei hafa verið fleiri börn og unglingar í átröskunarmeðferð á Barna- og unglingageðdeild Landspítala en nú og þetta er í fyrsta skiptið sem biðlisti er eftir að komast í meðferð. Það sem af er þessu ári hefur fleiri börnum verið vísað á BUGL vegna átröskunar en allt árið í fyrra. Læknir segir biðina geta verið lífshættulega.
Sjónvarpsfrétt
Lengri bið á BUGL og börnin eru veikari
Mikil fjölgun hefur orðið á bráðakomum og innlögnum á Barna- og unglingageðdeild Landspítala í kórónuveirufaraldrinum og börn bíða nú tveimur mánuðum lengur eftir þjónustu þar en fyrir faraldur. Tilfellum sem tengjast átröskun hefur fjölgað um 70%.
Bíða ráðgjafar landlækna um bólusetningu unglinga
Breska ríkisstjórnin lítur svo á að rök séu með því að bólusetja heilbrigð börn á aldrinum tólf til fimmtán ára. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar bíða ráða landlækna þjóðanna fjögurra á Bretlandseyjum áður en endanleg ákvörðun verður tekin.
33 tilkynningar um aukaverkanir hjá börnum
Lyfjastofnun hefur borist 33 tilkynningar um grun um aukaverkanir eftir bólusetningu við covid-19 hjá 12 til 17 ára börnum. Fjórar þeirra teljast alvarlegar, að því er fram kemur í skriflegu svari Lyfjastofnunar við fyrirspurn fréttastofu. Fáar tilkynningar hafa borist um röskun á tíðahring sem möguleg aukaverkun í kjölfar bólusetningar í aldurshópnum.
Foreldrar athugi hvort börn kvíði skólanum út af covid
Barnasálfræðingur segir að foreldrar þurfi að ræða við þau börn sem eru kvíðin að byrja í skólanum út af vovid. Þá þurfi að hafa í huga að börn skynji ef foreldrar hafi miklar áhyggjur og að við því þurfi að bregðast. 
18.08.2021 - 12:20
Spegillinn
Börn og foreldrar þurfa að ræða um bólusetningu
Foreldrar og börn verða að ræða hvort þau ætla að þiggja bólusetningu við COVID-19, segir umboðsmaður barna. Hún segir að langflest tólf ára börn ættu að vera nægilega þroskuð til að ræða málið af skynsemi og taka verði tillit til þeirra skoðana. Séu foreldrar og börn ósammála megi hugsanlega bíða með bólusetningu og séu foreldrar innbyrðis ósammála sé hægt að leita ráðgjafar heilbrigðisstarfsfólks.
„Verðum að tryggja reglu í lífi barna og ungmenna‟
Fulltrúar Ungmennafélags Íslands, UMFÍ, funduðu með ráðherrum ríkisstjórnarinnar í gær um næstu skref í baráttunni við kórónuveiruna. Var þetta níundi fundur ráðherra og hagsmunaaðila í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. Á fundinum voru jafnframt fulltrúar úr stjórn Íþrótta- og Ólýmpiusambands Íslands auk fulltrúa listalífsins.
05.08.2021 - 10:29
Heimilt að bólusetja börn óski foreldrar eftir því
Með nýrri reglugerð falla sérstök ákvæði reglugerðar 221/2001 um bólusetningar á Íslandi úr gildi og má því nota bóluefni gegn kórónuveirunni samkvæmd aldursmörkum í fylgiseðlum.
Andleg heilsa versnaði hjá ungmennum
Andleg líðan ungmenna versnaði í kórónuveirufaraldrinum og þunglyndiseinkenni jukust frá því sem var. Þetta sýnir fyrsta rannsókn á heimsvísu sem birt var í Lancet í gær og gerð á Íslandi. Einn höfunda greinarinnar segir að andleg heilsa næstu kynslóðar gæti orðið verri en fyrri kynslóða verði ekki spornað við. Þetta segir einn höfunda vísindagreinar, sem birt var í Lancet, um líðan 59 þúsund íslenskra ungmenna á aldrinum þrettán til átján ára. 
Aukin þunglyndiseinkenni unglinga í kófinu
Kórónuveirufaraldurinn hefur haft skaðleg áhrif á andlegu heilsu íslenskra unglinga, sérstaklega stúlkna. Þetta eru niðurstöður rannsókna sem greint er frá í tímaritinu The Lancet Psychiatry.
Sjónvarpsfrétt
Bráðainnlögnum á BUGL fjölgar um 80 prósent á einu ári
Bráðainnlögnum á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans hefur fjölgað um 80 prósent á einu ári. Tilvísunum vegna sjálfsvígshugsana og sjálfsvígstilrauna ungmenna fjölgar hratt. Geðlæknir á BUGL segir byssueign, vímuefnaneyslu og niðurskurð í þjónustu stóra áhættuþætti.